Blogg vikunnar

í vikunni vorum við að gera margt. meðal annars var það þetta:

Á mánudaginn: Okkur datt ekkert annað í hug en að fara í Alias. Þetta var ekki venjulegt alias því þetta var efnaalias. þetta voru spurningar um margt og mikið. Til dæmis voru spurningar um efnafræði og líka vor spurningar um íslensku jólasveinana. Þetta gekk ágætlega hjá okkur hópnum mínum en við vorum 4 í hóp. Þetta voru ég, Stefanía, Selma og Rúnar.

Á fimmtudaginn: Við gerðum tilraun um þurrís en það var mjög spennandi. Við unnum tveir og tveir saman. Ég vann með Atla. Við gerðum samtals 4 stöðvar. Þessar stöðvar voru allar um þurrís en það voru mismunandi efni sem við notuðum í þurrísinn. Það voru til dæmis málmur og þurrís eða sápa og þurrís. þegar við vorum með málm og þurrís settum við mismunandi málma í þurrísinn og það kom leiðindar ískur. Þegar það var sápa og þurrís þá vorum við að blása sápukúlur og reyna að láta þær setjast ofan á þurrísinn og láta þær frostna. það gekk ekki vel.

 

Kv Einar Trausti. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *