Archive for október 26th, 2015

Á mánudaginn var enn einn fyrirlestrar tímin. Við fórum yfir nokkur hugtök t.d. víkjandi,ríkjandi,svipgerð og arfblendin. Svo í lok tímans fengum við eitt stutt vinnublað. Vinnublaðið var um afkvæmi hunda og við áttum að leysa nokkrar spurningar um þá.

Á miðvikudaginn var svo erfðafræði stöðvavinna. Það voru samtals 16 stöðvar og ég fór á 4 af þeim með honum Gumma. Fyrst fór ég á stöð þar sem við vorum að para saman högtök við upplýsingar um þau. Næst fórum við á tölvu stöð þar sem við áttum að búa til kanínur með því að nota Punnett Square. Þessi stöð var frekar skemmtileg og ég lærði mikið af henni. Svo bjuggum við til eina kross glímu og ég man ekki á hvaða stöð við fórum seinast á.

Á fimmtudaginn var svo tölvutími og þar áttum við skoða síður sem Gyða setti inn á náttúrúfræði síðuna. Á síðunum voru aðallega myndbönd svo þetta var mjög rólegur tími.

 

Á mánudaginn fengum við nýjan glæru pakka um erfðafræði og Gyða var með fyrir lestur upp úr glósunum.  Síðan seinna í tímanum skoðuðum við nokkrar fréttir og myndbönd.

Á miðvikudaginn var aðeins öðruvísi tími, við áttum sem sagt að búa til kynningar um erfðafræði fyrir krakkana í 7-8 bekk. Kynningin mátti vera í hvaða formi sem er t.d. myndbönd, plakat. Minn hópur gerði stutt myndband með nokkrum staðreyndum um frumuna.

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri og þar áttum við skoða myndbönd um erfðafræði.