Nearpod verkefni

Ég og Andrea unnum saman í nearpod verkefninu og við kynntum metan gas.

Metan

er lyktarlaust og litlaust gas sem er léttara en andrúmsloftið. Það myndast við rotnun lífræns úrgangs við loftfirrðar aðstæður og finnst í eða nálægt mýrum, blautlendi, gömlum urðunarsvæðum og gömlu skóglendi.

Efnaformúla metans er CH4 og mólmassi þess er 16.043 g/mól.

Metan brennur í lofti með bláum loga. Þegar það brennur þar sem nóg súrefni er til staðar myndast koldíoxíð og vatn samkvæmt:

CH4 + 2O2 → CO2 + 2H2O

Þessi bruni metans myndar mikinn hita og þar af leiðandi er hægt að nota það sem eldsneyti. Þegar súrefni er ekki mikið myndast kolmónoxíð.

Metan er ekki mjög hvarfgjarnt, nema með flúor, klórið og fleiru. Þau hvörf sem metan tekur þátt í eru skiptihvörf.[1]

Metan inniheldur 75% CH4, 15% etan (C2H6) og 5% af öðrum kolvatnsefnum, eins og própan (C2H8) og bútan (C4H10). Bræðslumark metans er -183 °C ogsuðumark er -164 °C. Það leysist ekki vel í vatni.

Þegar metan fer út í andrúmsloftið tekur það um tíu ár að eyðast aftur. Það getur gerst með mismunandi aðferðum sem á ensku eru kallaðar „sinks“. Jafnvægið á milli metanlosunar og metaneyðingar skilgreinir styrk metans í andrúmslofti. Algengasta leiðin er oxun sem gerist vegna tilstilli hýdroxíl radikala (OH) sem eru í andrúmsloftinu. Metan hvarfast við OH og þá verður til CH3 og vatn í veðrahvolfi andrúmsloftsins. Metan er fjarlægt í litlum mæli með oxun við OH radikala í heiðhvolfi. Þessar tvær oxanir valda um 90% metaneyðingu í andrúmslofti. Tvær aðrar leiðir eru þekktar, upptaka metans með örverum í jarðvegi (7%) og hvarf metans við klóríð atóm í hafi.

Heimild.

blogg erla

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *