Ísland vika 4

Á mánudaginn(09.03. 2015) var fyrirlestra tími í Nearpod. Fyrirlesturinn var að þessu sinni um eðlisfræði.

Á miðvikudaginn(11.03. 2015) byrjuðum við á því að fara yfir kosningarnar frá vikunni áður. Þórdís, Óskar og Viktor sigruðu þær. Þau voru með flest like á mynd og flestu like-in yfir höfuð.
Og svo tók alvaran við. Við fórum að undirbúa okkur aðeins fyrir PISA próf og unnum tvö og tvö saman í Skilningsbókinni, og auðvitað í náttúrufræði. Ég og Óskar unnum saman þó nokkur verkefni og gekk það svona ágætlega.

Á fimmtudaginn(12.03. 2015) vorum við að fara yfir svörin úr verkefnunum sem við unnum úr Skilingsbókinni. Komumst við þá að því að okkur gekk betur en við héldum, því að við vorum með flest allt, ef ekki allt rétt. Í lok tímans skoðuðum við líka nokkrar fréttir.

 Fróðleikur

  • Orku jarðar má rekja aftur til sólarinnarr.
  • Orka eyðist aldrei, hún breytir aðeins um form.
  • Ef öll orka frá sólu á einni mínútu væri nýtt væri nóg orka fyrir jörðina í eitt ár.
  • Ef að allir notuðu orku eins og Íslendingar þyrfti 6 jarðir til að anna þeim. 

   Hvernig vatnsaflvirkjun virkar.

   Hvernig vatnsaflvirkjun virkar.

  • Ísland nýtir mikið vatnsafl.
  • Í vatnsaflsvirkjunum ákvarðar vatnsmagn og fallhæð magn orkunar.
 • Endurnýtanleg eða ,,vond“ orka?
  • Endurnýtanleg:
  • Sól
  • Vindur
  • Sjávarföll
  • Vatn
  • (viður,lífdísel, jarðhiti)           
  • ,,Vond orka“
  • Jarðefnaeldsneyti
   -Kol
   -Olía
   -Jarðgos
   -Kjarnorka

Fréttir
Hafísinn í sögulegu lágmarki.
Sendu raforku þráðlaust.

 

Heimildir:
Glærur frá kennara
Glósur
Mynd

This entry was posted in Hlekkur 6 2015, Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *