Hlekkur 6 vika 3

By on mars 19th, 2014.
Filed Under:hlekkur 6, Náttúrufræði
Subscribe via: RSS

Á mánudaginn tókum við fyrri tímann í fyrirlestur um jarpfræði í Gullhreppnum okkar sem er svo merkilegur og seinni tímann niður í tölvuveri í ritgerðarvinnu. Ég ætla að skrifa ritgerð um eldfjallið heklu.

Á fimtudaginn var stöðvavinna um steina. Það voru konur að fylgjast með okkur og hvernig við erum að læra, en ég veit ekki alveg hvaðan þær komu. Hér er stöðvavinnan mín.

“Móberg er bergtegund, sem verður til við gos undir jökli eða vatni þar sem gosopið er nálægt eða rétt undir yfirborðinu, öfugt við bólstrarberg, sem myndast djúpt undir vatni. Rétt undir yfirborðinu er þrýstingurinn ekki nægur til að halda kvikunni niðri heldur brýst hún upp á yfirborðið í gufusprengingum og verður að gosösku, sem er glersalli. Oft hefjast neðasjávargos  eða gos undir jökli með bólstrabergsmyndun ef gosopið er á nægilegu dýpi en þegar á líður grynnkast á opinu og gufusprengingar hefjast með samfarandi gjóskumyndun. Í móberginu má gjarnan finna bólstrabergsbrot eða framandsteina sem kvikan hefur hrifið með sér á leið upp á yfirborðið. Ef gosopið kemst upp úr vatninu, þannig að gufuspreningum lýkur, hefst hraunrennsli og myndast þá stapar með hraunlagi ofan á móbergsmynduninni.“

Leave a Reply

You can use these XHTML tags: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>