Home // Page 2

vikan 16-20 september

Í þessari viku var dagur íslenskrar náttúru og hinir fóru að tína birkifræ, ég var veikur. En á fimmtudaginn var ég og strákarnir voru sér og stelpurnar sér, við vorum að gera plaköt um gróðurhúsaáhrif ég var með Helga og Óskari í hóp.

Smá um gróðurhúsaáhrif:

Fræðimenn eru nokkurn veginn sammála um að það sem veldur hækkun á hitastigi jarðar sé aukning á styrk svokallaðra gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Sú lofttegund sem leikur hér lykilhlutverk er koltvíoxíð (CO2). Meðal annarra gróðurhúsalofttegunda eru vatnsgufa, metan, tvínituroxíð (N2O), óson (O3) og ýmis halógen-kolefnissambönd sem framleidd eru í iðnaði.Til þess að átta sig á verkan þessara efna og hvers vegna þau eru kennd við gróðurhús er mikilvægt að skoða hvernig geislar sólar hegða sér á jörðinni.
Þegar sólargeislar falla á lofthjúp jarðar endurkastast 26% þeirra strax aftur út í geiminn vegna frákasts frá skýjum og ýmsum ögnum í lofthjúpnum. Skýin og agnir í andrúmsloftinu gleypa svo í sig um 19% þeirra geisla sem berast frá sólu en afgangurinn, 55%, nær að yfirborði jarðar. Af þeim geislum er 4% varpað strax aftur út í geim. Hin 51% hafa margvísleg áhrif og valda meðal annars bráðnun jökla, uppgufun vatns og hitun yfirborðsins. Síðast en ekki síst nýtast þessir geislar til ljóstillífunar plantna.

 

pic

Global Warming 101

In Global Warming

Fréttir:

Gríðarlegur stormur í Kína

Ropandi beljur auka gróðurhúsaáhrif.

Þróa lyf sem virkar gegn öllum innflúensum

Grænt ljós á olíuvinnslu í frumskógum Amazon

Heimildir:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=4686

http://healthzona.net/global-warming/

 

Munurinn á vistkerfi Íslands og Danmörku

Í byrjun skólans fór 10 bekkur í Danmörku og þar gerðum við margt skemmtileg eins og að labba út um allt og fara í gegnum skóga og fleira, í danmörku eru mun fleiri dýr og allt önnur náttúra eins og í danmörku er mikið af stórum og þykkum trjám og mikið af ávaxtatrjám eins og plómutré, eplatré og fl, og svo eru fleiri dýr eins og skógarmýtlar sem eru pöddur sem geta verið hættulegar ef þær fá að vera lengi inn í manni og sjúga blóðið manns, 7 fengu skógarmýtil, svo voru fleiri dýr sem eru ekki á íslandi eins og íkornar, drekaflugur, hyrtir, krákur, froskar, maurar og mun fleiri geitunar en á íslandi og fl, Áður fyrr voru skógar um 80-90% af Danmörku . Nú er stundaður mjög umfangsmikill landbúnaður í landinu og hafa skógar verið ruddir auk þess sem 95-98% af upprunalegum vötnum hafa verið þurrkuð upp, það er mun betra veður í danmörku en stundum mikil rigning eins og þegar við fórum í tivoli í köben rigndi risastórum dropum en það var samt sól og þessvegna geta t.d. ávaxtatrén verið þar. og þessvegna eru svona rosalega stór og breið tré meðan við að á íslandi eru þau mjó og minni, vatnið er mun verra í danmörku því það er kalk í vatninu.

 

eplin

 

epli á eplatré (þau eru frekar lítil eplin)

epli

 

 

epli á eplatré (þau eru frekar lítil eplin)

mítill

þetta er skógarmítill inn í húð manns

 

 

 

Heimildir:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=3919

http://www.feykir.is/archives/38231

http://oliviatriviaa.blogspot.com/

Bully

Í vetur horfðum við á myndina Bully myndin var mjög fróðleg mér fannst þetta mjög ljótt sem var verið að gera við börnin og alltaf voru börnin að ljúga eða það héldu allavega kennararnir. Margir drápu sig og mér fannst þetta bara ekki fallegt !

 

Heimildarmynd sem segir sögur fimm bandarískra ungmenna sem þurftu að þola mikið einelti og hvernig sum þeirra tókust á við það á meðan önnur buguðust. Ofbeldi gagnvart fólki sem felst í einelti er gríðarlegt vandamál sem árlega bitnar á milljónum, oft með skelfilegum afleiðingum fyrir þá sem fyrir því verða og fjölskyldur þeirra.Ofbeldi það gagnvart fólki sem felst í einelti er gríðarlegt vandamál sem árlega bitnar á milljónum, oft með skelfilegum afleiðingum fyrir þá sem fyrir því verða og fjölskyldur þeirra. Hér er komin mynd sem í raun ætti að vera skylduverkefni að sjá því baráttan gegn eineltinu felst fyrst og fremst í uppfræðslu og skilningi, bæði þeirra sem beita því, oft án þess að vita hvað þeir eru að gera, og annarra. Mikilvægt er að sem flestir geti greint slíkt ofbeldi strax í byrjun og vonandi lagt sitt af mörkum til að stöðva það í fæðingu. Það er nefnilega svo að margir sem verða vitni að einelti misskilja það sem „eðlilega“ stríðni eða strákapör, sérstaklega þegar börn og unglingar eiga í hlut, án þess að gera sér nokkra grein fyrir afleiðingum þess fyrir fórnarlambið. Þess háttar misskilningur skapar afskiptaleysi og jafnvel óbeina þátttöku sem getur í raun verið jafnskaðleg og ofbeldið sjálft. Einelti er ekki einkamál gerenda og þolenda, heldur samfélagsmein sem allt fólk á öllum aldri þarf að taka höndum saman við að stöðva.

 

Youtube vidjó af bully

 

Hvað fannst mér um tímana ?

Mér fannst tímarnir vera fróðlegir og gaman að vinna þetta. það þurfti bara að vera aðeins meiri agi á börnunm 😀

blogg fyrir vikuna 22-26 apríl

í þessari viku fórum við að horfa á mynd sem heitir Frozen Planet meðan að hópur b lærðu um frumverur ég var í hóp a og svo bloggaði ég um myndina hér. myndin var um dýr á suðurpólnum og náttúruna þar en svo var ekki skóli á þriðjudaginn.

Skemmtileg frétt 😀

Skýrsla um frumverur og fl

Skýrsla!

Háhyrningarnir skotnir
Vilja viðbragðshóp vegna ástandsins á Norðurlandi
Flugnasveimur dreginn fyrir dómara, glæpahryssa og djöfulóður hani: Undarlegt réttarfar á miðöldum
Hundur grætur við gröf ömmu Gladys: Myndband

Frozen planet 23.4.2013

Á þriðjudeginum horfðum við á myndina Frozen planet eftir

á meðan hópur b var að vinna með frumdýr (við gerðum það í síðustu viku !) horfðum við á Frozen planet eftir David Attenborough  en myndin byrjaði í suðurskautinu og það byrjaði að koma birna sem var að fara í hýði hún gróf smá holu í snjóinn og lagðist niður og svo lét hún snjó fara yfir sig og svo var hún komin lengst undir snjóinn! svo komu fullt af öndum sem heita gleraugnaæðar það eru æðarfuglar sem fara út um allan heim, þær finna sér smá part af vatninu sem ekki er frosið  en síðan frýs vatnið smám saman og það verður of kalt fyrir fuglana og þeir deyja :( svo færist kuldinn sunnar á suðurskautslandið og það myndast ískristalar. svo elta úlfar vísunda sem eru að færa sig en það er erfiðara að hlaupa í snjónum fyrir svona lítil dýr svo þau reyna að vera í sporunum hjá vísundunum svo nær kvenkyns úlfurin einum 1 árs vísundi en karlinn vill ekki meiðast og svo nær úlfurinn honum og býtur hann en það var frekar mikil slagsmál og það var stigið á úlfinn og hann var alblóðugur. svo kom aftur ísbjörninn og þá var kominn húnn og þá vaknaði ísbjörninn og gaf honum að borða. og svo síðast komu mörgæsirnar og þá voru pabbarnir búnir að vera með ungana undir löppunum í næstum því heilann vetur og svo sameinuðus mömmurnar og pabbarnir eftir 3 mánuði sumir lifðu en aðrir ekki og svo fóru karlarnir í sjóinn the end !

frozen planet

Mörgæsir

Hluti af Frozen Planet tekinn upp í dýragarði

Háhitasvæði !

háhitasvæði

Vísindavaka !

Í vísindavökunni gerði ég reyksprengju, ég byrjaði á því að gera dansandi rúsínur en hætti við það. ég keypri saltpétur og blandaði honum og sykrinum saman í eldhúspappír  svo settí ég Það í dollu og setti svo hársprey (því það er eldfimt).

þegar ég kveikti tók það um 30 sek að kvikna í salpétrinum og því  og þá kom eins og það væri gos (flugeldar) og svo kom svaka reykur!

ég gerði svo aðra tilraun með aðra stærri sprengju og þá kom meiri reykur og eldur hér er myndband af þessu:

Myndbandið

takk fyrir mig: Bjarki Snær

04/12 2012 stöðvavinna og glærugerð !

04/12 2012

Fyrst skoðaði ég síðuna Nasa (http://www.nasa.gov/) hún er mjög flott og fróðleg, það er mjög flott að sjá myndirnar sem þeir setja inn !  
 
Svo kíkti ég á krossgátu hjá (http://www.ismennt.is/not/einarjo/sjalfsprof/vetrarbr1.htm) það er gaman að sjá hvað maður veit.
 
Svo kíkti ég á sólkerfið okkar (http://www.solarsystemscope.com/) það er mjög skemmtilegt sjá hvernig sólkerfið okkar er og geta snúið því í hringi og margt meira og að sjá nöfnin á öllum plánetunum!
 
Næst kíkti ég á þetta (http://htwins.net/scale2/)  þar sá ég hvað heimurinn er stór og hvað hann er gerður úr mörgu!
 
Næst var það þetta ! (http://www.bbc.co.uk/science/space/ ) þar sá ég fréttir og fleira um geiminn !
 
Þetta er ein af myndum NASA

Þetta er ein af myndum NASA

Dagbók fyrir mannréttindi !

í einum tímanum fórum við í leik sem var þannig skipulagður að við áttum að sjá ein mannréttindi og teikna upp á töflu og giska hvað það var. Í tímanum á eftir fórum við að spila nokkurskonar alias og svo var ég veikur í tímanum á eftir honum og núna er ég að skrifa dagbók 😀

http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=2453