Á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk. Þessi hlekkur um erfðafræði. Í tímanum fórum við yfir glærupakka um frumur. Við fórum vel yfir frumulíffærin og munin á dýra og plöntufrumum.

Á þriðjudaginn var rosaleg stöðvavinna og í henni var eg að vinna með Guðmundi eins og vanalega. Fyrst fórum við í eina tölvustöð og þar áttum við að horfa á nokkur stutt fræðlumyndbönd. Á næstu stöð sem við fórum á áttum við að útbúa sýni úr laufbaði og skoða það síðan í smásjánum.

Á fimmtudaginn fórum við í könnun í tölvum. Könnuninn var ekki alltof erfið því að við máttum nota svo mörg gögn t.d. bækur og netið og svo máttum við meira að sehja tala saman og hjálpast að með essa könnun.

Leave a Reply