Archive for nóvember 13th, 2013

Á mánudaginn var ekki skóli því að það var starfsdagur.

Á fimmtudaginn birjuðum við á bæklingnum sem ég talaði um í seinustu viku.

Á föstudaginn var dagur gegn einelti og allur skólinn hittist og sungum saman. Síðan fórum við að horfa á myndina Bully sem er um einelti. Eftir myndina fórum við í hópa og fórum í íslenskualías. Eftir það fórum við inn í stofu og allir fengu miða sem stóð einhvað á og við máttum ekki sína það. Á miðunum stóð t.d. snerta rassin næstu manneskju eða hlæja af eitthverjum sem er í ljótum fötum. Það voru þrír flokkar sem voru ofbeldi, ???, ekki ofbeldi, hver og einn las sinn miða og við ræddum það sem stóð á honum og settum hann síðan í flokkinn þar sem okkur fannst hann eiga sinn stað.