Blogg vikunnar

hæhæ, þetta gerðist í vikunni. þetta er kannski ekki mikið en ég geri mitt besta til þess að láta þetta líta vel út. :)

Mánudagur: Við vorum allur bekkurinn í tíma en það er bara venjulegur mánudagur. En það sem við vorm að gera var að við byrjuðum tímann á því að horfa á myndband um rafleiðslu s.s raðtengt og hliðtengt. Við fengum einnig glósur sem við fórum yfir saman og við vildum að allir skildu þær þannig að við fórum vel í gegn um þær. Þegar við vorum búin að fara yfir nokkrar glósur fórum við í smá verkefni sem Gyða lét okkur fá. Þetta verkefni var um rafleiðslu. þetta var í samræmi við myndbandið sem við horfðum á. Við máttum vinna þetta verkefni tvö og tvö saman og ég og Rúnar sátum saman þannig að við ákváðum að vinna saman. Þetta var það helsta sem við gerðum þennan mánudag en næst er það fimmtudagurinn.

Fimmtudagur: í þessum tíma eru bara strákar en við erum kynjaskipt, Við byrjuðum tímann á því að vita hvað við áttum að gera, en í þessum tíma var stöðvavinna. Við pöruðum okkur saman en það var oddatala svo ég var einn en annars voru þeir tveir og tveir. Stöðvarnar voru 17 talsins en ég gerði bara tvær, en ákvað að gera þær rosa „vel“. Ég er ekki sá allra besti en ég reyndi mitt besta.

Þetta voru stöðvarnar;

 1. Tölva phet-forrit
 2. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 3. Verkefnablað – straumrásir
 4. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 5. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 6. Tilraun – rafhleðslur
 7. Tilraun –rafsjá
 8. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 9. Bók – Raf hvað er það?
 10. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 11. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing •
 12. Tilraun – rafrásir
 13. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 14. Verkefnablað – hliðtengt/raðtengt
 15. Vindmyllur •
 16. James Prescott Joule
 17. Eðlis- og efnafræði – raforkuframleiðsla bls. 126

• merktar stöðvarnar gerði ég.

 

Stöð 11; á þessari stöð fór maður inn á síðu, sem var reyndar ensk, en á henni var verkefni um strum, straumrás, leiðslu og flokkun raftækja. Fyrsta verkefnið sem kemur upp er flokkun heimilistækja. Þarna áttu að flokka heimilistæki eftir því hvort þau ganga fyrir rafhlöðu, kapal eða bæði. Hér að ofan er hægt að skoða verkefnið og gera það.

Stöð 15; Á þessari stöð var verið að skoða vindmyllurnar uppi við Búrfell. Hér er smá fróðleikur um þessar vindmyllur: Hver vindmylla er 900kw en ársframleiðsla þeirra er um 5,4 GWst. Þessi orka nægir til þess að sjá 1.200 heimilum fyrir rafmagni í daglegri notkun í eitt ár. Við 3 m/sek hefja vindmyllurnar framleiðslu en við 15 m/sek eru myllurnar í fullri nýtingu. Þessar vindmyllur virka eins og rafall í vatnsaflsvirkjunum, en þegar vatn fer um rafalinn sníst hann og gefur frá sér rafmagn.

En í upphafi við vindmyllurnar var ÁÆTLAÐ að orkan myndi nýtast 1.200 heimilum en í raun voru þau mun fleri. En hér er frétt um þetta af vísi.is

Fleiri fréttir:

Ein í viðbót

Takk kærlega fyrir að taka nokkrar mínúutur í það að lesa

Kær kveðja Einar Trausti. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *