Home // 2014

Blogg 24-28 mars !

Mánudagur: Ég fór til tannlæknis !

Fimmtudagur: Við fórum að vinna í ritgerð vegna þess að flest allir voru á eitthverju tengdu árshátíðarvali, ég er að skrifa um tunglið vegna þess að mér finnst það gaman og vegna þess að ég var búinn að gera glærusýningu um nasa í fyrra.

Fréttir:

Magnað myndskeið: Haförn og tófa tókust á um hrút í grennd við Búrfellsvirkjun

Tíu myndir sem munu breyta því hvernig þú sérð nokkra þekktustu staði heims

Myndskeiðið sem hefur slegið í gegn: Tvífættur hundur fer í sína fyrstu ferð á ströndina

Kitl var notað sem pyntingaraðferð

4. Hlekkur, Vika 3

Mánudagurinn: Í fyrri tímanum vorum við að fjalla um jarðfræði Hrunamannahrepps. og í þeim seinni vorum við að finna upplýsingar um það sem við ætlum að skrifa í ritgerðinni ! ég ætla að skrifa um tunglið !!!

Fimmtudagurinn: þá fórum við í stöðvavinnu, það var mjög gaman og mjög fróðlegt við ættum að gera það oftar ! Svo voru 2 konur að fylgjast með okkur. hér eru stöðvarnar sem ég gerði !:

Stöðvavinna 13/03/14

1. Ég fór inná náttúrufræðistofnun og las um jarðfræði ég lærði að:
Jarðfræði snýst ekki bara um þekkingu á aldri og gerð jarðlaga og jarðminja heldur
einnig á þeim ferlum sem stjórna uppbyggingu og þróun þeirra, Íslenskur
berggrunnur er ungur, elstu jarðlögin eru um 15 milljón ára.
Tengillinn á jarðfræðivefinn http://www.ni.is/jardfraedi/

2. Næst fór ég inná google earth og skoðaði heimavöll Real Madrid á spáni, fór á
ströndina á benidorm, skoðaði Eiffel turninn og endaði svo á því að kíkja í Legoland 
mér finnst google earth vera mjög sniðug vegna þess að maður getur skoðað allan
heiminn og ef manni langar að fara til útlanda getur maður byrjað á því að fara á
google earth og skoða staðinn 
Tengillinn á google earth en ég fór í tölvunni http://www.google.com/earth/

3. Svo fór ég að skoða í bók sem heitir heaven & earth í henni voru myndir
af fullt af stöðum á jörðinni og af jörðinni og úr geimnum. Það sem mér
fannst merkilegast að sjá voru eldfjöllin í vesuvius á ítalíu !

13. Ég skoðaði silfurberg og var það mjög gaman, það er mjög fallegt og
mjög merkilegt smá um það: Lengi vel fannst silfurberg óvíða nema á
Íslandi.
Tengillinn á vísindavefinn http://www.visindavefur.is/article.php?id=24

Hér er mynd af bókinni : download

 

Og af silfurberginu !: silfurberg

 

 

Nokkrar fréttir:

Vélmenni leysir Rúbik´s kubb á 3,253 sekúndum

Gömul hjón keyrðu inn í verslun

Misheppnuð heimsmetstilraun

BLOGG 12/03/2014

Mánudaginn var Gyða ekki svo við máttum fara frjálst í tölvuveri en ég fékk að fara heim og þar aflaði ég mér smá upplýsinga um tunglið en ég ætla að skrifa um það.

Fimmtudaginn fengum við glósur og hugtakakort og við fórum í gegnum glósurnar og settum helling á hugtakakortið en við lærðum um innri öfl, ytri öfl og fleira og líka pangea sem er að öll lönd eru föst saman !

pangea2

Fréttir:

Ekki hægt að hreinsa þungmálma úr Reykjavíkurtjörn

Íslenskur hestur í kviksyndi

hlekkur 5 vika 6

Mánudagurinn..

Gyða fór veik heim svo við unnum úr bókinni orka en mér finnst það mun leiðilegra heldur en við gerum vanalega ég reyndi eins og ég gat en mér fannst þetta mjög flókið og leiðinlegt.. ég og Håkon unnum þetta eiginlega allt saman.

Fimmtudagur..

Gyða skammaði okkur fyrir hvað spurningarnar voru illa unnar og skil ég það alveg og svo skoðuðum við fréttir og meðal annara um kjarnorkuver í vestmannaeyjum. tek það fram að ég hefði getað gert betur !

Fréttir:

Grundfirðingar hvattir til að spara kalda vatnið

Gerð nýrra Norðfjarðarganga gengur vel

Menn hafa þurft að leita til læknis vegna hitans í Vaðlaheiðagöngum

Munu reyna að klóna loðfíl

Hringrásir efna og orkuflæði

  1. Kolefni er í eilífri hringrás, nefnið nokkur dæmi um mislangar hringrásir kolefnis.  Finndu myndir til stuðning

Á einum sólarhring:

„Byggplanta sem bindur á hverjum degi kolefnisfrumeindir úr andrúmsloftinu
við ljóstillífun sína. Hún brennir um leið hluta af þeim glúkósa sem hún hefur framleitt til þess að fá
orku, hún andar. Þá losnar lítill hluti kolefnisins aftur út í andrúmsloftið, á sama degi og það var
bundið í ljóstillífuninni. Kolefnið fer fram og til baka á einum sólarhring.“

Á einu ári:

„Byggplantan notar mikinn hluta glúkósans, sem hún framleiddi við ljóstillífunina, til að búa
til mjölva úr bygginu. Bóndin sker svo byggið og lætur það í hlöðuna sína. Þar étur músin það og
líkaminn hennar tekur til sín kolefnisfrumeindirnar. Þegar músin brennir svo fæðunni og andar geta
kolefnisfrumeindirnar aftur borist út í andrúmsloftið í formi koltvíoxíðs. Þá getur verið liðið ár frá því
að kolefnið var bundið í byggplöntunni.“

Þurrís ¨!

þetta var það sem við vorum að gera í tímanum sem var mjög gaman. þurrís er mjög kaldur ís sem má alsekki koma við því maður getur fengið kul sem er sama og að brenna sig nema bara það er kalt. munurinn á þurrís og klaka er að þurrís er frosin koldvísýringur en klaki frosið vatn. þurrís breytist í gas við -79.5°C

blogg :)

á mánudeginum skoðuðum við fréttir um allskonar og svo fórum við niður í tölvuver og fórum í „leiki“ eins og phet og fleira.

á fimmtudeginum fórum við í próf og mér gekk ágætlega svo fórum við yfir prófin hjá hvor öðrum :)

ég mæli með því að þið horfið á geggjaðar græjur sem var í gær :)

Fréttir:

Englendingar búa sig undir meira flóð

 

 

Hlekkur 5 05, 02, 2014

á mánudeginum horðfðum við á myndband um straumrásir mér fannst það hjálpa mér helling  og ég sá hvernig  það virkar og svo fórum við í gegnum glósur.

 

á fimmtudeginum fórum við í stöðvar og þar gerði ég þetta og skrifaði smá um Það:

Stöðvavinna-rafmagn

  1. Við  byrjuðum á því að fara í leik inná phet við völdum leik sem hét John Travoltage en hann er þannig að John Travolta er að nudda löppinni í möttu sem er á jórðunni og svo snertir hann hurðahún. Af hverju gerist þetta ? ástæðan er sú að það kemur stöðurafmagn og það leiðir í gegn.

 

  1. Næst fórum við í leik á BBC sem heitir Circuits of Conductors við áttum að prufa að tengja nokkra hluti og sjá hvort það myndi leiða við sáum að allt sem var úr eitthverskonar málmi leiddi en ekki það sem var úr korki eða  gúmmíi og svo sáum við að það þyrfti að nota batterí til þess að það gæti skínt og að ef við settum 2 batterí þá skíndi  meir.

4.    Við fóru minná fallorka.is og skoðuðum þar rafmagn og lásum þar um hvað við áttum að passa okkur á með rafmagn eins og ekki snerta brotnar klær og fleira og svo lærðum við um það hvaða heimilistæki notuðu mest af raforku það raftæki sem notar minnst er kaffivélin eða 2% og það sem notar mest eru ljósgjafarnir eða 16%.

7. Við ætluðum að reyna að láta álpappír hreyfast með því að nudda blöðru við stálull og láta það leiða. Hvernig? Með því að nota plasttappa og setja bréfaklemmu í gegn og svo aðra og setja álpappír á og svo settum við það í glerglas og nudduðum blöðruna og reyndum að setja það við bréfaklemmuna en það kom bara pínu hreyfing.

 

mér fannst þetta skemmtilegt

Vísindavaka 2014

Ég ætla að skrifa aðeins um vísindavökuna, ég var með Arnþóri, Ágústi og Håkoni við fórum í fyrsta tímanum og leituðum að því sem við ætluðum að gera en þá sáum við á youtube „tilraun“ sem var að reyna að búa til krap úr gosdrykkjum en ekki klaka Hérna er hún, ég var í reykjavík svo ég gat ekki hjálpað þeim að framkvæma hana svo þeir gerðu hana og ég átti svo að klippa þegar ég kæmi aftur á flúði, þeir sögðu að þetta hefði virkað en ekki verið flott tilraun og þeim langaði að gera aðra svo við fórum og hugsuðum um aðra í tíma 2 en  þá ákváðum við að gera Fire tornado  en vorum  líka með plan C sem var að gera kertatilraun, við fórum heim til ágústs og ætluðum að gera hana en þá fundum við ekki netið eða það sem átti að vera utan um eldinn, þannig við ákváðum að gera Kertatilraunina, Hún er frekar einföld, það eina sem við þurftum að gera var að taka skál og setja vatn í skálina, það er betra að nota matarlit til þess að gera vatnið meira áberandi frá kertinu, við settum kertið ofan í en það datt alltaf því það var óstöðugt undir svo ég ákvað að skera smá af kertinu, og svo kveiktum við og settum glas ofan á og þá sáum við vatnið rísa upp í glasið :)

Afhverju gerist það ?

Hitinn í glasinu fær loftið til að þenjast út, þegar kertið slöknar og loftið fer að kælast fer loftið að soga vatnið upp. Vatnið sogast vegna þess að það er lítill þrístingur innan í glasinu enn mikill fyrir utan,

mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og gaman að gera eitthvað annað en að vinna í bókum og læra glósur (þótt það hafi ekki verið mikið af því), mér finnst að það ætti að halda þessu áfram að vera með vísindavöku vegna þess að þetta er skemmtilegt og góð leið til þess að hækka einkunina sína,

Mér finnst þessi skemmtileg Eldur í flösku og þessi Water Tornado en það er fullt af fleiri tilraunum sem eru skemmtilegar,

Fréttir:

Á klepp eftir mikla kanabisneyslu

Er óhætt að lita á sér hárið ?

Uppgvötvuðu nýja tegund ferskvatnshöfrunga  

Fundu risastórandemant í suður-afríku

Sprengistjarna í nálægri stjörnuþoku

Hann getur ekki talað en er snillingur að setja upp ikea húsgögn

Myndband:

Eldingar hjá styttu :)

Myndir:

http://www.allposters.com/-sp/Endangered-Species-Posters_i8678125_.htm

Hvað er eðlisfræði ?

Eðlisfræði er sú grein náttúruvísindanna sem fjallar um samhengi efnisorkutíma og rúmsog beitir vísindalegum aðferðum við hönnun líkana, sem setja náttúrufyrirbæri ístærðfræðilegan búning. Eðlisfræðingar rannsaka m.a. víxlverkun efnis og geislunar og samhengi efnis og orku, tíma og rúms án þess að reyna að svara grundvallarspurningum eins og hvað efni, orka, tími og rúm eru. Eðlisfræðin skýrir efni þannig að það sé samsett úrfrumeindum, sem eru samsettar úr kjarneindum, sem aftur eru gerðar úr kvörkum. Efni og orka eru í raun sama fyrirbærið samkvæmt afstæðiskenningunni. Geislun er skýrð meðljóseindum og/eða rafsegulbylgjum (tvíeðli). Lögmál eðlisfræðinnar eru flest sett fram sem stærðfræðijöfnur, yfirleitt sem línulegt samband tveggja stærða, eða sem 1. eða 2. stigsdeildajöfnur. Nútímaeðlisfræðin reynir að sameina megingreinar eðlisfræðinnar,rafsegulfræði (rafsegulkrafturinn), þyngdaraflsfræði (þyngdarkrafturinn) og kjarneðlisfræði(sterka- og veika kjarnakraftinn) í eina allsherjarkenningu.

Heimildir;

http://is.wikipedia.org/wiki/E%C3%B0lisfr%C3%A6%C3%B0i