Fyrsta blogg hlekksins

Þetta er fyrsta blogg þessara hlekks en þessi hlekkur á að snúast um Ísland. Það var ekki tími á mánudaginn vegna þess að þá var vetrarfrí í skólanum en þennan dag var ég bara að slaka á.

En það sem við gerðum á fimmtudaginn vorum við að fara yfir prófið sem við skiluðum viku fyrr. Það komu nánast allir vel út úr þessu prófi en það var verulega sangjarnt og það var akkúrat úr því sem við vorum búin að læra. Við gerðum svo skemmtilega umæðu um allskonar efni en þetta var það sem við ræddum um:

  1. …hvað er náttúra?
  2. …hvað er umhverfi?
  3. …er íslenskt vatn íslenskt?
  4. …hvernig mótar maður landið?
  5. …menningarlandslag, hvað er það?
  6. …hver á Dettifoss?
  7. …á ég að hreinsa fjöruna?

heimild. ↑

Það voru einmitt sjö drengir í þessum tíma þannig að það var eitt umfjöllunar efni á hvern dreng. Þegar við vorum búnir að tala í dá góða stund fórum við út á bókasafn að velja okkur bók fyrir ritgerðina sem eigum að vera búin með 7. apríl en það sem ég ætla að taka er flugvélar (kemur ekki á óvart). Þegar við vorum búnir úti á bókasafni fórum við beint í mat.

Aðeins um flugvélar:

Þetta fyrirbæri er eitt af öruggustu ferðamátum sem hefur verið fundinn upp. Flugvélar nú á dögum eru allar orðnar allt að einni stórri tölvu. Það eina sem þú þarft virkilega að gera er að taka flugtak og taka inní lendinguna. Það sem flýgur flugvélinni í rétta hæð og á réttum hraða heitir Auto pilot (AP). Þessi auto pilot er einungis á farðegaflugvélum eins og nýjum Airbus A380. Cessna er önnur gerð af flugvélum en það eru litlar flugvélar sem eru bara með flugmann og í það mesta 6 farðega. Það er allt handstýrt í þeim.

Spurning vikunnar: Hvað heitir stærsta farðegaflugvél í heimi OG hvaða framleiðandi framleiðir þær?

Fréttir:

Þetta er eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af.

Nokkrar nýjar plánetur,

Tæknin er að fara úr böndunum!

Kv Einar Trausti.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *