sýrustigsblogg

Góðann daginn. Nú ætla ég að segja frá því hvað við gerðum í vikunni.

Mánudagur: við byrjuðum tímann á því að taka SKYNDIKÖNNUN!!! sem reyndist vera smá erfið fyrir suma en í þessari könnun vorum við meðal annar að stilla efnajöfnur og svara satt eða ósatt krossaspurningum. Þegar allir voru búnir með könnunina fórum við í það að skoða sýrustig og hélt Gyða fyrirlestur um það. Við fengum einnig að vit það hað við værum að fara að gera á fimmtudaginn en það var tilraun með sýrustig.

Þeta er aðeins um sýrustig vatns.

Magn eða styrkur sameinda eða jóna í vatni eða vatnslausn er gefið til kynna með því að tilgreina fjölda þeirra í hverjum lítra. Til þess er notuð sérstök mælieining sem hefur einkennisbókstafinn M, sem stendur fyrir fjölda móla í einum lítra. Í hreinu vatni við stofuhita (25°C) er styrkur H2O sameinda um 55,5 M, en styrkur H+ og OH, hvors um sig, einungis um 0,000.0001 M. Síðarnefndu styrktöluna má tákna sem 10-7, þar sem -7 er veldisvísir styrktölunnar. Talan 7 er = 1 + fjöldi núlla sem fyrir koma í styrktölunni, sjá nánar í lok svarsins. Til enn frekari einföldunar er látið nægja að tiltaka einungis töluna sem fyrir kemur í veldisvísinum (það er 7 í þessu tilfelli). Sú tala er nefnd sýrustig og táknuð sem pH.

en hér er hægt a lesa allt svarið HÉR 

Fimmtudagur: Ójá það var komið að tilrauninni með sýrustig. Við unnum tveir og tveir saman og ég vann með Håkoni. Það semm var gert í þessari tilraun var að gá bæði hvort það sé hægt að nota rauðrófusafa til að mæla sýrustig og einnig að gá að sýrustigi í mismunandi vökvum. Þetta gekk rosa vel. allir náðu að klára tilraunina en það sem kom svo aðeins í bakið á okkur Håkoni var það að við urftum að skila skýrslu en við gerum það með miklum látum. þegar við klárum skýrsluna set ég hana inn á verkefnabankann 2013-2014

20131128_121122979_iOS

á þessari mynd eru mismunandi vökvar sem voru notaðir í tilrunina

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frétt: flugheimsendingarþjónusta!!

Frétt: Mér finnst þetta merkilegt en kannski ekki ykkur.

Frétt: þetta er um vötn undir Grænlandsjökli.

 

Takk fyrir mig.

Einar Trausti

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *