Archive for október, 2013

Ég var að byrja á nýjum hlekk í náttúrufræði, efnafræði. Á mánudaginn rifjuðum við upp hvað við kunnum. Ég var búinn að gleyma sumu enn ekki öllu. ÞAð sem ég vissi best var hamskipti. Hamskipti eru t.d. þegar venjulegt vatn frosnar og ísinn bráðnar og þá breytist vatnið gufu ef það fer að sjóða og þannig gengur þetta í hring. Eins og flestir vita þá er bræðslumark vatns 0°c og suðumarkið 100°c.

Föstudagurinn var aðeins öðruvísi hann  meira chill enn flestir dagar við Við ræddum mikið um geimin og sungum eitt skemmtilegt lag um frumefninn. Lagið. Síðan spjölluðum við um merkilegar frétttir (getið kíkt á þær á náttúrufræði síðuni síðan kynntumst við aðeins betur lotukerfinu. Fyrst fórum við yfir frumefninn sem eru lengst til hægri á lotukerfinu og þau heita Alkalímálmar. Frumefninn eru alls 118 samkvæmt vísindavefnum en rannsóknarmenn úr  háskólanum í Lundi í Svíþjóð segjast hafa fundið nýtt frumefni hér er fréttin.

En spurningin er hvað er efnafræði? Efnafræði er sú grein eðlisvísinda sem segjir til hverju efni eru, hvernig þau breytast og sameinast hvert öðru. Segjum til dæmis að efnafræði væri ekki til þá væru ekki til litir, málning öll þessi efni sem læknar nota og jafnvel uppáhalds gosdrykkirnir okkar. Þannig að það er eins gott fyrir okkur að einhverjir í heiminum halda áfram í efnafræði og gera lífið okkar betra.

Heimildir og upplýsingar : glósur og hugtakakort.

23
Okt

Á mánudaginn skoðuðum við hugtakakortið okkar betur, kíktum hvort að það vantaði einhverjar upplýsingar um það sem við lærðum í hlekknum. Síðan í lok tímans áttum við að semja eina spurningu fyrir prófið sem á að vera á föstudaginn. En á fimmtudaginn fórum við í tölvuver og gerðum skýrslu um smásjáverkefið sem við gerðum í seinustuviku. Föstudagurinn var fínn, við fyrst í frumualís sem var mjög gaman. Eftir það var stutt könnun. síðan þegar ég var búinn að svara spurningunum átti ég að gera svo kallað hlekkjamat.

21
Okt

 

Á manudaginn var Gyða með fyrirlestur eins og vanalega. Hún fjallaði aftur smá um frumur og líka smásjá. Við notuðum ekki mikið smásjá í fyrra með Höllu  þannig að það var kominn tími til.

 

Það eru til nokkrar gerðir af smásjám, ég man ekki alveg hvað smásjáriinn sem við notuðum hét en allavega fyrir utan hann er líka til rafeindasmájá sem skólinn okkar á ekki. Rafeindasmásjá er miklu flóknari og miklu stærri en allir aðrir, hann er notaður til þess að kanna smásæja hluti, með því að beina að þeim rafeindageisla og skoða endurkastið.

Á fimmtudaginn var ég að vinna í tölvum. Fyrst átti ég að svara sjálfsmati á mentor síðan svara spurningum og ég setti þær inn á bloggið mitt.

 

Síðan var það föstudagur þar vorum við að vinna með smásjá í hópum, ég var með Nóa og Halldór Friðrik.

Fyrst kenndi Gyða okkur hvernig við útbúum sýni fyrir smásjáinn. Fyrsta sýnið sem við áttum að gera var millímetrapappír, og við áttum að skoða hann  öllum stærðum. Síðan gerðum við gerðum það sama nema með bókstaf úr venjulegum pappír og glanspappír. Eftir það var laukur sem við áttum að kíkja á aðalega til þess að sjá frumurunnar. Í lokinn var það mest spennandi sæðirfrumur, minn hópur náði aldrei að finna frumurnar þannig að við þurftum að sjá hjá næsta hóp.

 

Við náðum bara einum náttúrufræðitíma í vikuni því að kennarnir fóru á kennaraþing. Þannig að við máttum velja okkur um hvað við ætlum að blogga.

Í seinustuviku fórum við fullt yfir frumur. Síðan var líka skemmtileg stöðvavinna sem við náðum ekki að klára.

Svona leit stövavinnan út.

   1. Bók – Maðurinn JPVbls. 54-55 – verkefni

   2. Verkefni – Þú ert meira en þú heldur – smá stærðfræði í boði.

   3. Bók – Inquery into –  Life – skoðum myndir – litaleikur

   4. Verkefni – frumusamfélagið.

   5. Tölva – Er allt gert úr frumum?

   6. Tölva – cellsalive hve stór er?

   7. Teikna upp frumu.

   8. Tölva cell games og  animal cell game

   9. Smásjá – tilbúið sýni   / dýrafruma og plöntufruma

   10. Hugtakavinna

    Allar lífverur eru gerðar úr frumum, nema ekki jafn mörgum. það eru til margar gerðir af frumum meðal annars dýra og plöntufrumum. Munurinn á þeim er: grænukorn og frumuveggur eru bara  í plöntufrumum. Síðan eru líka dreifkjörnungar og heilkjörnungar. Deifkjörnungar eru mjög einfaldar frumur þær eru ekki með kjarna enn heilkjörnungar eru með kjarna. Frumuhimna er líka mjög mikilvæg fyrir okkur því að ræður hvaða efni kemur inn í frumuna og út.                                                  hér er ein mjög góð mynd af plöntufrumu.