Hlekkur 7 vika 4 (Líffræði upprifjun), loka blogg.

Á mánudaginn (27.04. 2015) var verið að klára að kynna hugtakakortin sem voru eftir. Gekk það vel.

Á miðvikudaginn (29.04. 2015) var tvöfaldur, massa tími. Við byrjuðum í upprifjun fyrir lokapróf. Í þessum tímum var það efnafræði. Var þetta mjög góður og hjálplegur tími. Eftir að öll upprifjun úr efnafræðinni var búin skoðuðum við blogg þar til tíminn var búinn.

Á fimmtudaginn (30.04. 2015) var annar upprifjunar tími og var það að þessu sinni jarðeðlisfræði. 

Fróðleikur

 • Efnafræði
 • Ölll efni í lotukerfinu eru frumefni.
 • Frumefni er ekki hægt að búa til eða skipta niður í smærri einingar.
 • Hægt er að búa til efnasamband úr frumefnum.
 • Dæmi um efnasamband er H2O (vatn), frumefnin eru H (vetni) og O (súrefni).
 • Efnablanda er hinsvegar kranavatn, ekki er vitað nákvæmlega hvaða fleiri efni geta verið í vatninu.
 • Ljóstillífun er dæmi um efnahvarf.
 • Hvarefnin í ljóstillífun eru CO2 + H2O  en myndefnin eru C6 H12 O6 + O2. C6 H12 O6 + O2 myndast með orku frá sólinni. 
 • Frumeind er gerð úr: róteindum, nifteindum  og rafeindum.
 • Róteindir: hefur + hleðslu, massa 1 og gefur til kynna sætistölu.
 • Nifteind: hefur 0 hleðslu, massa 1. Niteindir og rafeindir gefa saman til kynna massatölu.
 • Rafeind: hefur – hleðslu. Eru alltaf jafn margar og sætistalan ef efnið er óhlaðið.
 • Jarðeðlisfræði
 • Reikistjarna=pláneta. Pláneturnar í okkar sólkerfi eru 8.
 • Innri pláneturnar  4: Merkúr, Venus, Jörðin og Mars
 • Ytri pláneturnar 4: Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus
 • Stjörnur eru gashnettir sem búa í rauninni til kjarnorku. Sólin er dæmi um stjörnu.
 • Sólin okkar er lítil og nett og lifir lengur en aðrar stærri sólir.
 • Sólin er í miðju sólkerfis okkar. Flest sólkerfi hafa fleiri en eina sólir.
 • Miklihvellur er kenning um heiminn. Fyrir um 13. milljón árum byrjaði heimurinn að þenjast út og á hann að halda áfram að þengjast út þar til sólinn gleypir innri pláneturnar.
 • Halastjarna er ísklumpur á ferð. Halinn er úr ís og bergi.
 • Halastjörnur eru á óreglugu feril í kringum sólina og lýsa þegar þær koma nær henni. Halinn er alltaf frá sólinni.
 • Ljósár er ekki tími, heldur vegalengd. Hann mælir hversu langt ljósið fer á einu ári.
Sólkerfið okkar.

Sólkerfið okkar.

Fréttir:
Messenger hrapar til Merkúríusar.
Æfði fyrir Mars á Íslandi.

 

Heimildir:
Mynd
Glósur frá upprifjunartímum.

Posted in Hlekkur 7 2015, Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 7 vika 3

Á mánudaginn (20.04. 2015) var frekar rólegur tími. Við byjuðum tíman á því að skoða blogg frá þeim sem blogguðu fyrir vikuna á undan og síðan byrjuðum við að kynna hugtakakortin okkar. Ég kynnti mitt kort í tímanum og gekk það svona ágætlega. Gekku líka allar þær kynningar sem náð var að kynna vel. Að viku liðni verður klárað að kynna hugtakakortin sem ekki náðist að kynna í þessum tíma.

Á miðvikudaginn (22.04. 2015) var ekki tími þar sem fyrir hádegi var hitt árlega Halldórsmót.

Á fimmtudaginn (23.04. 2015) var heldur ekki tími þar sem að það var sumardagurinn fyrsti. 

Árið 2004 varð mikil flóðbylgja í Tælandi á annan í jólum. Voru upptök hennar jarðskjálfti í Indlandshafi sem mældist upp á 9,1 á richter. En það er þriðji öflugasti jarðskjálfti sem hefur verið mældur frá upphafi mælinga. Sá stærsti var í Chile árið 1960 og var hann 9,5.
Var flóðbylgjan afar öflug og jarðaði hún fleiri fleiri hús við jörðu. Mikið mannfall var. 

Er þetta dæmi um þegar tvær öflugar náttúruhamfarir ,,sameinast“ og hversu öflugur kraftur vatnsins er.  

Fyrir og eftir flóðbylgjuna í Tælandi.

Fyrir og eftir flóðbylgjuna í Tælandi.

Í Nepal (2015) varð nýlega mikill jarðskjálfti sem mældist upp á 7,8 á richter. Er skaðinn mikill. Er Nepal fátækt land og þar sem skjálftinn skall og mikið dreifibýli. Hafa mörg þúsund líf farist en þó er ekki komin tala þar sem margir eru fastir í rústum. Í kjölfar jarðskjálftans varð mikið snjóflóð í Mount Everest. 

Fréttir
Óttast að 10 þúsund hafi farist.
Ætlar að verða 150 ára gamall.
Fyrsta HIV prófið á netinu.

 

Heimildir:
Mynd
Vísindavefurinn
Wikipedia
Rúv

Posted in Hlekkur 7 2015, Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 7 vika 2 (Líffræði upprifjun)

Á mánudaginn(13.04. 2015) var ekki tími þar sem árshátíðarvalið var að sýna leikritið sitt og aftur og þeir sem voru ekki í valinu voru að horfa.

Á miðvikudaginn(15.04. 2015) var tvöfaldur tími og voru flest allir að vinna að því að klára hugtakakortin sín í tímanum. Nokkrur voru þó búnir og fóru þeir þá að undirbúa heimaverkefni. Var þetta seinasti tíminn sem við fengum í hugtakakortin og verða þau kynnt næsta mánudag fyrir bekknum (20.04. 2015)

Hugtakakortið mitt

Hugtakakortið mitt

Á fimmtudaginn(16.04. 2015) var ekki tími þar sem að elsta stigið var í skíðaferð í Bláfjöllum.

Fróðleikur

 • Náttúruhamfarir eru óviðráðanlegir atburðir í náttúrinni.
 • Náttúruhamfarir geta valdið miklu tjóni í náttúrunni og í verstu tilfellum miklum mannfalli. 
 • Náttúruhamfarir geta verið af völdum bæði innri og ytri afla.
 • Menn geta stundum valdið náttúruhamförum.   

  Eldgos á Fimmvörðuhálsi

  Eldgos á Fimmvörðuhálsi

 • Dæmi um náttúruhamfarir eru:
 • Eldgos – innri öfl
 • Skógareldar -ytri öfl
 • Fellibylir -ytri öfl     
 • Hvirfilbylir – ytri öfl
 • Jarðskjálftar – innri öfl 
 • Flóðbylgjur – innri öfl

Myndband frá flóðbylgjunni í Japan 2011.

Fréttir
Hættulegasta flóðbylgja í heimi? (enska, 2004) 
Rúmlega 10 skjálftar mældust í Bárðarbungu (feb. 2015)

 

Heimildir:
Vísindavefurinn
Hugtakakort – úr einkasafni
Eldgos – mynd.

Posted in Hlekkur 7 2015, Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 7, vika 1 (Líffræði, upprifjun)

Á mánudaginn (06.04. 2015) var ekki tími þar sem það var annar í páskum.

Á miðvikudaginn (08.04. 2015) skoðuðum við nokkrar fréttir og spjölluðum um þær. Fréttirnar sem við skoðuðum voru um Facebook og steypireyð sem sást á Skjálfandaflóa. Í kjölfar fréttarinnar um steypireiðinn byrjuðum við að velta fyrir okkur og ræða um hví það sé svona góð lífskilyrði í sjónum við Ísland. En það er vegna þess að með heita flæðinu sem kemur úr Golfstraumnum  og kalda flæðinu sem kemur úr Norður Íshafni verður mikil blöndun á vatninu sem veldur því að allskyns dýr geta búið hér í sjónum. Við horfðum líka á nokkrar myndir úr Nature Is Speaking (Mother Nature, the Ocean, the Rainforest og the Flower) og gerðum við krossglímu með hugtök sem eru úr og tengjast myndinni um móðir náttúru og blómin.

Mynd af steypireyði

Mynd af steypireyði

 

 

Móðir náttúra:                                     Blómplöntur:

Mannkyn                                                    Býflugur           
skÓgar                                                        stöngulL
framtíðÐ                                                     frjÓvgun
æðriI                                                            ilMur
áhrifR                                                          uPpistaða
ofNýta                                                         æxLun
nÁttúruperlur                                            vÖxtur
Tegund                                                       Næring
plönTur                                                       vaTn
gróðurhÚsaáhrif                                     sUmar
auðlindirR                                                  kRóna
hAmfarir       

Á fimmtudaginn (09.04. 2015) héldum við síðan áfram að vinna með hugtakakortin okkar.                    

Fréttir
Hvalirnir ferðast þvert yfir Kyrrahafið.
Breyta ljósbletti í reikistjörnu.
Nálægt því að finna líf utan jarðar.     

Heimildir:
Mynd 

Posted in Hlekkur 7 2015, Náttúrufræði | Leave a comment

Ísland vika 5

Á mánudaginn (16.03. 2015) var ég ekki í tíma þar sem ég var á Selfossi að taka stigspróf. En ég kíkti inná náttúrufræði síðuna og sá þar að þau höfðu verið að ræða um Ísland og umhverfi þess. Og þar sem að það verður sólmyrkvi á föstudaginn (20.03. 2015) var líka rætt um hann og hvernig og af hverju hann gerist.

Á miðvikudaginn (18.03. 2015) byrjuðum við á því að rifja upp hvers vegna sólmyrkvinn gerist. Síðan skiptum við okkur í hópa, og ég var með Silju og Þórdísi. Við funum okkur hugtak sem að við síðar gerum hugtakakort um (einstaklings). Hugtakið sem að við völdum okkur er náttúruhamfarir. Við fundum okkur nokkrar greinar, skrifuðum stærstu hugtökin á miða og ræddum saman um hvernig við gætum tengt þau saman.

Á fimmtudaginn(19.3. 2015) var ekki tími þar sem það var starfsmessa á Selfossi og síðar Skólahreysti í Keflavík. 

 

Sólmyrkvinn 2015 frá Færeyjum

Sólmyrkvinn 2015 frá Færeyjum

Fréttir
Ellefu ár í almyrkva á Íslandi.

Enn hætta fyrir hendi.
Áhrif myrkvans ekki mikil á sólarorku.

Heimildir

 

Posted in Hlekkur 6 2015, Náttúrufræði | Leave a comment

Ísland vika 4

Á mánudaginn(09.03. 2015) var fyrirlestra tími í Nearpod. Fyrirlesturinn var að þessu sinni um eðlisfræði.

Á miðvikudaginn(11.03. 2015) byrjuðum við á því að fara yfir kosningarnar frá vikunni áður. Þórdís, Óskar og Viktor sigruðu þær. Þau voru með flest like á mynd og flestu like-in yfir höfuð.
Og svo tók alvaran við. Við fórum að undirbúa okkur aðeins fyrir PISA próf og unnum tvö og tvö saman í Skilningsbókinni, og auðvitað í náttúrufræði. Ég og Óskar unnum saman þó nokkur verkefni og gekk það svona ágætlega.

Á fimmtudaginn(12.03. 2015) vorum við að fara yfir svörin úr verkefnunum sem við unnum úr Skilingsbókinni. Komumst við þá að því að okkur gekk betur en við héldum, því að við vorum með flest allt, ef ekki allt rétt. Í lok tímans skoðuðum við líka nokkrar fréttir.

 Fróðleikur

  • Orku jarðar má rekja aftur til sólarinnarr.
  • Orka eyðist aldrei, hún breytir aðeins um form.
  • Ef öll orka frá sólu á einni mínútu væri nýtt væri nóg orka fyrir jörðina í eitt ár.
  • Ef að allir notuðu orku eins og Íslendingar þyrfti 6 jarðir til að anna þeim. 

   Hvernig vatnsaflvirkjun virkar.

   Hvernig vatnsaflvirkjun virkar.

  • Ísland nýtir mikið vatnsafl.
  • Í vatnsaflsvirkjunum ákvarðar vatnsmagn og fallhæð magn orkunar.
 • Endurnýtanleg eða ,,vond“ orka?
  • Endurnýtanleg:
  • Sól
  • Vindur
  • Sjávarföll
  • Vatn
  • (viður,lífdísel, jarðhiti)           
  • ,,Vond orka“
  • Jarðefnaeldsneyti
   -Kol
   -Olía
   -Jarðgos
   -Kjarnorka

Fréttir
Hafísinn í sögulegu lágmarki.
Sendu raforku þráðlaust.

 

Heimildir:
Glærur frá kennara
Glósur
Mynd

Posted in Hlekkur 6 2015, Náttúrufræði | Leave a comment

Ísland vika 3

Á mánudaginn (02.03. 2015) var fyrirlestra tími sem fór fram í Nearpod. Kynningin var  um líffríki Íslands. Í lok tímans fórum við í Kahoot og var það um Ísland yfir höfuð.

Á miðvikudaginn (04.03. 2015) var Gyða ekki og við fengum tíma til að læra í öðrum fögum.

Á fimmtudaginn(05.03. 2015) þá var hópavinnuverkefni. Ég var með Svövu, Anítu og Sigurlaugu í hóp. Við fórum út og áttum að túlka 4 hugtök úr hlekknum. Síðan voru myndirnar settar inná lokaðan Facebook hóp og var keppni hvaða mynd fengi flestu like-in.

Fróðleikur

Hringrás vatns

Hringrás vatns

 

Fréttir
Loftslag eitt en veður annað.
Ekkert ,,hlé“ á hlýnun.
Myndir frá Eldgosi í Chile.

Heimildir:
Glærur frá kennara

Glósur
Mynd

 

 

 

Posted in Hlekkur 6 2015, Náttúrufræði | Leave a comment

Ísland vika 2

Á mánudaginn (23.02. 2015) kláruðum við umræðurnar, það var þó bara ein spurning eftir og þegar það var búið að ræða nóg um hana fórum við í annars konar umræður. Gyða var með nokkrar settningar sem að við áttum að flokka í annaðhvort skynsemi eða bull, en við bjuggum þó til okkar þriðja flokk sem var svona mitt á milli. Voru þessar spurningar mis gáfulegar og sköpuðust þar að leiðandi mis miklar umræður í kringum þær.

Á miðvikudaginn(25.02. 2015) í fyrsta tímanum fengum við nýjan glærupakka og var hann um jarðfræði Hrunamannahrepps. Við vorum að ræða um mismunandi bergtegundir og fengum að skoða steina sem að Gyða átti. Við töluðum líka um Kerlingafjöll og Miðfell. Miðfell er mjög merkilegt fjall þar sem það er út móbergi.

Í seinni tímanum vorum við að æfa okkur að gera hugtakakort, og var það að þessu sinni um okkur sjálf.

Á fimmtudaginn(26.02. 2015) átti að vera fyrirlestra tími en þá fór tölvukerfið eitthvað að stríða okkur. Í stað þess að ergja okkur eitthvað lengur á því ákváðum við að skoða blogg og fréttir.

Fróðleikur 

Blágrýti

Blágrýti

Blágrýti er algengasta gosberg jarðarinnar. Það er dulkornótt basalt og er það smákornótt svo kristallar sjást með berum augum. Það er grátt á litinn með bláan blæ.

Líparít

Líparít

Líparít er súrt gosberg sem þýðir að það það hefur myndast í eldgosi og storknað tiltölulega hratt og ,,súrt“ vegna háts hlutfalls kísils. Það er ljósgrátt, gulleit eða bleikt á litinn, þessi mikla litadýrð stafar af jarðhitaummyndun.

,,Ef að líparít storknar hægt í iðrum jarðar myndast grófkristallað granít, í grunnum innskotum fínkristallað granófýr, Við snögga kælingu í vatni myndast ekki kristallar og þá storknar bergkvikan eins og gler og myndar hrafntinnu.“
Wikipedia     

Hrafntinna

Hrafntinna

 

Fréttir
Curiosity étur sand í þágu vísindanna.
Hvaða bergtegund er steinn Íslands?
Enginn trúir því að þær séu systur – hvað þá tvíburar!

 

 

Heimildir:
Blágrýti, Vísindavefurinn.
Blágrýti, Wikipedia.
Blágrýti, mynd.
Líparít, Vísindavefurinn.
Líparít, Wikipedia.
Líparít, mynd.
Hrafntinna, mynd.

Posted in Hlekkur 6 2015, Náttúrufræði | Leave a comment

Ísland vika 1

Á mánudaginn (16.02 2015) skiluðum við heimaprófunum og byrjuðum á nýjum hlekk sem heitir Ísland. Fyrst fór Gyða yfir aðal atriðin í hlekknum og hvaða bækur við skyldum nota. Síðan fórum við að svara nokkrum spurningum sem hægt er að sjá hér, þarna er líka hægt að sjá aðalatriðin í hlekknum. Síðan vorum við sett tvö og tvö saman og áttum að undirbúa fyrir fimmtudag tvær af þessum spurningum fyrir umræðutíma.

Á miðvikudaginn (18.02. 2015) missti ég af tímanum en ég talaði við krakkana í bekknum og spurði þau hvað hafði verið að gerast.
Fyrst voru strákarnir í legó valinu með kynningu á valinu sjálfu. Eftir það var horft á stutta fræðslumynd um Kötlu. Síðan var fengið heimaprófin tilbaka og komu flest allir vel út úr því.
Svo fóru þau inná Jarðfræðivefinn og skoðuðu þau þar. Að lokum var farið að undirbúa spurningu sem hóparnir fengu síðast liðinn mánudag fyrir umræðutíman næsta dag.

Á fimmtudaginn (19.02. 2015) var umræðu tími með spurningarnar sem að hóparnir voru búnir að undirbúa og gekk það bara vel. Voru margir með mismunandi skoðarnir en gekk umræðan þó vel og allir komust að.

Hvernig mótar maður landið?
Spurninginn sem að ég og Hrafndís vorum með.

Mannfólkið er ábyggilega helsti mótunaraðili landsins. Menn mótalandið með því að til dæmis byggja vegi, hús, höggva og/eða planta trjám og friða dýr og lönd. Auðvitað eru fleiri atriði en þetta eru þau helstu sem að mér dettur í hug. Veðrið getur líka mótað landið, til dæmis ef að það rignir mikið getur orðið flóð sem getur eytt bökkum áinnar.
Landið mótast á degi hverjum. Maðurinn mótar landið með því að vera til. *

Fréttir
Íslendingur kortlagði Evrópu.  

Ísland örlítið minna en talið var. 

 

 

*Þar sem ég var ekki í tímanum sá Hrafndís um allan undurbúning fyrir tíman. Ég var þó mikið sammála henni með hlutina sem hún sagði en bætti við fleiru sem að mér fannst móta landið.

Posted in Hlekkur 6 2015, Náttúrufræði | Leave a comment

Eðlisfræði vika 3

Á mánudaginn (09.02 2015) byrjuð við á því að spjalla stutt um ljós þar sem í ár er alþjóðlegt ár ljóssins. Síðan var okkur skipt í fjögurra manna hópa og við ræddum um þó nokkur hugtök og tengdum saman. Síðan eftir einhvern tíma ræddu allir hóparnir saman um það sem þau skrifuðu niður. Hugtökin sem við ræddum voru:

Gekk umræðan vel.

Á miðvikudaginn (11.02 2015) byrjuðum við á stuttum fyrirlestri um segulmagn. Þegar fyrirlesturinn var búin vorum við sett tvö og tvö saman og áttum við að velja okkur eitthvert hugtak og gera plakat um það, voru ég og Anton saman í hóp og gerðum við plakat um segulmagn.

Á fimmtudaginn (12.02 2015) héldum við áfram með plakötin og síðan voru þau öll kynnt í lok tímans. Við fengum líka heimapróf sem við skilum svo næsta mánudag.

Fróðleikur:

 • Segulmagn var uppgvötað um 500 fyrir krist í Magnesíu
 • Þar fundu þeir bergtegund (magnetít) sem dró til sín hluti úr járni → leiðarsteinn
 • Segulmagn orsakast af aðdráttar- og fráhrindikröftum sem rekja má til þess hvernig rafeindir hreyfast í efni.
 • Segulmagn er þegar rafeindir snúast um sig sjálfar → seglar.
 • Parðar rafeindir eyða áhrifum þess.
 • Sumir málmar hafa óparaðar rafeindir og geta fengið eða hafa segulmagn.
 • Segulmagn ræðst af röðun innan efnis.      

  Segulmagn er notað í ýmsa hluti eins og t.d áttavita.

  Segulmagn er notað í ýmsa hluti eins og t.d áttavita.

 • Segulkraftur hegðar sér eins og rafkraftar.
 • Krafturinn er sterkastur næst endunum → segulskaut (norður- og/eða suðurskaut)
 • Ósamstæð skaut dragast að en samstæð hrinda frá.
 • Segull hefur um sig segulsvið.
 • Segulsvið er sterkast næst seglinum og minnkar hann þegar fjær dregur.

 

Fréttir
Apple að vinna að rafbíl.
Örninn lendir í snjallsíma.
Vilja senda geimverum skilaboð.

 

 

Heimildir:
Glærur frá kennara.
Mynd

Posted in Hlekkur 5 2015, Náttúrufræði | Leave a comment