Eðlisfræði vika 3

Á mánudaginn (09.02 2015) byrjuð við á því að spjalla stutt um ljós þar sem í ár er alþjóðlegt ár ljóssins. Síðan var okkur skipt í fjögurra manna hópa og við ræddum um þó nokkur hugtök og tengdum saman. Síðan eftir einhvern tíma ræddu allir hóparnir saman um það sem þau skrifuðu niður. Hugtökin sem við ræddum voru:

Gekk umræðan vel.

Á miðvikudaginn (11.02 2015) byrjuðum við á stuttum fyrirlestri um segulmagn. Þegar fyrirlesturinn var búin vorum við sett tvö og tvö saman og áttum við að velja okkur eitthvert hugtak og gera plakat um það, voru ég og Anton saman í hóp og gerðum við plakat um segulmagn.

Á fimmtudaginn (12.02 2015) héldum við áfram með plakötin og síðan voru þau öll kynnt í lok tímans. Við fengum líka heimapróf sem við skilum svo næsta mánudag.

Fróðleikur:

 • Segulmagn var uppgvötað um 500 fyrir krist í Magnesíu
 • Þar fundu þeir bergtegund (magnetít) sem dró til sín hluti úr járni → leiðarsteinn
 • Segulmagn orsakast af aðdráttar- og fráhrindikröftum sem rekja má til þess hvernig rafeindir hreyfast í efni.
 • Segulmagn er þegar rafeindir snúast um sig sjálfar → seglar.
 • Parðar rafeindir eyða áhrifum þess.
 • Sumir málmar hafa óparaðar rafeindir og geta fengið eða hafa segulmagn.
 • Segulmagn ræðst af röðun innan efnis.      

  Segulmagn er notað í ýmsa hluti eins og t.d áttavita.

  Segulmagn er notað í ýmsa hluti eins og t.d áttavita.

 • Segulkraftur hegðar sér eins og rafkraftar.
 • Krafturinn er sterkastur næst endunum → segulskaut (norður- og/eða suðurskaut)
 • Ósamstæð skaut dragast að en samstæð hrinda frá.
 • Segull hefur um sig segulsvið.
 • Segulsvið er sterkast næst seglinum og minnkar hann þegar fjær dregur.

 

Fréttir
Apple að vinna að rafbíl.
Örninn lendir í snjallsíma.
Vilja senda geimverum skilaboð.

 

 

Heimildir:
Glærur frá kennara.
Mynd

This entry was posted in Hlekkur 5 2015, Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *