Category Archives: 2. og 3. hlekkur 2014

Blogg vikunnar

í vikunni vorum við að gera margt. meðal annars var það þetta:

Á mánudaginn: Okkur datt ekkert annað í hug en að fara í Alias. Þetta var ekki venjulegt alias því þetta var efnaalias. þetta voru spurningar um margt og mikið. Til dæmis voru spurningar um efnafræði og líka vor spurningar um íslensku jólasveinana. Þetta gekk ágætlega hjá okkur hópnum mínum en við vorum 4 í hóp. Þetta voru ég, Stefanía, Selma og Rúnar.

Á fimmtudaginn: Við gerðum tilraun um þurrís en það var mjög spennandi. Við unnum tveir og tveir saman. Ég vann með Atla. Við gerðum samtals 4 stöðvar. Þessar stöðvar voru allar um þurrís en það voru mismunandi efni sem við notuðum í þurrísinn. Það voru til dæmis málmur og þurrís eða sápa og þurrís. þegar við vorum með málm og þurrís settum við mismunandi málma í þurrísinn og það kom leiðindar ískur. Þegar það var sápa og þurrís þá vorum við að blása sápukúlur og reyna að láta þær setjast ofan á þurrísinn og láta þær frostna. það gekk ekki vel.

 

Kv Einar Trausti. 

Þurrís

Þessi tilraun var um þurrís. við fengum að fara á nokkrar stöðvar en þær voru allar um þurrís og eitthvert verkefni sem tengist því að gera eitthvað með þurrís. Við vorum tveir og tver saman í hóp. Ég og Atli vorum saman í hóp en Atli er ekki með bloggsíðu svo ég er einn að skila skýrslunni um þurrís. Við gerðum samtals fjórar stöðvar en þær voru:

Þurrís og vatn:

Á þessari stöð vorum við með vatn í tveimur glösum. Annað glasið var með heitu vatni og hitt glasið var með köldu vatni. Það sem við gerðum var það að við settum þurrís í bæði glösin og sjá hvort glasið myndi gufa frá sér hraðar. Af reynslu okkr var það heita glasið sem gufaði hraðar og meira. Síðan gerðum við smá tilraun með það að setja sápu efst á glasið og svo dróum við efni með sápu á þvert yfir glasið og þetta var afraksturinn

 

sápukúla

Þurrís og málmur:

Þegar kom að því að fara á aðra stöð fórum við á stöð sem var verið að setja ýmsa málma ofan í þurrísinn en þetta var til dæmis eins og kopar, járn, tónhvíslar og ál. Það var eitt sem var plast. Þegar við settum plastið ofan í kom ekkert hljóð en þegar við settum málmana ofan í þurrísinn komu ljótir og faskir skrækir. Þetta myndast þegar það kemur þrýstingur þegar þrýst er á klakann og klakinn fer að titra kemur upp þetta ískur.

þurrís

Þurrís og sápukúlur:

Ein tilraunin var að reyna að blása sápukúlur og reyna að láta hana setjast á þurrísinn. það reyndist erfiðara en það leiit út því að hún sprakk alltaf þegar hún kom nálægt ísnum. Okkur tókst ekki að láta hana setjast á ísinn svo við sáum ekki hvað átti að gerast. En við fengum að vita hvað átti að gerast. Þegar kúlan sest á ísinn átti hún að frostna og hmurinn átti að vera eftir þegar hún sprinur. Þetta átti að vera hægt en við náðum því ekki. 

þurrískúla                            ↑

Þurrís í boxi:

Þessi tilraun var um það að láta sápukúlurnar svífa. Við blésum upp sápukúur og settum þær ofan í box með þurrís. Þær settust hvorki á þurrísinn og frostnuðu né fóru þær út um allt í loftið. nei þær svifu um í boxinu. Það gerðist vegna þess að ísinn er að losa sig við gufu svo hún sest ekki en það sem lætur hana ekki svífa uppúr er það að súrefnið þrýstir á hana niður. 

þurrísbox2

þurrísbox

↑  ←

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tak fyrir mig.

Kv Einar Trausti

 

Blogg vikunnar :)

Hæhæ þetta var það helsta sem við gerðum í vikunni:

Mánudagur: Ég var veikur og Gyða var ekki en krakkarnir voru ekki að gera neitt þá. Það var tími til að gera skýrslu en krakkarnir fengu ekki að fara í tölvuverið til að gera skýrsluna.

Fimmtudagur: það sem við gerðum flest allir strákarnir var það að við fengum að taka efnajöfnuprófið aftur því það kom illa út hjá okkur. Prófið var bara um það að stilla efnajöfnur. Ég hækkaði mig um nokkrar kommur. En eftir það fengum við að fara aðeins í Peth forritin og skoða þau aðeins meira en við höfum gert. Við fengum svo restina af tímanum til þess að gera skýrsluna um sýrustig.  Það var ekki mikið meira sem við gerðum í þessum tíma. Við fengum að fara snemma í mat.

Frétt: hér er fréttum loftsteina.

Frétt: stöðuvatn á Mars.

Frétt: Frost á suðurskautslandinu.

Kveðja Einar Trausti. 

sýrustigsblogg

Góðann daginn. Nú ætla ég að segja frá því hvað við gerðum í vikunni.

Mánudagur: við byrjuðum tímann á því að taka SKYNDIKÖNNUN!!! sem reyndist vera smá erfið fyrir suma en í þessari könnun vorum við meðal annar að stilla efnajöfnur og svara satt eða ósatt krossaspurningum. Þegar allir voru búnir með könnunina fórum við í það að skoða sýrustig og hélt Gyða fyrirlestur um það. Við fengum einnig að vit það hað við værum að fara að gera á fimmtudaginn en það var tilraun með sýrustig.

Þeta er aðeins um sýrustig vatns.

Magn eða styrkur sameinda eða jóna í vatni eða vatnslausn er gefið til kynna með því að tilgreina fjölda þeirra í hverjum lítra. Til þess er notuð sérstök mælieining sem hefur einkennisbókstafinn M, sem stendur fyrir fjölda móla í einum lítra. Í hreinu vatni við stofuhita (25°C) er styrkur H2O sameinda um 55,5 M, en styrkur H+ og OH, hvors um sig, einungis um 0,000.0001 M. Síðarnefndu styrktöluna má tákna sem 10-7, þar sem -7 er veldisvísir styrktölunnar. Talan 7 er = 1 + fjöldi núlla sem fyrir koma í styrktölunni, sjá nánar í lok svarsins. Til enn frekari einföldunar er látið nægja að tiltaka einungis töluna sem fyrir kemur í veldisvísinum (það er 7 í þessu tilfelli). Sú tala er nefnd sýrustig og táknuð sem pH.

en hér er hægt a lesa allt svarið HÉR 

Fimmtudagur: Ójá það var komið að tilrauninni með sýrustig. Við unnum tveir og tveir saman og ég vann með Håkoni. Það semm var gert í þessari tilraun var að gá bæði hvort það sé hægt að nota rauðrófusafa til að mæla sýrustig og einnig að gá að sýrustigi í mismunandi vökvum. Þetta gekk rosa vel. allir náðu að klára tilraunina en það sem kom svo aðeins í bakið á okkur Håkoni var það að við urftum að skila skýrslu en við gerum það með miklum látum. þegar við klárum skýrsluna set ég hana inn á verkefnabankann 2013-2014

20131128_121122979_iOS

á þessari mynd eru mismunandi vökvar sem voru notaðir í tilrunina

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frétt: flugheimsendingarþjónusta!!

Frétt: Mér finnst þetta merkilegt en kannski ekki ykkur.

Frétt: þetta er um vötn undir Grænlandsjökli.

 

Takk fyrir mig.

Einar Trausti

blogg vikunnar

í þessari viku vorum við í efnafræði. Hér kemur það helsta sem við vorum að gera í þessari viku:

Mánudagur: Það sem við vorum að gerra þennan dag var það að við fórum aðeins í það hvernig á að stilla efnajöfnur. Hún Gyða lét okkur fá glærur um það hvernig á að stilla efnajöfnur. Þegar ég sá þetta fyrst fannst mér þetta alger latína en nú er þetta aðeins farð skýrast. Hún lét okkur svo fá smá verkefni sem var að stilla efnajöfnur. Mér gekk bara þokkalega miðað við aðstæður… Þegar við vorum búin að leysa þessa þraut tók bara önnur við. En þessi næsta var mun einfaldari vegna þess að við vorum búin að fá svo góðan fyrirlestur og einnig það að hún var í tölvu. Þessi æfing var einnig í því að stilla efnajöfnur. Við enduðum tímann á þessu en við vorum 80 min að gera þetta enda var maður orðinn nokkuð góður í því.

Fimmtudagur: Þetta var bara stáka tími eins og alla aðra fmmtudaga. Hann var nokkuð notalegur út af því við vorum bara í því að stilla efnajöfnur í tölvum. þnnig að það er ekki mikið að segja um þennan tíma.

Fréttir:

1. þessi er um fjarstýrðann jeppa í afríku

2. QuizUp er einn stærsti leikur í heimi.

3. þetta er smá um mig s.s flug

 

Kv. Einar Trausti

blogg vikunnar

Þessi vika var frekar ströng og erfið fyrir 10. bekk, en þetta var það sem við gerðum:

Mánudagur: Það var ekki skóli þennan dag en það sem við gerðum var að við tókum á móti dönunum og elduðum fyrir þá lasagne.

Fimmtudagur: Það sem við gerðum þennan góða fimmtudag vorum við að byrja á nýjum hlekk sem er um efnafræði. Þegar við vorum búnir að fá glæru pakka og hugtakakort oog lotukefi. þegar við vorum búnir að fara yfir glærur og það sem við áttum að vita. Svo fórum við í það að skoða blogg hjá nemendum.

 

Frétt: mynd af satúnus

Frétt: Ísjaki á stærð við Manhattan

 

Kv Einar Trausti

blogg vikunnar

í þessari viku vorum við að gera þetta:

Mánudagur: það sem við gerðum þennan dag var að við fórum í smá erfðatækni til að fá aðeins meiri fróðleik á hugtakakortið og svo fóru við í ekkert smá skemmtilegan leik sem heiti ALIAS :) . þetta er ekki venjulegur alias leiku því okkar besti kennari var búinn að breyta smá. Hún var búin að búa til orð sem átti að leika eða lýsa. Bekknum var skipt í 3jú lið og skipst var á að lýsa og giska. Hópurinn minn var bráð gáfaður. þeir sem voru með mér í hóp var Selma, Elís, Rúnar, Guðleif og Ninna. 😀 Við enduðm í öðru sæti en ekki voru allir ánægðir með það, því við unnum tæknilega. Þetta var eitt skemmtilegast alias sem ég hef farið í !!!

Fimmtudagur: í þessum tíma vorum við ekki að gera neitt mikið nema bara að taka könnun úr hlekknum sem var um erfðafræði. Þegar við vorum búnir með könnunina fórum við í tölvuverið og skoðuðum vefi sem eru mjög fræðandi!!!!

Fréttir: Frétt um gróðurhúsalofttegund eða eitthvað svoleiðis 😉

þessi er um meira líf!!!

 

Kv Einar Trausti.