Home // 2014 // febrúar

hlekkur 5 vika 6

Mánudagurinn..

Gyða fór veik heim svo við unnum úr bókinni orka en mér finnst það mun leiðilegra heldur en við gerum vanalega ég reyndi eins og ég gat en mér fannst þetta mjög flókið og leiðinlegt.. ég og Håkon unnum þetta eiginlega allt saman.

Fimmtudagur..

Gyða skammaði okkur fyrir hvað spurningarnar voru illa unnar og skil ég það alveg og svo skoðuðum við fréttir og meðal annara um kjarnorkuver í vestmannaeyjum. tek það fram að ég hefði getað gert betur !

Fréttir:

Grundfirðingar hvattir til að spara kalda vatnið

Gerð nýrra Norðfjarðarganga gengur vel

Menn hafa þurft að leita til læknis vegna hitans í Vaðlaheiðagöngum

Munu reyna að klóna loðfíl

Hringrásir efna og orkuflæði

  1. Kolefni er í eilífri hringrás, nefnið nokkur dæmi um mislangar hringrásir kolefnis.  Finndu myndir til stuðning

Á einum sólarhring:

„Byggplanta sem bindur á hverjum degi kolefnisfrumeindir úr andrúmsloftinu
við ljóstillífun sína. Hún brennir um leið hluta af þeim glúkósa sem hún hefur framleitt til þess að fá
orku, hún andar. Þá losnar lítill hluti kolefnisins aftur út í andrúmsloftið, á sama degi og það var
bundið í ljóstillífuninni. Kolefnið fer fram og til baka á einum sólarhring.“

Á einu ári:

„Byggplantan notar mikinn hluta glúkósans, sem hún framleiddi við ljóstillífunina, til að búa
til mjölva úr bygginu. Bóndin sker svo byggið og lætur það í hlöðuna sína. Þar étur músin það og
líkaminn hennar tekur til sín kolefnisfrumeindirnar. Þegar músin brennir svo fæðunni og andar geta
kolefnisfrumeindirnar aftur borist út í andrúmsloftið í formi koltvíoxíðs. Þá getur verið liðið ár frá því
að kolefnið var bundið í byggplöntunni.“

Þurrís ¨!

þetta var það sem við vorum að gera í tímanum sem var mjög gaman. þurrís er mjög kaldur ís sem má alsekki koma við því maður getur fengið kul sem er sama og að brenna sig nema bara það er kalt. munurinn á þurrís og klaka er að þurrís er frosin koldvísýringur en klaki frosið vatn. þurrís breytist í gas við -79.5°C

blogg :)

á mánudeginum skoðuðum við fréttir um allskonar og svo fórum við niður í tölvuver og fórum í „leiki“ eins og phet og fleira.

á fimmtudeginum fórum við í próf og mér gekk ágætlega svo fórum við yfir prófin hjá hvor öðrum :)

ég mæli með því að þið horfið á geggjaðar græjur sem var í gær :)

Fréttir:

Englendingar búa sig undir meira flóð

 

 

Hlekkur 5 05, 02, 2014

á mánudeginum horðfðum við á myndband um straumrásir mér fannst það hjálpa mér helling  og ég sá hvernig  það virkar og svo fórum við í gegnum glósur.

 

á fimmtudeginum fórum við í stöðvar og þar gerði ég þetta og skrifaði smá um Það:

Stöðvavinna-rafmagn

  1. Við  byrjuðum á því að fara í leik inná phet við völdum leik sem hét John Travoltage en hann er þannig að John Travolta er að nudda löppinni í möttu sem er á jórðunni og svo snertir hann hurðahún. Af hverju gerist þetta ? ástæðan er sú að það kemur stöðurafmagn og það leiðir í gegn.

 

  1. Næst fórum við í leik á BBC sem heitir Circuits of Conductors við áttum að prufa að tengja nokkra hluti og sjá hvort það myndi leiða við sáum að allt sem var úr eitthverskonar málmi leiddi en ekki það sem var úr korki eða  gúmmíi og svo sáum við að það þyrfti að nota batterí til þess að það gæti skínt og að ef við settum 2 batterí þá skíndi  meir.

4.    Við fóru minná fallorka.is og skoðuðum þar rafmagn og lásum þar um hvað við áttum að passa okkur á með rafmagn eins og ekki snerta brotnar klær og fleira og svo lærðum við um það hvaða heimilistæki notuðu mest af raforku það raftæki sem notar minnst er kaffivélin eða 2% og það sem notar mest eru ljósgjafarnir eða 16%.

7. Við ætluðum að reyna að láta álpappír hreyfast með því að nudda blöðru við stálull og láta það leiða. Hvernig? Með því að nota plasttappa og setja bréfaklemmu í gegn og svo aðra og setja álpappír á og svo settum við það í glerglas og nudduðum blöðruna og reyndum að setja það við bréfaklemmuna en það kom bara pínu hreyfing.

 

mér fannst þetta skemmtilegt