Mánudagurinn 25nóv og fimmtudagurinn 28nóv

Mánudagurinn

Við fórum í smá skyndikönnun en þar sem ég var búin að vera veik í soldinn tíma fannst mér þetta frekar erfitt og gat ekki gert allt en það sem ég gat gert gekk bara mjög vel :) Þegar prófið var búið fórum við í snöggan fyrirlestur um jónir og sýrustig og skoðuðum svo fréttir og blogg. Svo fórum við niður í tölvuver að skoða Phet og þeir sem voru ekki allveg komnir með efnajöfnurnar á hreinu æfði sig betur í þeim.

Fimmtudagurinn

TILRAUN! Tilraun um sýrustig ólíkra vökva við vorum með 10 efni og það komu mjög mismundandi niðurstöður. Það sem við gerðum í stuttu máli var að dífa strimlum ofan í vökvana og lesa af þeim og svo hella þeim í tilraunaglös og nota rauðrófusoð sem er “heimagerður“ litvísir og þar var hægt að lesa smá af. Við eigum að skila skýrslum 5des og ég skelli henni hingað inn svo þú getir lesið betur um tilraunina :)

Hvað eru jónir?

Fer sýra illa með tennur?

Tilraun úr rauðkáli

HIV smitum fjölgar í Evrópu :S

Heil beinagrind af risaeðlu á uppboði

Genið sem ákveður hárlitinn

sýruutsig

Sýrustig
Heimild: http://openclipart.lynms.edu.hk/index_231.html

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *