Ísland vika 2

Á mánudaginn (23.02. 2015) kláruðum við umræðurnar, það var þó bara ein spurning eftir og þegar það var búið að ræða nóg um hana fórum við í annars konar umræður. Gyða var með nokkrar settningar sem að við áttum að flokka í annaðhvort skynsemi eða bull, en við bjuggum þó til okkar þriðja flokk sem var svona mitt á milli. Voru þessar spurningar mis gáfulegar og sköpuðust þar að leiðandi mis miklar umræður í kringum þær.

Á miðvikudaginn(25.02. 2015) í fyrsta tímanum fengum við nýjan glærupakka og var hann um jarðfræði Hrunamannahrepps. Við vorum að ræða um mismunandi bergtegundir og fengum að skoða steina sem að Gyða átti. Við töluðum líka um Kerlingafjöll og Miðfell. Miðfell er mjög merkilegt fjall þar sem það er út móbergi.

Í seinni tímanum vorum við að æfa okkur að gera hugtakakort, og var það að þessu sinni um okkur sjálf.

Á fimmtudaginn(26.02. 2015) átti að vera fyrirlestra tími en þá fór tölvukerfið eitthvað að stríða okkur. Í stað þess að ergja okkur eitthvað lengur á því ákváðum við að skoða blogg og fréttir.

Fróðleikur 

Blágrýti

Blágrýti

Blágrýti er algengasta gosberg jarðarinnar. Það er dulkornótt basalt og er það smákornótt svo kristallar sjást með berum augum. Það er grátt á litinn með bláan blæ.

Líparít

Líparít

Líparít er súrt gosberg sem þýðir að það það hefur myndast í eldgosi og storknað tiltölulega hratt og ,,súrt“ vegna háts hlutfalls kísils. Það er ljósgrátt, gulleit eða bleikt á litinn, þessi mikla litadýrð stafar af jarðhitaummyndun.

,,Ef að líparít storknar hægt í iðrum jarðar myndast grófkristallað granít, í grunnum innskotum fínkristallað granófýr, Við snögga kælingu í vatni myndast ekki kristallar og þá storknar bergkvikan eins og gler og myndar hrafntinnu.“
Wikipedia     

Hrafntinna

Hrafntinna

 

Fréttir
Curiosity étur sand í þágu vísindanna.
Hvaða bergtegund er steinn Íslands?
Enginn trúir því að þær séu systur – hvað þá tvíburar!

 

 

Heimildir:
Blágrýti, Vísindavefurinn.
Blágrýti, Wikipedia.
Blágrýti, mynd.
Líparít, Vísindavefurinn.
Líparít, Wikipedia.
Líparít, mynd.
Hrafntinna, mynd.

This entry was posted in Hlekkur 6 2015, Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *