Archive for mars 27th, 2014

Á mánudaginn var annar fyrirlestur um Þjórsá. Við ræddum sérstaklega um Þjórsárver.

Á fimmtudaginnn vorum við bara að skoða blogg.

Á föstudaggin var stöðvavinna við máttum sjálf velja okkur í hópa svo ég var með Matta og Gumma. Það voru flestar stöðvarnar frekar flóknar.

Fyrst fórum við á stöð 11 sem var um Fléttur. Fléttur eru eitt traustasta samlífi lífvera í lífríkinu. Fléttur sem eru í Þjórsárumverum eru t.d. Vörtukríma (Acarospora scabrida), Flekkuglíma (Amygdalana consentiens), Mæraskjóma (Arthorhaphis vacillas) og Brúnkríma (Acarospora verensis).

Síðan fórum við á stöð 6.

Þar var spurt: Vatnafiskar, tegundir og stofnar. Fjölbreytileiki lífvera í íslenskum vötnum hver vegna? Það sem ég svaraði :Því að botninn er svo hraunlaginn og þá fáum við svo mikið af fjölbreytilegum stofnum og þá fá líferurnar svo marga mismunandi staði sem þau geta lifað í.

stöð 1 Google Earth

Við áttum að finna út hvað Þjórsá væri löng og við fengum út rúmlega 210 km.

Seinasta stöðinn Hekla Gróður í hraunum.

Þegar æskan féll yfir gróður á Heklu var öskulagið svo þykkt að gróður átti svo erftitt með að vaxa.