Category Archives: 6. hlekkur 2014

Blogg vikunnar 24-27 mars

Þetta er það sem gerðist helst í vikunni sem var að líða .

Mánudagur; Í þessum tíma vorum við að fjalla um virkjanir og fengum við glærur og Ipad til að nota Nearpod. Við vorum tvö og tvö saman með Ipad og ég var með Elísi. Þessi fyrirlestur var um varnsfallsvirkjanir og hvaða afleiðingar þær hefðu á umhverfið í kring og aðrar orkur. Inn á milli voru verkefni sem við áttum að leysa eða spurnngar sem við áttum að svara. Þetta gerðum við í fyrri tímanum. Í þeim seinni vorum við að vinna verkefni um orku. Þessu verkefni á að skila í Nearpod mánudaginn  7. apríl. Við vinnum tvö og tvö og ég byrja með Elísi. Það var hægt að velja á milli nokkura orku og við völdum sólarorku.

Fimmtudagur; Ég var ekki í þessum tíma því það var menntalest í gangi en við vorum að gera allskonar leiklistardót.

Fréttir;

risaeðla fundin.

 

Kv Einar Trausti.

blogg vikunnar

Þetta er það helsta sem gerðist í þessari viku sem var að líða.

Mánudagur 17 mars: Þennan tíma vorum við að vinna í nýju forriti sem heitir nearpod og er notað í apple vörur. Í þessu forriti er hægt að sýna glærusýningar og hægt er að setja inn verkefni sem nemedur (í þessu tilfelli) þurfa að leysa. Við vorum tvö og tvö saman með Ipada og ég var með Önnu Marý.Við fengum að sjá glærupakka um móberg og annarskonar steina. Þetta gerðum við í fyrri tímanum en það sem við gerðum í seinni var að við fórum niður í tölvuver og svöruðum spurningum um móberg og annað. Það sem ég svaraði er inná þessumóbeerg

Þetta er móberg

 

 

 

 

Fimmtudagur 20. mars: Þetta var fyrirlestrartími og við fengum að nota nýja forritð nearpod til þess að fylgjast með og svara spurningum. Einnig vorum við að skoða hugtök sem standa í hvítbókinni.

 

Fréttir:

Er þetta eitthvað sem við getum breytt? (náttúruhamfarir)

Þetta er ein fyrir flugáhugamenn!

Stjörnufræði, var miklihvellur upphafið?

 

Kv Einar Trausti.

Hvítbók

Hér þarf að skrifa um eitt hugtak sem við höfum sjálf valið okkur úr Hvítbókinni. Ég ætla að taka fyrir eignarland.

Eignarland: Þetta er einfaldlega einkaeign á einhverju ákveðnu svæði sem er afmarkað. Landeigandi hefur alla umsjón á þessu svæði sem hann á og þarf leyfi til þess að tína ber og aðrar jurtir. Ef á rennur í gegn um landið þarf leyfi til að fá að veiða fisk í henni. Það þarf að fara í gegn um langt ferli til þess að fá rétt til að eiga landið. Þegar mál kemur upp eins og með girðing sem einstaklingur á bæ tekur að sér að girða á eigu ríkisins til að afmarka landið og halda féi frá landi ríkisins þarf að semja um verð á vinnuni en í þessu sérstaka máli var komið á hreint á hver borgar hvað en svo svíkur annar aðilinn hinn og lætur hann borga. Þá þarf að fara í langt mál um það í hvaða eign girðingin er. En í þessu máli er girðingin á eignarlandi bóndans á bænum og þarf hann að borga allt. Eignarland er þar að segj land sem einhver/jir eiga og enginn má skaða þetta land sem þeir eiga.

Kv Einar Trausti.

Blogg vikunnar

Hæhæ, Þetta er það helsta sem gerðist í vikunni sem var að líða.

Mánudagur: Á mánudaginn var fyrirlestrartími um Hrunamannahrepp. Það var að mestu verið að tala um Kerlingafjöll en það er ein að mestu náttúruperlum hér á landi. Það sem er merkilegt við þau að það er á heitumreit og þar að segja að það er heitt vatn undir jörðinni og það eru nokkri hverir þar.

Fimmtudagur: það var stöðavavinna þennan dag og það voru konur sem voru að fylgjast með okkur en það var til þess að sjá hvernig Gyða væri í tíma með nemendum sínum. Það voru nokkrar stöðvar í boði, við áttum að vinna í hópum eða einstaklingslega. Ég vann einn eins og oftast en það gekk vel á þessari stöð sem ég fór á. Þessi stöð fjallar um hveri, bar hvernig þeir virka. Það sem átti að gera á stöðinni var að teikna upp mynd sem var í bók einni og við áttum einnig að skrifa smá texta sem var alment um hveri. Þetta er myndin sem ég teiknaði (afsakið gæðin). 

Fréttir:

Á að taka gjald á Geysi eða ekki?

planta fundin!

Gamall mosi lifnar við!

 

Kv Einar Trausti.