Archive for nóvember 6th, 2013

Á mánudaginn vorum við að skoða eitt skemmtilegt myndband þar sem einn karl var með nokkur efni úr Alkalímálma flokknum. Síðan setti karlinn efnið í bað fullt af vatni og það ótrúlegt hvað svona lítið magn af efni getur gert mikla sprengingu. Myndbandið.

Á fimmtudaginn fórum við í tölvuverið og Gyða  lét okkur fara á tvo vefi þar sem lotukerfin voru sýnd. Síðan átti ég að velja mér eitt frumuefni því að í næstu viku á ég að gera bækling um frumuefnið. Ég valdi As(Arsen), Arsen er Hálfmálmur og er mjög eitraður það er líka notað arsen til glerframleislu. Arsen var líka notað til lækningar á sárasótt áður enn penísillínið var fundið upp. Líka mjög mikið notað í skordýraeitur.

Á föstudaginn átttum við að lita lotukefið sem við fengum um daginn og líka skrifa hvað flokkarnir heita. Og á meðan við lituðum lotukerfið hlustuðum við á nokkur lög með hljómsveitinni Queen. Þegar við vorum búinn að lita fengum við verkefnablað hjá Gyðu   og gerðum það saman í lok tímans.