Hlekkur 7 vika 4 (Líffræði upprifjun), loka blogg.

Á mánudaginn (27.04. 2015) var verið að klára að kynna hugtakakortin sem voru eftir. Gekk það vel.

Á miðvikudaginn (29.04. 2015) var tvöfaldur, massa tími. Við byrjuðum í upprifjun fyrir lokapróf. Í þessum tímum var það efnafræði. Var þetta mjög góður og hjálplegur tími. Eftir að öll upprifjun úr efnafræðinni var búin skoðuðum við blogg þar til tíminn var búinn.

Á fimmtudaginn (30.04. 2015) var annar upprifjunar tími og var það að þessu sinni jarðeðlisfræði. 

Fróðleikur

 • Efnafræði
 • Ölll efni í lotukerfinu eru frumefni.
 • Frumefni er ekki hægt að búa til eða skipta niður í smærri einingar.
 • Hægt er að búa til efnasamband úr frumefnum.
 • Dæmi um efnasamband er H2O (vatn), frumefnin eru H (vetni) og O (súrefni).
 • Efnablanda er hinsvegar kranavatn, ekki er vitað nákvæmlega hvaða fleiri efni geta verið í vatninu.
 • Ljóstillífun er dæmi um efnahvarf.
 • Hvarefnin í ljóstillífun eru CO2 + H2O  en myndefnin eru C6 H12 O6 + O2. C6 H12 O6 + O2 myndast með orku frá sólinni. 
 • Frumeind er gerð úr: róteindum, nifteindum  og rafeindum.
 • Róteindir: hefur + hleðslu, massa 1 og gefur til kynna sætistölu.
 • Nifteind: hefur 0 hleðslu, massa 1. Niteindir og rafeindir gefa saman til kynna massatölu.
 • Rafeind: hefur – hleðslu. Eru alltaf jafn margar og sætistalan ef efnið er óhlaðið.
 • Jarðeðlisfræði
 • Reikistjarna=pláneta. Pláneturnar í okkar sólkerfi eru 8.
 • Innri pláneturnar  4: Merkúr, Venus, Jörðin og Mars
 • Ytri pláneturnar 4: Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus
 • Stjörnur eru gashnettir sem búa í rauninni til kjarnorku. Sólin er dæmi um stjörnu.
 • Sólin okkar er lítil og nett og lifir lengur en aðrar stærri sólir.
 • Sólin er í miðju sólkerfis okkar. Flest sólkerfi hafa fleiri en eina sólir.
 • Miklihvellur er kenning um heiminn. Fyrir um 13. milljón árum byrjaði heimurinn að þenjast út og á hann að halda áfram að þengjast út þar til sólinn gleypir innri pláneturnar.
 • Halastjarna er ísklumpur á ferð. Halinn er úr ís og bergi.
 • Halastjörnur eru á óreglugu feril í kringum sólina og lýsa þegar þær koma nær henni. Halinn er alltaf frá sólinni.
 • Ljósár er ekki tími, heldur vegalengd. Hann mælir hversu langt ljósið fer á einu ári.
Sólkerfið okkar.

Sólkerfið okkar.

Fréttir:
Messenger hrapar til Merkúríusar.
Æfði fyrir Mars á Íslandi.

 

Heimildir:
Mynd
Glósur frá upprifjunartímum.

This entry was posted in Hlekkur 7 2015, Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *