21
Okt

 

Á manudaginn var Gyða með fyrirlestur eins og vanalega. Hún fjallaði aftur smá um frumur og líka smásjá. Við notuðum ekki mikið smásjá í fyrra með Höllu  þannig að það var kominn tími til.

 

Það eru til nokkrar gerðir af smásjám, ég man ekki alveg hvað smásjáriinn sem við notuðum hét en allavega fyrir utan hann er líka til rafeindasmájá sem skólinn okkar á ekki. Rafeindasmásjá er miklu flóknari og miklu stærri en allir aðrir, hann er notaður til þess að kanna smásæja hluti, með því að beina að þeim rafeindageisla og skoða endurkastið.

Á fimmtudaginn var ég að vinna í tölvum. Fyrst átti ég að svara sjálfsmati á mentor síðan svara spurningum og ég setti þær inn á bloggið mitt.

 

Síðan var það föstudagur þar vorum við að vinna með smásjá í hópum, ég var með Nóa og Halldór Friðrik.

Fyrst kenndi Gyða okkur hvernig við útbúum sýni fyrir smásjáinn. Fyrsta sýnið sem við áttum að gera var millímetrapappír, og við áttum að skoða hann  öllum stærðum. Síðan gerðum við gerðum það sama nema með bókstaf úr venjulegum pappír og glanspappír. Eftir það var laukur sem við áttum að kíkja á aðalega til þess að sjá frumurunnar. Í lokinn var það mest spennandi sæðirfrumur, minn hópur náði aldrei að finna frumurnar þannig að við þurftum að sjá hjá næsta hóp.

 

Leave a Reply