Eðlisfræði vika 2

Á mánudaginn (02.02 2015) horfðum við á stutta fræðslumynd um rafmagn. Síðan tókum við stutt sjálfspróf úr Eðlisfræði bókinni.

Á miðvikudaginn (04.02 2015) horfðum við á tvær stuttar fræðslumyndir  og vorum að fikta með rafmagn og reyna að búa til straumrásir. Gekk það svona upp og niður.

Mynd frá verkefni miðvikudagsins

Mynd frá verkefni miðvikudagsins

image (2)

 

Á fimmtudaginn (05.02 2015) var stutt könnun sem gekk svona ágætlega og síðan skoðuðum við blogg.

Fróðleikur

 • Í rafhlöðum er efnaorku úr efnahvörfum breytt í rafokru
 • Hún hefur já og nei skaut, spennan milli skautanna ýtir rafeindunum af stað.
 • Við tengingu við vír flytjast rafeindir frá nei skautinu um vírinn í já skautið.
 • Rafhlaðan endist þar til að efnahvörf geta ekki lengur átt sér stað.
 • Rafgeymar mynda meiri spennu en rafhlöður og eru bæði skaut hans úr blýi sem eru böðuð úr brennisteinssýru.
 • Rafgeyma er hægt að endurhlaða.
 • Rafeindir í vír hreyfast í sífellu í eina stefnu en geta þó breytt um stefnu.
 • Jafnstraumur (táknað AC) er þegar rafeindir hreyfast alltaf í sömu stefni eins og í rafhlöðum og rafgeymum t.d.
 • Riðstraumur (táknað DC) er þegar stefna rafeinda breytist reglulega eins og t.d. ragmagn á heimilum.
 • Á Íslandi breytist stefnan 50 sinnum á sekúndu.
 • Straumrás er farvegur sem rafeindir streyma eftir og þarf hún að vera lokuð hringrás.
 • Ef hún er opin ber hún ekki rafmagn.
 • Rofar opna eða loka straumrásum.
 • Straumrásir hafa tvær tegundir af tenginum:
 • Raðtenging, rafeindir komast aðeins eina leið, ef einn hlekkur rofnar opnast öll straumrásin.
 • Hliðtenging, rafeindir hafa nokkrar mögulegar leiðir, þó að einn hlekkur rofni haldast aðrar straumrásir lokaðar.

Heimaverkefni:
Í þessari viku áttum við að gera lítið heimaverkefni sem kemur hér fyrir neðan.

image

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Inni í rauðahringnum er lekaliðinn. Hinir rofarnir eru allir öryggi. Lekalið er takki sem þú getur ýtt á til að slökkva á öllu rafmagningu í húsinu.

Fréttir
Vélarnar færa sig upp á skaftið 

Ryksugaði hár eiganda síns.

Heimildir:
Glærur frá kennara.
Efnafræði.

Posted in Hlekkur 5 2015, Náttúrufræði | Leave a comment

Eðlisfræði vika 1

Á mánudaginn (26.01 2015) byrjuðum við í nýjum hlekk, eðlisfræði. Við fengum nýtt hugtakakort og glærupakka um orku. Svo byrjaði fyrirlesturinn og fór hann fram í Nearpod og voru þar spurningar sem gekk bara vel að svara.

Á miðvikudaginn (28.01 2015) hélt fyrirlesturinn áfram og við fórum í PhET forrit um lögmál Ohms, um viðnám og svona til gamans John Travoltage.

Á fimmtudaginn (29.01 2015) var frekar rólegur tími, við horfðum á trailerinn af nýju Svamp Sveinsson myndinni, tókum gamalt PISA próf og gerðum síðan skutlu úr blöðunum þegar við vorum búin.

Fróðleikur

 • Allt er efni er búið til úr frumeindum/atómum.
 • Frumeindin er minnsta eind frumefnis og býr hún yfir öllum eiginleikum viðkomandi frumefnis.
 • Frumeind skiptist í:
 • Róteind er í kjarnanum og hefur jákvæða hleðslu.
 • Nifteind er í kjarna og er óhlaðin.
 • Rafeind er á rafeindahvolfi og hefur neikvæða hleðslu.
 • Þegar rafhlaðnar eindir nálgast hver aðra verka þær með krafti hver á aðra.
 • Kraftur sem dregur saman kallast aðdráttarkraftur og verkar hann milli einda sem hafa gangstæða hleðslu (+ og -).
 • Kraftur sem ýtir í sundur kallast fráhrindikraftur og verkar hann milli einda með samskonar hleðslu (+ og + eða – og -).
 • Rafmagn er orka sem byggist á rafeindum sem hafa flust úr stað.
 • Rafmagn hefur alltaf verið til og er í öllum hlutum.
 • Stöðurafmagn myndast þegar rafhleðsla safnast fyrir í hlut og af rafmagnast hann ekki nema til komi utanaðkomandi áhrif.
 • Eldingar verða til vegna stöðurafmagns. Þegar rafeindir fara frá skýi til skýs eða frá niður í jöðru verður elding → afhleðsla.
 • Stormur → mikil hreyfing → ský hlaðast → jörðin verður rafhlaðin vegna rafhrifa.
 • Hlutir geta hlaðast við þrjá hluti:
 • Núningur, einum hlut er núið við annan. Við núninginn flytjast rafeindir á milli þeirra. Annar verður að vera neikvætt hlaðinn og hinn jákvætt.
 • Leiðing, tveir hlutir snertast of rafeindir flæða í gegnum einn hlut til annars.
 • Rafhrif, óhlaðinn hlutur kemst í snertingu við hlaðinn hlut, rafeindir óhlaðna hlutarins endurraðast og hann dregst að þeim hlaðna.
 • Til að koma rafeindum af stað þarf orku og er sú orka kölluð rafspenna.
 • Því meiri spenna → því meiri orku fær hver rafeind frá sér → því meiri orku gefur rafeind frá sér → því meiri vinna er framkvæmd.
 • Rafspenna er mæld í voltum sem er táknað V.
 • Rafstraumur er streymi rafeinda eftir vír, fjöldi rafeinda sem fer um ákveðinn stað á vírnum á ákveðnum tíma.
 • Því fleiri rafeindir → því hærri straumur.                                                                                                                    image (1)
 • Rafstraumur er mædur í amperum (A) og er táknað I.
 • Viðnám er mótstaða efnis gegn streymi rafmagns, efni hafa þó mismikið viðnám.
 • Hlutir sem hleypa í gegnum sig rafmagni hitna/lýsa vegna viðnáms
 • Viðnám er mælt í ohm (Ω) og er táknað R.
 • Lögmál Ohms: I=V/R eða rafstraumur=rafspenna÷ með viðnámi.

 Hvað er volt, óm og amper? (myndband)

Fréttir

Óráðlegt að búa til norðurljós
Kjarnapasta í flækju nifteindastjarna

 

Heimildir:                                                                                                                                                                                                                        
Glærur frá kennara
Orka (mynd)

Posted in Hlekkur 5 2015, Náttúrufræði | Leave a comment

Vísindavaka 2015

Fyrsti hlekkurinn eftir jólafrí var Vísindavaka.
Vika 1: 
Á mánudaginn (05.01 2015) var verið að skoða tilraunir til að framkvæma.
Á miðvikudaginn (07.01 2015) og fimmtudaginn (08.01 2015)  var ég veik, en krakkarnir voru að klára að finna tilraunir og/eða byrja að framkvæma og taka upp.

Vika 2:
Á mánudaginn (12.01 2015) pöruðum við Óskar okkur saman þar sem hann var ekki í neinum hóp heldur og fundum okkur tilraun sem við ákváðum að framkvæma.
Á miðvikudaginn (14.01 2015) vorum við báða tímana að klippa saman myndbandið, en að venju voru einhver tækni vandamál. Náðum við ekki að klára að klippa myndbandið fyrr en daginn eftir.
Á fimmtudaginn (15.01 2015) var verið að sýna myndbönd hinna í bekknum og skoðað myndbönd frá öðrum bekkjum.

Hér er myndbandið frá mér og Óskari. (Heimildir eru í ,,description boxinu“)

 

 

 

Posted in Náttúrufræði, Vísindavaka 2015 | Leave a comment

Efnafræði vika 4

Á mánudaginn (08.12 2014) fengu þeir sem fóru í endurtekt prófin sín til baka. Síðan var stutta kynning um þurrís þar sem tímarnir á miðvikudaginn færu báðir í alls kyns þurrís tilraunir.

Á miðvikudaginn (10.12 2014) byrjaði Gyða að kynna fyrir okkur hvaða tilraunir væru í gangi og hvernig ætti að framkvæma þær. Hægt er að sjá allar tilraunirnar hér. Síðan var bara að byrja. Ég og Hrafndís ákváðum að vinna saman og hér koma ,,blogg skýrslur“ um þær stöðvar sem við fórum á.

Þurrís tilraunir:

Fróðleikur:

 • Þurrís er koldíoxíð (CO2) í föstu formi. Hitastig þurrís er -79°C.
 • Koldvíoxíð er aldrei í vökvaformi, aðeins gas og föstu formi. CO2 (s) → CO2 (g).
 • Kallast þetta þurrgufun, því að efnið er alltaf þurft. Það verður aldrei í vökva formi.
 • Þurrís þurgufar til dæmis þegar hann er settur í vatn.
 • Þurrís breytist í gas við -78,5°C
 • Þurrís finnst ekki úti í náttúrunni á jörðinni, heldur er hann búin til af mönnum. Á öðrum plánetum þar sem hitastig er annað finnst þurrís í náttúrunni.
 • Þurrís er náttúrulegt kæliefni.
 • Ekki er æskilegt að snerta þurrís þar sem hægt er að fá kul.

Stöð 1.

Efni og áhöld:

 • 2 skálar
 • Tuska
 • Sápa/Uppþvottarlögur
 • Þurrís
 • Vatn

Framkvæmd:
Fyrst er ca. 1/4 af skál fylltur af volgu vatni. Síðan er sett sápu/uppþvottalög og pínu af volgu vatni í aðra minni skálina sem er með tuskunni ofan í. Er blandað sápunni og vatninu saman með tuskunni. Svo er notað tuskuna til að setja sápu á kantinn á stærri skálinni. Eftir að það er búið er sett þurrís ofan í vatnið og þá ætti að koma mikil gufa. Síðan er tuska með helling af sápu í dregin yfir skálina með þurrísinum og þá heldur hún spennu svo að gufan lokast inni. Þegar sápulagið er orðið svo stórt að það rúmast ekki meiri gufa þar inni springur hún og gufa flýtur út um allt.

Stöð 2a.

Efni og áhöld:

 • Skál
 • Þurrís
 • Bakki
 • Sápukúlur

Framkvæmd:
Tilgangurinn með þessari tilraun var að reyna að fá sápukúlur til að setjast og þurrísinn. Gekk það ekki svo vel. Strax var byrjað á því að blása sápukúlur til að reyna að fá þær til að setjast. Þegar það gekk ekki var farið að blása rosalega varlega, en gekk ekkert. Tilrauninn virkaði ekki.
Sáum við þó að tilrauninn virkaði hjá öðrum hópum. Þegar sápukúlurnar settust á þurrísinn frosnuðu þær og féllu svo loks saman.

Stöð 2b.

Efni og áhöld:

 • Fiskabúr
 • Þurrís
 • Sápukúlur

Framkvæmd:
Hér var tilgangurinn sá sami og í 2a. Áttum við að fá sápukúlurnar til að setjast á þurrísinn. Ekki gekk það eftir óskum fyrst. Loks náðist svo að láta eina sápukúlu setjast. Þá frosnaði hún og skrapp svo loks saman. Sumar sápukúlurnar voru þó alltaf á leiðinni niður en flutu um í fiskabúrinu. Þetta gerist vegna þess að það kemur svo mikill þrýstingur frá þurrísnum sem ýtir sápukúlunum upp.

Stöð 5.

Efni og áhöld:

 • Blaðra
 • Þurrís
 • Tilraunaglas
 • Bakki
 • Skeið

Framkvæmd:
Byrjað er á því að setja tvo þurrísmola mjög varlega með skeið ofan í blöðruna. Síðan er bundið hnút á hana og beðið í smástund. Eftir þessa smástund byrjar blaðran að blásast upp, því lengra sem líður, því meira loft verður í henni. Þetta gerist vegna þess að gas hefur meira rúmmál en hlutur í föstu formi. Gasið þenur blöðruna út.

Stöð 6.

Efni og áhöld:

 • Kerti
 • Eldspýtustokkur
 • Bakki
 • Þurrís

Framkvæmd:
Byrjað er á því að einfaldlega kveikja á eldspýt og færa hana síðan hægt og rólega nær þurrísnum. Þá slökknar á eldinum. Síðan er reynt að kveikja á kertinu við hliðinna á þurrísnum, en það virkaði ekki. Eldurinn slökknaði alltaf. Þetta gerist vegna þess að CO2 kæfir eld.

Stöð 7.

Efni og áhöld:

 • Sýra
 • Basi
 • Þurrís
 • Töng
 • Rauðkálssafi
 • 3 tilraunaglös
 • Glasagrind
 • Bakki

Framkvæmd:
Byrjað var á því að setja tvö vökva í glas, einn var súr en hinn basískur. Síðan var hellt rauðkálssafa í glösin með vökvunum og í tómt glas. Þá skiptu vökvarnir um lit, einn varð grænn en hinn bleikur. Þannig komumst við að því hvor vökvinn var súr, og hvor var basískur. Svo var sett einn moli af þurrís í hvert glas. Þá kom reykur úr vökvanum og hann byrjaði að ,,búbbla.“  Þetta gerðist einfaldlega vegna þess að ísinn var að breytast í gas.

Á fimmtudaginn (11.12 2014)  ræddum við um hvað við gætum gert í næstu viku og ákváðuðum við að horfa á Avatar. Síðan skoðuðum við blogg.

Fréttir
Þurrís að hörðu gleri? 
Mars Curiosity finnur merki um líf á Mars.

 

Heimildir:
Glósur
Vísindavefurinn
AGA

Posted in Hlekkur 3 2014, Náttúrufræði | Leave a comment

Efnafræði vika 3

Á mánudaginn (01.12 2014) var Gyða ekki en hún var búin að undirbúa kynningu og verkefni í Nearpod sem var aðalega um sýrustig.

Á miðvikudaginn (03.12 2014) byrjaði Gyða aðeins á því að að fara aðeins betur yfir glærurnar sem við vorum að skoða daginn á undan. Við fengum líka einkunnirnar okkar úr efnajöfnu prófinu sem var í vikunni á undan. Gekk það mis vel hjá fólki og ákváðum við að hafa endurtekt á fimmtudaginn fyrir þá sem náðu undir 6 og svo þeir sem vildu. Síðan byrjðum við á tilraun. Í tilrauninnni vorum við að skoða mismunandi pH gildi í vökvum, en við fengum ekki að v ita hverjir vökvarnir voru fyrr enn eftir á. Í tilrauninni áttum við líka að hella rauðkáls soði út í einhverja 5 vökva að eigin vali (þeir voru í heildina 8) og gá hvort að það sé hægt að nota soðið sem litvísi fyrir pH gildi. Var ég, Hrafnhildur Sædís, Anton Gunnlaugur og Viktor Máni saman í hóp. Við ákváðum að skila hópskýrslu sem kemur inná verkefnabankann þegar hún verður tilbúin.

Á fimmtudaginn (04.12 2014) var endurtektin í efnajöfnu prófinu. Valdi ég að fara ekki í það þar sem ég var ánægð með mína einkunn. Fór ég þá niður og byrjaði á skýrslu.

Fóðleikur:

 • Jón er frumeind eða hópur frumeinda með rafhleðslu.
 • Jákvætt hlaðin jón hefur færri rafeindir en róteindir (katjón) t.d Na+
 • Neikvætt hlaðin jón hefur fleiri rafeindir en róteindir (anjón) t.d Cl-
 • Plús og mínus gefur til kynna hleðslu og fjölda rafeinda gefnar eða teknar t.d SO3-2
 • Jónaefni eru haldið saman af jónatengjum og er milli jóna af gangnstæðri hleðslu t.d NaCl (matarsalt)
 • Einkenni jónefna eru: þau leysast vel í vatni, leiða vel rafstraum, mynda kristalla og hafa hátt bræðslu- og suðumark.
 • Sýrur eru efni sem gefa frá sér H+ í vatnslausn. Því meira af H+ því sterkari og rammari er sýran.
 • Basi eru efni sem geta tekið til sín H+ í vatnslausn.
 • pH er mælieining sem sýnir hvort að upplausn sé súr, hlutlaus eða basísk. Er kvarðinn á bilinu 0-14.
 • pH (sýrustig) er mælikvarði á styrk H+ jóna í lausn, með öðrum orðum hversu mikið er af H+ í hverjum lítra.
 • Því meira af H+, því lægri er pH gildið.
 • Því minna af H+, því hærra er pH gildið.

 

pH skali.

 

Lag um pH
All About That Base, (No Acid) (lag)

Fréttir
Sýrustig sjávar í Eyjafirði mældist ekki hærra (2011).
Súrnun sjávar hraðari við strendur Íslands.

 

Heimildir:
Glærur frá kennara.
Mynd.

Posted in Hlekkur 3 2014, Náttúrufræði | Leave a comment

Efnafræði, vika 2

Á mánudaginn (24.11 2014)  var fyrirlestra tími. Það var fyrirlestur um efnafræði sem fór fram í Nearpod. Við töluðum þá aðalega um efnajöfnur og leystum nokkur dæmi, sem gengu mis vel.

Á miðvikudaginn (26.11 2014) var tvöfaldur tími. Við byrjuðum á því að klára kynningu í Nearpod frá mánudeginum. Við vorum að klára að still efnjöfnur. Eftir að við höfðum farið yfir svörin fórum við inná Phet til að halda áfram að æfa okkur í að stilla jöfnurnar. Mér gekk mjög illa í þessu fyrst en í lok tímans var ég sem betur fer búin að ná þessu betur og skilja það. Í lok tímans fórum við yfir nokkrar fréttir og ákváðum að á fimmtudaginn yrði próf.

Á fimmtudaginn (27.11 2014) 

Fróðleikur:
Hér er góður linkur frá Vísindavefnum það af hverju við þurfum að stilla efnajöfnur.
Hér er linkur frá MR þar sem eru æfingardæmi og útskýringar um efnajöfnur 

Og hér er linkur frá FÁ þar sem eru æfingardæmi til að stilla efnajöfnur. Hann er mjög góður og nýtist hann vel til að læra undir prófið.

Hér hefur efnajafnan verið stillt til að það sé jafn mikill fjöldi af H-um og O-um sitt hvoru meginn við örina. Ef að ekki hafi verið margfaldað myndi efnajafnan ekki ganga upp þar sem að það væri bara eitt O hægra meginn við örina en 2 vinsta meginn við hana.

Fréttir 
Lengsta förin frá tunglferðunum 
DNA lifði af ferð í gegnum lofthjúpinn 
Segir gervigreind geta leitt til endaloka mannkyns

 

Heimildir:
Mynd

 

Posted in Hlekkur 3 2014, Náttúrufræði | Leave a comment

Efnafræði vika 1

Á mánudaginn (10.11 2014) byrjuðum við á nýjum hlekk, efnafræði. Í tímanum var fyrirlestur. Við fengum glærur, svo við gætum glósað og fórum einnig yfir þær í Nearpod, en þar voru enginn verkefni að þessu sinni. Við rifjuðum líka upp lotukerfið.

Á miðvikudaginn (12.11 2014) var ég ekki í tíma en inni á náttúrufræðisíðunni stóð að þau hafi verið að eima sígarettu. Seinna verður skilað skýrlsu um þessa tilraun.

Á fimmtudaginn (13.11 2014) var ekki tími þar sem að það var skólaþing.

Fróðleikur

 • Efnafræði er grein í eðlisvísindum sem segir til um það úr hverju efni eru, hvernig þau breytast og sameinast hvert öðru.
 • Massi er mælikvarð á efnismagn einhvers hluta, hann er mældur í grömmum.
 • Þyngd er mælikvarðu á hversu mikill þyngdarkraftur verkar á hlut, þynd er mæld í Newtonum, skírt í höfuðu á Sir Isaac Newton.
 • Eðlismassi hjálpar til við að þekkja efni í sundur. Hann segur okkur til um það hvað einn rúmsentimetri, cm3, vegur mörg grömm.
 • Til að finna þarf að deila massa með rúmáli, g÷cm3.
 • Frumefn er efni/sameind sem er gert úr frumeindum sem eru allar af sömu gerð t.d nitur (N2) og súrefni (O2).
 • Efnasamband kallast það egar semeind er samsett úr ólíkum frumefnum, minnst tveimur tegundum. Allar sameindir eru eins í efnasambandinu og í sömu hlutföllum, t.d vatn (H2O) og ammóníak (NH2)
 • Hreint efni er efni sem hefur verið hreinsað og hefur ákveðin sérkenni.
 • Efnablanda er blanda af tveimur eða fleiri hreinum efnu.
 • Hamskipti er það þegar ákveðið efni skiptir um ham, t.d fer úr föstu formi yfir í vökva form.
 • Bræðslumark er þegar fast efni breytist í vökva.
 • Storknun er þegar vökvi breytist í fast efni.
 • Suðumark er þegar vökvi breytist í gufu
 • Þétting er þegar gufa breytist í vökva.
 • Hamur efnis eru 3;
 • Fast efni (solid) þegar sameindir eru í allföstum skorðum og hafa lítið svigrúm til að hreyfast.
 • Vökvi (liquid) þegar sameindir loða saman og geta runnið hver um aðra. 
 • Loftegund (gas) þegar sameindir eru orðnar sjálfstæðar agnir og hreyfast því hraðar sem hitinn er hærri.

Fréttir
Blésu reyk úr 60 sígarettum í lungu og gerðu samanburð.
Prenta ,,selfies“ beint úr símanum.
Philae fan lífrænar sameindir.

 

Heimildir:
Glærur frá kennara.

 

Posted in Hlekkur 3 2014, Náttúrufræði | Leave a comment

Erfðafæði, vika 2

Á mánudagin (20.10 2014) var fyrirlestra tími um erfðirmanna og  frumur. Við lærðum til dæmis um meisósa og mítósa.

Á miðvikudaginn (22.10 2014) var stöðvavinna. Hér er hægt að sjá þær stöðvar sem voru í boði. Ég fór á stöð númer 8, 9 og 14 (ekki inni á link, aukablað).
Á stöð númer vorum við að teikna upp rýrisskiptingu karl- og kvennkyns kynfruma (meiósa).
Á stöð númer 9 var verkefni um erfðir, aðalega ríkjandi og víkjandi.
Á stöð 14 var stutt verkefni hvort að eitthvað væri erfðir eða umhverfi.

Á fimmtudaginn (23.10 2014) vorum við að skoða nokkrar fréttir og halda áfram að vinna með hugtök. Við ákváðum líka að á fimmtudeginum í næstu viku (30.10 2014) verður könnun. Við unnum líka hlekk í mannerfðafræði. Í honum var til dæmis hvernig litblinda erfist sem var mjög gott að fara yfir því Gyða sagði okkur að það yrði örugglega á prófinu.

Fróðleikur:

 • Í mönnuum eru um það bil 30.000 gen.
 • Litningar eru úr genum.
 • Í frumukjarna eru 46 litningar sem bær til allra frumna líkamans nema kynfruma.
 • Kynfrumur eru undertekning með 23 litninga.
 • Hvort genið um sig í genapari kallast samsæta því að það er í sama sæti á samstæðum litningi.
 • Mítósa = jöfn skipting fruma.
 • Meiósa= rýrisskipting (kynfrumur).
 • XY = karlmaður.
 • XX = kvenmaður.
 • Hver einstaklingur fær samstæðan litning frá hvoru foreldri.
 • Gen gefa frumum líkamans skipanir um hvaða efni þær eiga að framleiða, hvernig og hvenær.
 • Öll gen eru eins en virka mismikið í frumum.
 • Litningar –>Gen–>DNA erfðaefni

 

Hér er grein frá Vísindavefnum um mítósu og meiósu.

Fréttir
Við ætlum að panta munsturbarn! (frá 2000)
Fæddi fjóra hvíta ljónsunga. 
DNA-próf gert á olíunni.

Heimildir:
Glærur frá kennara
Glósur
Mynd

Posted in Hlekkur 2 2014, Náttúrufræði | Leave a comment

Erfðafræði, vika 3

Á mánudaginn (27.10 2014) var umfjöllunarefnið blóðflokkar. Fyrst fórum við stutt yfir tvær glærur og skoðuðum nánari upplýsingar á blóðbankanum og unnum síðan stutt þrjú stutt verkefni. 

Á miðvikudaginn (29.10 2014) var stöðvavinna. Hér er hægt að sjá þær stöðvar sem voru í boði. Ég fór á stöð 7, 11 og svo tvær aðrar stöðvar sem ekki eru inná linknum.
Á stöð 7 var verið að vinna verkefnablað um blóðflokka. Maður átti að finna hvort að víxlað hefði ferið á börnum með því að skoða blóðflokka barnana og foreldra þeirra.
Á stöð 11 var verið að bæta inná hugtakortið.
Á einni aukastöðinni var verið að vinna verkefnablað um nærsýni og hvering hún erfist.
Á hinni tók ég tvo litblindu próf sem er hægt að sjá hér og hér.

Á fimmtudaginn (30.10 2014) var próf til að loka hlekknum. Við fengum að hafa hugtakakortið okkar með í prófinu. Mér gekk mjög vel í prófinu og fannst mér prófið mjög sanngjarnt.

Fróðleikur:

 • Stærsta flokkunarkerfi blóðflokka er með fjórum flokkum;
 • A blóðflokkur – er ríkjandi.
 • B blóðflokkur – er ríkjandi.
 • O blóðflokkur – er víkjandi.
 • Og AB blóðflokkur – vegna þess að bæði A og B eru ríkjandi verður barn karls úr B flokki og konu úr A flokki (eða öfugt) í AB blóðflokk.
 • Manneskja í O blóðflokki getur gefið öllum blóð.
 • B getur bara gefið B og A bara A.
 • Manneskja í A eða B blóðflokki getur gefið AB blóð en AB getur ekki gefið A eða B.
 • DNA;
 • Allar frumur eru með DNA.
 • Í DNA eru upplýsingar sem þarf til að mynda lífverur og stjórna starfsemi hennar.
 • Er því grunnefni erfða.

Hér er góð grein frá Vísindavefnum um algengni bólflokka í heiminum.

Fréttir
Eru dónar í blóðflokki B? ,,Aldrei heyrt um það,“ segir yfirlæknir Blóðbankans.
Ótrúlega sjaldgjæfur ‘blóðsugu hjörtur’ sást í fyrsta sinn í 66 ár.
Vélræn mörgæs á hjólum hjálpar til við rannsóknir.

Heimildir:
Glærur frá kennara.
Glósur.

Posted in Hlekkur 2 2014, Náttúrufræði | Leave a comment

Erfðafræði, vika 1

Á mánudaginn (13.10 2014) var fyrirlestra tími. Við fengum tvo glærupakka, einn um frumur og hinn um alla vega hluti í erfðafræðinni. Við fórum ekki yfir frumu glærurnar, en við fórum yfir einhver hugtök í vikunni áður. Þessi fyrirlestur var mjög fróðlegur. Neðar verður nánar úr honum.

Á miðvikudaginn (15.10 2014) var stöðvavinna. Hér er hægt að sjá þær stöðvar sem voru í boði. Ég fór á stöð 6 og 10 og vann þar með Ragnheiði og Þórdísi. 
Á stöð 6 vorum við að vinna með hugtök úr hlekknum, það var mjög góð æfing.
Á stöð 10 voru tvo verkefnablöð sem við unnum um erfðir. Stöðin var krefjandi, en líka skemmtileg og fræðandi.

Á fimmtudaginn (16.10 2014) var bara rólegur tími þar sem við skoðuðum blogg og fréttir.

Fróðleikur: 

 • Erfðafræði er fræðigrein sem fjallar um erðir lífverra og hvernig þessir eningleikar berast frá lífveru til afkvæma.
 • Gregor Mendel; Faðir erfðafræðinnar.
 • Hann vissi ekkert um litninga eða gen.
 • Gergor Mendal var austurískur og var hann uppi á 19.öld.
 • Sótti um að kenna náttúrufræði og var honum neitað.
 • Hann gerðust munkur.
 • Í klaustirnu gerði hann tilraunir með því að rækta baunagrös.
 • Tilraunir Mendels urðu til þess þess að DNA var síðar uppgvötað.
 • Mendel var að grúska í baunagrösunum í garðinum og sá það að fræ lágvaxnar plöntur gáfu einungis lávaxnarplöntur
 • Fræ hávaxnarplöntu gáfu aðeins af sér hávaxnar plönur en aðrar gáfu bæði hávaxnar og lágvaxnar plöntur.
 • Með þessum tilraunum komst Mendel af því að ef hann lét hreinræktaðar hávaxnar plöntur og hreinræktaðar lávaxnarplöntur æxlast fékk hann hávaxnar afkvæmisplöntur.
 • Sterkari eiginleikinn er ríkjandi (táknað með stórum staf, t.d. H)
 • Sá veikari er víkjandi (táknað með litlum staf, t.d. h)
 • Lögmál Mendels:
 • Hvor foreldirsplanta hefur eitt par af erfðaþáttum.
 • Einstaklingar með eins gen (t.d. HH eða hh) eru arfhreinir/kynhreinir.
 • Einstaklingar með ólík gen (t.d. Hh) eru arfblendnir eða kynblendnir.

Hér er grein frá Vísindavefnum sem útskýrir ríkjandi og víkjandi gen. 
Hér er grein frá gen.is um svipgerð og arfgerð.
Og hér er myndband um tilraunir Mendels (enska).

Fréttir 
Erfðir skipta máli varðandi kynhneigð. 
Er DNA manna flóknasta DNA sem vitað er um? (2007) 
Uppgvöta gen sem örvar hárvöxt (2007)

Heimildir: Glærur frá kennara og glósur.

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment