Á mánudaginn fórum við fyrst í stutta upprifjun. Síðan fórum við að tala um Vísindalega flokkun og fórum í smá leik um það. Og etir það þá sýndi Gyða okkur dýr sem heitir Liger, það er afkvæmi ljóns og tígrisdýrs. Þetta dýr er ófrjótt sem sagt það getur ekki makast við neinn annan.

Á þriðjudaginn var okkur skipt í þriggja manna hópa og ég lenti með Ljósbrá og Orra í hóp. Við áttum að gera plakat um eitthvað dýr sem er í útrýmingahættu, og við tókum kóala birni.

Kóala

Kóalabirnir eru ástralösk pokadýr sem lifa við austurlönd Ástralíu. Nafnið Kóala merkir á tungumáli frumbyggja ástralíu ekkert vatn og þetta nafn var gefið þeim því að þessi dýr drekka aldrei vatn heldur fá þau þann vökva sem þau þurfa frá safaríkum  blöðum  eucalyptus trjáa. „Kóalabirnir eru 70-90 cm á lengd, vega frá 4 og upp í 9 kg og eru karldýrin yfirleitt stærri en kvendýrin. Vísindamenn hafa greint kóalabirni í tvær hugsanlegar deilitegundir, suður- og norður-kóalabirni, og eru þeir syðri um þriðjungi stærri að meðaltali. Sunnanbirnirnir hafa hvítan kraga um hausinn (einhvers konar makka) og eru brúnleitir en norðanbirnirnir eru gráleitir.“Koala bear is astonished

Heimildir :

www.visindavefur.is

http://www.tehcute.com/koala-bear-is-astonished.html

 

Leave a Reply