Eðlisfræði

By on janúar 29th, 2014.
Filed Under:Hlekkur 5, Náttúrufræði
Subscribe via: RSS

Á mánudaginn sýndum við afrakstur vísindavökunnar.

En á fimtudaginn byrjaði nýr hlekkur. Hann heitir eðlisfræð, við erum byrjuð í rafmagni og lögmali OHMS.

Hér er svar vísindavefsins um rafmagn

Hvernig myndast þrumur og eldingar?

Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. Rafstraumurinn sem myndar eldinguna hitar loftið í næsta nágrenni svo snöggt að úr verður sprenging og hljóðbylgja sem við köllum þrumu berst í allar áttir.

Rafhleðsla er algeng í skýjum. Ýmsar leiðir eru til að hleðsla myndist og byggjast þær á því að litlir dropar, frosnir eða ófrosnir, hafa aðra rafhleðslu en þeir sem stærri eru. Það getur til dæmis orðið með þeim hætti að skýjadropar skautist við að yfirborð þeirra frjósi. Þegar dropinn frýs í gegn springa utan af honum flögur sem hafa aðra hleðslu en kjarni dropans. Í öflugu uppstreymi berast litlir dropar, frosnir eða ófrosnir, auðveldlega upp á við, en stærri dropar sitja eftir eða falla jafnvel í átt til jarðar. Hraði uppstreymis er ekki alls staðar hinn sami þannig að dropar af tiltekinni stærð, og þar með hleðslu, geta fundið sér sameiginlegan dvalarstað þar sem þeirra eigin fallhraði vegur á móti uppstreyminu. Hleðslan á svæðinu ákvarðast síðan af þeim dropum sem þar eru.

Heimild vísindavefur 😉

 

eldingar

Leave a Reply

You can use these XHTML tags: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>