Ísland vika 1

Á mánudaginn (16.02 2015) skiluðum við heimaprófunum og byrjuðum á nýjum hlekk sem heitir Ísland. Fyrst fór Gyða yfir aðal atriðin í hlekknum og hvaða bækur við skyldum nota. Síðan fórum við að svara nokkrum spurningum sem hægt er að sjá hér, þarna er líka hægt að sjá aðalatriðin í hlekknum. Síðan vorum við sett tvö og tvö saman og áttum að undirbúa fyrir fimmtudag tvær af þessum spurningum fyrir umræðutíma.

Á miðvikudaginn (18.02. 2015) missti ég af tímanum en ég talaði við krakkana í bekknum og spurði þau hvað hafði verið að gerast.
Fyrst voru strákarnir í legó valinu með kynningu á valinu sjálfu. Eftir það var horft á stutta fræðslumynd um Kötlu. Síðan var fengið heimaprófin tilbaka og komu flest allir vel út úr því.
Svo fóru þau inná Jarðfræðivefinn og skoðuðu þau þar. Að lokum var farið að undirbúa spurningu sem hóparnir fengu síðast liðinn mánudag fyrir umræðutíman næsta dag.

Á fimmtudaginn (19.02. 2015) var umræðu tími með spurningarnar sem að hóparnir voru búnir að undirbúa og gekk það bara vel. Voru margir með mismunandi skoðarnir en gekk umræðan þó vel og allir komust að.

Hvernig mótar maður landið?
Spurninginn sem að ég og Hrafndís vorum með.

Mannfólkið er ábyggilega helsti mótunaraðili landsins. Menn mótalandið með því að til dæmis byggja vegi, hús, höggva og/eða planta trjám og friða dýr og lönd. Auðvitað eru fleiri atriði en þetta eru þau helstu sem að mér dettur í hug. Veðrið getur líka mótað landið, til dæmis ef að það rignir mikið getur orðið flóð sem getur eytt bökkum áinnar.
Landið mótast á degi hverjum. Maðurinn mótar landið með því að vera til. *

Fréttir
Íslendingur kortlagði Evrópu.  

Ísland örlítið minna en talið var. 

 

 

*Þar sem ég var ekki í tímanum sá Hrafndís um allan undurbúning fyrir tíman. Ég var þó mikið sammála henni með hlutina sem hún sagði en bætti við fleiru sem að mér fannst móta landið.

This entry was posted in Hlekkur 6 2015, Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *