Við í 10.bekk fórum öll ásamt nokkrum fullorðnum til Danmerkur í 5 daga.

Kannksi var ég ekki að fylgjast nógu mikið í kringum mig en mér fannst ekkert sérlega mikill munur á dýra og plönturíkinu þarna í Danmörku heldur en hér. Eini stóri munurinn sem ég fann um leið og kom út úr flugvélinni var andrúmsloftið. Það var bara svo þungt og bara eitthvað skrítið en maður vannst því fljótt. Það voru nokkur tré sem ég hef ekki séð hér áður á Íslandi. Það var eitt mjög flott tré sem við sáum nema ég veit ekki alveg hvað það heitir en allavega það frekar stórt og það var með risa bognar greinar sem voru stútfulllar af laufblöðum það leit út eins og það væri úr Avatar eða eitthvað þannig slíkt. Síðan úr dýraríkinu var allt mjög svipað nema eitt dýr og það voru íkornar.  Ég sá einn þegar ég var á leiðinni að kaupa mer vatn út í búð. Skordýrinn öll nánast eins nema þessar ógeðslegu drekaflugur.

Síðan var nú bara sama skíta veður og hér á Íslandi yfirleitt alltaf rigning nema ekki þessi pirrandi vindur sem var gott. Það var samt gott veður af og til og þrumur og eldingar oftast þegar við fórum að sofa.

Leave a Reply