Blogg vikunnar

Hæhæ, þetta er svona það helsta sem við vorum að gera í vikunni.

Mánudagur: Við vorum að fara yfir nokkrar glærur og fórum svo niður í tölvuver þar sem við skoðuðum nokkur forrit til dæmis phet forritin. Í enda tímans spjölluðum við um ritgerð sem við eigum að skila í apríl.

Fimmtudagur: Við vorum búin að skipuleggja próf þennan dag og það gerðum við líka (það er að segja við fórum í prófið). Við gerðum þá tækni að við fórum yfir prófið bara þegar allir voru búnir. Við fengum próf hjá einhverjum öðrum og svo fórum við saman yfir hvert svar. Það voru mjög misjafnar útkomur en ég held að ég hafi komið bara ágætlega út. En ég fékk 8,0. Þetta próf var um rafeindir og lögmál ohms til dæmis en það voru 26 krossaspurningar og 3 útreikningsspurningar. Við fengum einnig útkomublaðið úr vísindavökunni en þar fékk ég 9,5 fyrir kynninguna mína á rafhlöðu sem ég bjó til.

 

Fréttir:

900 þúsund ára gömul fótspor.

Gervihönd sem skynjar lögun og áferð hluts

 

Kv Einar Trausti

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *