Vísindavakan

Síðustu tvær vikur vorum við í bestu viku ársinns. Það er vísindavakan.

Mánudagur 6 jan: Við byrjuðum á því að tala um það hvað við ætluðum að gera. Við fengum að fara niður í tölvurnar og fórum að leita á netinu. Ég fann þessa tilraun sem ég var með inni á Youtube.com. Þetta er hún. Ég fann það út að ég átti þetta allt. þegar ég kom heim fann ég það til en Gyða átti svo það sem ég átti ekki. Þessi tilraun tók meiri tíma en ég hélt.

Fimmtudagur 9 jan: það var þvotta dagur hjá mér. ég eyddi heilum 80 mínútum bara í það að þvo peningana. Ég notaði cent til að búa til rafhlöðuna. Til þess að þvo peningana notaði ég stálull, vatn og sápu. ég reyndi að þvo allan skítinn af en það skiptir miklu máli út á það að skíturinn leiði ekki út. Í myndbandinu juðar hann eina hliðina þannig að koparinn fari af en ég nennti ekkki að vara að því þanni að ég notaði bara álpappír.

Mánudagur 13 jan: það var starfsdagur í skólanum þannig að við fórum ekki í náttúrufræði. En það var fínt að sofa út.

Fimmtudagur 16 jan: þetta var framkvæmdardagur, en við áttum að framkvæma tilraunina þennan dag. Mér sjálfum tókst að framkvæma en það tók sinn tíma. Ég var u.þ.b. 120 mínútur en ég bjóst ekki við því að ég væri svona lengi að gera þetta. Ekki tókst öllum að gera tilraunina en sumir voru búnir að gera hana.

Mánudagur 20 jan: Kynningardagur. þessi dagur var kynningardagur hjá okkur í vísindavökunni. Ég var sá eini sem var með Power Point kynningu en allir aðrir voru með myndbönd. Sjálfur fannst mér þessi kynning ekki nógu góð , en ég fékk hrós fyrir hana frá Gyðu.

Hér er kynninigin.

hér eru nokkrar myndir frá tilrauninni

 

Kveðja frá Einari Trausta

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *