Ísland vika 5

Á mánudaginn (16.03. 2015) var ég ekki í tíma þar sem ég var á Selfossi að taka stigspróf. En ég kíkti inná náttúrufræði síðuna og sá þar að þau höfðu verið að ræða um Ísland og umhverfi þess. Og þar sem að það verður sólmyrkvi á föstudaginn (20.03. 2015) var líka rætt um hann og hvernig og af hverju hann gerist.

Á miðvikudaginn (18.03. 2015) byrjuðum við á því að rifja upp hvers vegna sólmyrkvinn gerist. Síðan skiptum við okkur í hópa, og ég var með Silju og Þórdísi. Við funum okkur hugtak sem að við síðar gerum hugtakakort um (einstaklings). Hugtakið sem að við völdum okkur er náttúruhamfarir. Við fundum okkur nokkrar greinar, skrifuðum stærstu hugtökin á miða og ræddum saman um hvernig við gætum tengt þau saman.

Á fimmtudaginn(19.3. 2015) var ekki tími þar sem það var starfsmessa á Selfossi og síðar Skólahreysti í Keflavík. 

 

Sólmyrkvinn 2015 frá Færeyjum

Sólmyrkvinn 2015 frá Færeyjum

Fréttir
Ellefu ár í almyrkva á Íslandi.

Enn hætta fyrir hendi.
Áhrif myrkvans ekki mikil á sólarorku.

Heimildir

 

This entry was posted in Hlekkur 6 2015, Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *