Mánudagurinn 9.des og fimmtudagurinn 12.des :)

Mánudagurinn

Þessi tími var frekar svona tjill tími en við kláruðum hlekkinn og fórum svo í smá efna alías sem var mjög skemmtilegt en mitt lið var í 1 sæti :3
Þegar við vorum búin í ALIAS þá ákváðum við saman hvernig prófið átti að vera en það var ákveðið að hafa heima próf og það var afhent þriðjudaginn 17 des og við eigum að skila því á morgun (19.des) persónulega finnst mér svona heimapróf mjög þæginlegt og maður lærir á því að afla sér upplýningar og svoleiðis!

Fimmtudagurinn

Þurrís tilraun og núna ætla ég að skrifa um þær stöðvar sem ég fór á og setja inn myndir sem ég tók á símann minn í tímanum 12.des.

Þurrís

Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíð og hann er -78°C
Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíð með því að fella þrýsting og hitastig við stjórnaðar aðstæður

Þurrís er…

bragð- og lyktarlaus

Skilur ekki eftir sig leifar, vegna þurrgufunar

laus við gerla og sýkla

ekki eitraður

ekki eldfimur

auðvelt að meðhöndla þar sem þurrgufa hans er þyngri en andrúmsloft

Þarfnast ekki rafmagns þegar hann er nýttur til kælingar

Kælir þrisvar sinnum meira en vatnsís

heimild :http://www.aga.is/international/web/lg/is/like35agais.nsf/docbyalias/nav_prod_dryice

 

Þurrís og málmur
á þessari stöð vorum við með þurrís og málmtegundir og áttum að leggja málmin á þurrísinn og þá kom svolítið sérkennilegt hljóð og ef maður hitaði málminn auknaðist hljóðið og ef maður kældi málminn varð hljóðið eða bara hvarf. Afhverju kemur þetta hljóð? Vegna þes

oks að þrýstingurinn í málminum myndar þetta hljóð þetta kæmi ekki með plasti afþví málmur hefur meiri þrýsting sem virkar á þurrís og þá kemur þetta ískur.

Þurrís og sápukúlur

Á þessari stöð var stór glerkassi fullur af þurrís og við áttum að blása sápukúlur í kassan og sjá hvað gerðist. Það sem gerðist var að sápukúlurnar voru kjurrar í miðju boxinu afþví þær svífa á koltvíoxíðinu sem er þyngra og lyftir þeim upp. Og svo gerðist líka það að sápukúlurnar fóru niður í þurrísinn og frosnuðu við og það var afþví að þurrísinn er svo kaldur og hann fyrstir sápuna.nive

Þurrís í heitu og köldu vatni

Á þessari stöð vorum við með 2 tilraunaglös annað þeirra var með heitu vatni og hitt með köldu vatni, og svo settum við þurrís í glösin og sáum mikinn mun, munurinn er að sameindirnar fara helmingi hraðar í heita vatninu sem gerir það að verkum að heita vatnið uppgufar hraðar heldur en kalda vatnið og þá verður miklu meira show í heita vatninu og helmingi meiri gufa og miklu flottara að horfa á það.ooo

Blöðrur og þurrís

Á þessari stöð vorum með 2 blöðrur og 2 mjó tilraunarglös og settum þurrís í tilraunar glösin og svo blöðruna yfir og þá lyftist hún á skömmum tíma og eftir smá stund var hún orðin frekar stór, blöðrunar lyftust upp vegna þrýstingsins í koltvíoxíðinu í þurrísnum.bla

Rauðrófu litvísir

Þessi stöð var ´pínu framhald af sýrustig tilrauninni okkar frá því í síðustu viku en á þessari stöð vorum við með 4 mjó tilraunarglös og settum rauðrófu safa ofaní þau öll og svo edik í eitt þeirra, sápu í annað þeirra og svo þurrís í 3 þeirra.
Það sem gerðist var að sápan verður úr því að vera sýra og svo græn (basi) ) en þegar það gerist jafnast þetta aftur út og verður hlutlaust. Þegar maður setur þurrís ofaní rauðrófusafa dofnar liturinn mjög mikið og á endanum verður hann glær, afþví að koltvíoxíðið leysir upp rauðrófusafann. En edikið blandast bara vel við og verður bleikt á litinn.ble

Búbla, sápa og þurrís

Þessi stöð fannst mér flottust en á henni vorum við með stórt tilraunarglas og ofaní því var þurrís og heitt vatn, svo tókum við þykkt band og mökuðum sápu og þá og drógum frá glasinu og að okkur og ef við vorum heppnar og þolinmóðar náðum við að fá búbblu upp úr glasinu sem var allveg ótrúlega flott! Afhverju kemur búbblan? Afþví þegar spennan í sápuni myndast búbblan og koltvíoxíðið lokast inni í búbblunni og hún stækkar mikið  en á enndaum springur hún.

Þetta voru stöðvarnar sem ég fór á ,mér fannst þetta mjög fróðlegt og skemmtileg og vona að við gerum fleiri svona tilraunir líkt þessari í vetur 😀q

KV Erla! 😀 😀

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *