Home // 2014 // mars

4. Hlekkur, Vika 3

Mánudagurinn: Í fyrri tímanum vorum við að fjalla um jarðfræði Hrunamannahrepps. og í þeim seinni vorum við að finna upplýsingar um það sem við ætlum að skrifa í ritgerðinni ! ég ætla að skrifa um tunglið !!!

Fimmtudagurinn: þá fórum við í stöðvavinnu, það var mjög gaman og mjög fróðlegt við ættum að gera það oftar ! Svo voru 2 konur að fylgjast með okkur. hér eru stöðvarnar sem ég gerði !:

Stöðvavinna 13/03/14

1. Ég fór inná náttúrufræðistofnun og las um jarðfræði ég lærði að:
Jarðfræði snýst ekki bara um þekkingu á aldri og gerð jarðlaga og jarðminja heldur
einnig á þeim ferlum sem stjórna uppbyggingu og þróun þeirra, Íslenskur
berggrunnur er ungur, elstu jarðlögin eru um 15 milljón ára.
Tengillinn á jarðfræðivefinn http://www.ni.is/jardfraedi/

2. Næst fór ég inná google earth og skoðaði heimavöll Real Madrid á spáni, fór á
ströndina á benidorm, skoðaði Eiffel turninn og endaði svo á því að kíkja í Legoland 
mér finnst google earth vera mjög sniðug vegna þess að maður getur skoðað allan
heiminn og ef manni langar að fara til útlanda getur maður byrjað á því að fara á
google earth og skoða staðinn 
Tengillinn á google earth en ég fór í tölvunni http://www.google.com/earth/

3. Svo fór ég að skoða í bók sem heitir heaven & earth í henni voru myndir
af fullt af stöðum á jörðinni og af jörðinni og úr geimnum. Það sem mér
fannst merkilegast að sjá voru eldfjöllin í vesuvius á ítalíu !

13. Ég skoðaði silfurberg og var það mjög gaman, það er mjög fallegt og
mjög merkilegt smá um það: Lengi vel fannst silfurberg óvíða nema á
Íslandi.
Tengillinn á vísindavefinn http://www.visindavefur.is/article.php?id=24

Hér er mynd af bókinni : download

 

Og af silfurberginu !: silfurberg

 

 

Nokkrar fréttir:

Vélmenni leysir Rúbik´s kubb á 3,253 sekúndum

Gömul hjón keyrðu inn í verslun

Misheppnuð heimsmetstilraun

BLOGG 12/03/2014

Mánudaginn var Gyða ekki svo við máttum fara frjálst í tölvuveri en ég fékk að fara heim og þar aflaði ég mér smá upplýsinga um tunglið en ég ætla að skrifa um það.

Fimmtudaginn fengum við glósur og hugtakakort og við fórum í gegnum glósurnar og settum helling á hugtakakortið en við lærðum um innri öfl, ytri öfl og fleira og líka pangea sem er að öll lönd eru föst saman !

pangea2

Fréttir:

Ekki hægt að hreinsa þungmálma úr Reykjavíkurtjörn

Íslenskur hestur í kviksyndi