Hlekkur 7 vika 3

Á mánudaginn (20.04. 2015) var frekar rólegur tími. Við byjuðum tíman á því að skoða blogg frá þeim sem blogguðu fyrir vikuna á undan og síðan byrjuðum við að kynna hugtakakortin okkar. Ég kynnti mitt kort í tímanum og gekk það svona ágætlega. Gekku líka allar þær kynningar sem náð var að kynna vel. Að viku liðni verður klárað að kynna hugtakakortin sem ekki náðist að kynna í þessum tíma.

Á miðvikudaginn (22.04. 2015) var ekki tími þar sem fyrir hádegi var hitt árlega Halldórsmót.

Á fimmtudaginn (23.04. 2015) var heldur ekki tími þar sem að það var sumardagurinn fyrsti. 

Árið 2004 varð mikil flóðbylgja í Tælandi á annan í jólum. Voru upptök hennar jarðskjálfti í Indlandshafi sem mældist upp á 9,1 á richter. En það er þriðji öflugasti jarðskjálfti sem hefur verið mældur frá upphafi mælinga. Sá stærsti var í Chile árið 1960 og var hann 9,5.
Var flóðbylgjan afar öflug og jarðaði hún fleiri fleiri hús við jörðu. Mikið mannfall var. 

Er þetta dæmi um þegar tvær öflugar náttúruhamfarir ,,sameinast“ og hversu öflugur kraftur vatnsins er.  

Fyrir og eftir flóðbylgjuna í Tælandi.

Fyrir og eftir flóðbylgjuna í Tælandi.

Í Nepal (2015) varð nýlega mikill jarðskjálfti sem mældist upp á 7,8 á richter. Er skaðinn mikill. Er Nepal fátækt land og þar sem skjálftinn skall og mikið dreifibýli. Hafa mörg þúsund líf farist en þó er ekki komin tala þar sem margir eru fastir í rústum. Í kjölfar jarðskjálftans varð mikið snjóflóð í Mount Everest. 

Fréttir
Óttast að 10 þúsund hafi farist.
Ætlar að verða 150 ára gamall.
Fyrsta HIV prófið á netinu.

 

Heimildir:
Mynd
Vísindavefurinn
Wikipedia
Rúv

This entry was posted in Hlekkur 7 2015, Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *