Vika 3, hlekkur 2

Mánudagur 19.okt

Á mánudaginn byrjuðum við á því að gera lesskilningsverkefni um hundarækt. Næst talaði Gyða um Mendel og tilraunir hans. Við um reitartöflu, ríkjandi(H), víkjandi(h), arfhreinn, arfblendinn, arfgerð og svipgerð. Við horfðum líka á 3 myndbönd og hér eru linkar að þeim ef þið viljið sjá.

 

Miðvikudagur 21.okt

Á miðvikudaginn var stöðvavinna, Hér fyrir neðan er mynd af því sem ég gerði :)

stöðvavinna

 

Fimmtudagur 22.okt

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri, ég horfði á myndbönd á erfdir.is og þar las eg um lögmál Mendels, Reginald Punnett, William Bateson og margt fleira.

Gregor Mendel

Gregor Mendel var austurrískur kanúki, en er þekktastur fyrir tilraunir sínar á gráertum (Pisum sativum). Hann skráði hjá sér kynblöndun til þess að sjá hvort það væri eh regla um hvernig eiginleikar platnanna erfðust. Eiginlekar sem komu fram í fyrstu afkomendakynslóðinni var kallaður ríkjandi, en eiginleikinn sem birtist í annari afkomendakynslóðinni var kallaður víkjandi.

Reginald Punnett

Reginald Punnett var breskur erfðafræðingur, hann er þekktastur fyrir reitartöfluna sem hann hannaði, eða the Punnett squere.
punnett

William Bateson 

William Bateson var enskur líffræðingur og hann var fysrta manneskjan til að nota orðið erfðafræði til að lýsa ransókn á arfgengni. Bateson enduruppgötvaði lögmál Mendels árið 1900.

Fréttir

Snapchat vistar myndirnar þínar

Stærra gat á ósonlaginu

 

Vika 2, hlekkur 2

Mánudagur 12.okt

Á mánudaginn byrjuðum við á því að dasna við tvö lög. Svo fengum við nýjar glósur og Gyða sýndi okkur nokkur myndbönd. Hér eru þau :)

 

Miðvikudagur 14.okt

Í dag var allur bekkurinn saman. Gyða skipti okkur í hópa (ég var með Evu,Hönnu og Dísu) og við áttum að búa til verkefni um frumur fyrir 7-8 bekk.Hér er padlet með verkefnu frá okkur öllum. Hér er padlet með verkefnum frá mér, Kynning og kahoot.

Fimmtudagur 15.okt

Á fimmtudaginn vorum við að skoða erfdir.is og flipp. Ég skoðaði mest erfdir.is og lærði smá um lögmál Mendels. Hér kemur smá u það sem ég lærði :)

 • Gregor Mendel er oft nefndur faðir erfðafræðinnar
 • Hann byrjaði að rannsaka breytileika garðertna
 • Á milli 1856 og 1863 ræktaði Mendel og rannsakaði um 28.000 baunaplöntur
 • hann ákvað að rækta baunaplönur, því þær hafa ólík útlitseinkenni sem auðvelt er að greina.
 • Hann einbeitti sér að sjö einkennum: stöðu blóms, hæð, lögun fræs, lit fræs, lit fræhýðis, lögun fræbelgs, litur fræbelgs
 • Gen blandast ekki
 • Su gen eru ríkjandi, en önnur víkjandi

Hér er baunadæi Mendels í punnett ferningi :) 3:1 er æxlun arfblendinna einstaklinga

gregor-mendel-18-728

Vika 1 hlekkur 2

Mánudagur 5.okt

Ég var ekki á mánudaginn en hinir voru í fyrirlestartíma um frumur.

Miðvikudagur 7.okt

Á miðvikudaginn var stöðvavinna :) Hér er mynd af minni

blogg 22

Fimmtudagur 8.okt

Á fimmtudaginn var próf. Við vorum í tölvuveri og áttum að velja okkur 3 verkefni til að svara og senda svo til Gyðu í lok tíma.

 

frua

Mynd af frumu :)

 

Vika 6, Hlekkur 1

Mánudagur 28.september

Á mánudaginn töluðum við um blóðtungl eða ofurmána og gerðum verkefni um gagnvikran lestur. Í gagnvirkum lestri notuðum við bókina COframtíðin í okkar höndum. Við vorum 4 í hóp og verkefnin voru 4 ; lesa, spyrja, leita skýringu og spá. Þetta gekk mjög vel eða mér fannst það allavega :)

Blóðrauður ofurmáni

Tunglið fær á sig blóðrauðan blæ þegar það er inni í alskugga jarðar. Litin má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þeim tíma. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. Næst berst ljósið til tunglsins sem gefur því rauðan lit.

blóðtungl

Miðvikudagur 30.september

Enginn skóli, foreldraviðtöl.

Fimmtudagur 1.október

Á fimmtudaginn var allur bekkurinn saman í tíma og við töluðum um heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni á jörðinni. 

Hér er padlet með upplýsingum um verkefnið :)

Við áttum semsagt að lesa um þetta og búa okkur svo til ofurhetju.Hér fyrir neðan er mynd af minni ofurhetju og öllum markmiðunum :) Ofurhetjan mín er tákn um hreint vatn og salernisaðstöðu.

birgit ofurhetja global goals

 

 

Vika 5, Hlekkur 1

Í þessari viku notuðum við mánudag og miðvikudag til að klára kynninguna okkar um Jarðardag. Á fimmtudaginn var svo kynning fyrir allan bekkinn.

Hér er padlet sem þú getur séð verkefni frá ölllum bekknum :)

EDC_logo earthday

Vika 4, Hlekkur 1

Mánudagur 14.september

Á mánudaginn var fyrirlestrartími. Ég var ekki, en hinir gerðu krossglímu eftir eh lagi og skoðuðu fréttir.

Miðvikudagur 16.september

Á miðvikudaginn kynnti Gyða nýtt verkefni. Hún var búin að skipta okkur í hópa, ég var með Ástráði og Hönnu. Allir hópar áttu að velja sér eitt hugtak að fjalla um og segja hvað við mannfólkið gætum gert til að bæta heiminn. Við völdum jarðardag og byrjuðum að gera kynningu um hann. Við fundum síðu þar sem þú getur séð hvað þú notar margar jarðir. Hér er hún :)

Fimmtudagur 17.september

Við héldum áfram með kynninguna okkar um jarðardag :) Hér er lag um jarðardag :)

earth-day

 

Fréttir

Fikta í erfðaefninu

atkvæðaréttur kvenna

Bieber og félagar á Íslandi

 

 

Vika 3,Hlekkur 1

Mánudagur 7.september

Við fengum áætlun fyrir veturinn og nýjar glósur. Fórum svo í nearpod kynningu um mann og náttúru-vistfræði. Við töluðum líka um hvað danir henda miklum mat á ári, og svo áttum við að útskýra afhverju kríum fækkar. 
Kríum fækkar semsagt vegna þess að það er skortur á mat þeirra. Sandsíli eru helsta fæða kría og eru þau að fara stanslaust fækkandi útaf hnattrænnihlýnun. Sjóhitinn breytist og þörungablómatími kemur á öðrum tíma en hann gerði áður fyrr. Þegar sandsílin eru sem hungruðust er þörungablómi farinn að minka og þá fer sílum stanslaust fækkandi. 

Við fórum lika í lítið nearpod próf,það var ekki mjög erfitt og fengu flestir mest allt rétt :)
Lærðum þessi nýju hugtök:

 • Lífhvolf
 • Búsvæði
 • Líffélög
 • Vistkerfi

Einnig var smá umræða um bleikjuafbrigði í þingvöllum,skóga á íslandi fyrir og eftir ísöld og að lokum svöruðum við einni spurningu um krossnef.

 

Miðvikudagur 9.september

Á miðvikudaginn var stöðvavinna, hér fyrir neðan eru myndir af því sem ég gerði:)

Fimmtudagur 10.september

Í þessum tíma vorum við í tölvuveri og fengum að velja okkur 1 verkefni sem stóð á heimasíðunni, áttum að vinna það og skila á verkefnabanka. Hér fyrir neðan er mitt eins og ég skilaði því :) Hringrás kolefnis

 

 

Danmörk

Við í 10.bekk fórumtil Danmerkur í lok ágúst. Þar var gert margt skemmtilegt og mér fannst mjög gaman :)

Í Danmörku var náttúran frekar öðruvísi en á Íslandi. Það eru öðruvísi dýr og plöntur sem var mjög gaman að sjá. Í Danmörku eru nánast enginn fjöll(við vissum það reyndar áður en við fórum) en þar er mjög mikið af trjám þar sem eru miklu öðruvísi en á Íslandi,þau eru mjög stór og breið.

Dýralífið er líka mun fjölbreyttara, við sáum t.d íkorna, froska, fullt af sniglum og geitungum og bara allskonar dýr.

Veðrið í Danmörku á víst líka að vera svaka gott, en við fengum ekki að sjá það. Við fengum mest af rigningu og skýjum en það var samt alveg heitt :) svo fengum við líka sól stundum og það var alveg frekar nææs.

Þetta var æðilseg ferð og mér langar bara strax aftur :))))

 

Gat því miður ekki sett myndir. Tölvan virkaði ekki þannig þurfti að vera í ipadnum og það var eh vesen að setja myndir :/

Hlekkur 7,vika 3

Mánudagur 27.apríl

Á mánudaginn fengum við nýjar glærur og nearpodkynningu um Frumverur og Þörunga.
Í kynninguni var fjallað um

Fumdýr flokkast í:

 • Gródýr
 • Bifdýr
 • Svipudýr
 • Slímdýr

Jarðskjálftin í Nepal

 • Við skoðuðum frétt um jarðskjálftan í Nepal, hér er hún.

Svo skoðuðum við blogg

 

Þriðjudagur 28.apríl

Þriðjudagurinn 29. apríl

Á þriðjudaginn var Gyða ekki en við áttum að fara í nearpod kynningu.og skoða sjálf.

Þetta sáum við í kynningunni:

Lífverur

 • Fyrstu lífverurnar sem að komu framm með erfðaefnið afmarkað í kjarna fundurt fyrir um 1,5 millj. ára
 • Bæði frum og ófrumbjarga, sumar eru bæði
 • flestar lifa í vatni, rökum jarðvegi eða inní öðrum lífverum
 • Sumar eru sníklar
 • sumar lifa í samlífi við hýsil sín

Frumverur

 • stundum hópað í eitt ríki
 • skipt í 2 meiginhópa- frumdýr og Frumþörungar

Frumþörungar

 • eru bæði frumbjarga og einfruma lífverur
 • nota orku ljós til að búa til fæðu (einföld ólífnæn fræ)
 • undirstaða annars lífs í náttúrunni
 • frammleiða 60-70 % alls súrefnis með ljóstillifun
 • kallast oft plöntusvif
 • Myndband

Fumdýr

 • líkjast dýrum að lifnaðarháttum
 • eru ófrumbjarga
 • geta hreyft sig
 • slímdýr – lifa í ferskvatni eða rökum jarðvegi og eru með frumuhimnu sem að umlykur fæðuna og gleypir hana
 • Bifdýr – einkennast af bifhárum sem að þau bæði hreyfa sig með og sópa fæðu að sér
 • Svipudýr – Hreyfa sig með svipum sem að eru löng frumulíffæri, þau lifa í samlífi stærri dýra

Gródýr

 • eru sníklarsem að nærast á frumum og líkamsvökvum hýsla,dýrin hafa engin hreyfifæri og mynda frumur sem að kallast gró. Eitt af þekktustu gródýrum veldur Malaríu
 • Myndband um Malariu

 

Fimmtudagur 30.apríl

Í dag áttum við að sækja sýni fyrir smásjáskoðun í næstu viku. Ég og Ástráður fórum í Litlu-Laxá og sóttum vatn í krukku með smá jarðvegi. Þegar við komum inn sagði Gyða okkur hversu margir tímar voru efftir fram að sumarfríi og svo skoðuðum við blogg.

Hlekkur 7, vika 2

Mánudagur 20.apríl

Á mánudaginn fengum við nýjar glósur. Gyða var með nearpod kynningu fyrir okkur um veirur og bakteriur og við svöruðum spurningum.

T.d lærðum við að…

 • veirur þurfa ekki orku
 • veirur eru sníklar, en teljast samt varla til lífvera
 • veirur eru gerðar úr festingum, erfðaefni og próteinhylki
 • veirur geta bara fjölgað sér innan fruma
 • Dreifkjörnungar eru aðeins ein fruma og erfðaefnið er ekki í kjarna
 • Heilkjörnungar eru með erfðaefnið fast í kjarna og er kjarninn hulinn frumuhimnu

Við lærðum líka margt meira t.d. um ebólu.

Ebóla

Ebólu-veiran veldur blæðandi veirusótthita í mönnum. Veiran er ein banvænasta veira nú á dögum. Ebólan ræðst á öll líffæri og vefi líkamans nema vöðva og bein. Veiran umbreytir öllum hlutum líkamans í hálfmaukað slím sem er gegnsýrt af sýkjandi veiruögnum. Í blóðrásinni myndast örlitlir blóðtappar og blóðið þykknar, blóðkekkirnir nuddast hver við annan og festast við æðaveggina. Blóðkekkirnir fara að mynda stærri tappa sem svo að lokum stoppa allt blóðflæði til líffæra og vefja líkamans. Veiran fær nafnið sitt frá ánni Ebólu í Kongó en þar kom veiran fyrst fram árið 1976.

ebola blogg

Heimildir : Wikipedia og Vísindavefurinn

Þriðjudagur 21.apríl

Á þriðjudaginn var hópavinna, ég var með Jónasi, Sunnaevu og Hannesi. Við áttum samt að vinna í pörum en máttum skila einni kynningu saman. Við áttum semsagt að gera kynningu um kynsjúkdóma. Ég og Jónas vorum með Klamydíu(eða sko kynnigu um það,við erum ekki með Klamydíu…). Við kynntum verkefnið ekki núna bara seinna þegar það er tími :)

Fimmtudagur 23.apríl

Enginn skóli, það var sumardagurinn fyrsti :)