Archive for janúar, 2016

Á mánudaginn Byrjuðum við Guðmudur að velja okkur tilraun fyrir vísindavökuna. Við tókum eitthverja vísindabók sem var inni í stofunni og völdum tilraun úr henni. Tilraunin var semsagt „bollasímar“. Við breyttum henni reyndar aðeins svo aðeins hún myndi vera aðeins flóknari og svo að við gætum búið til rannskóknar spurningu við tilraunina.

Tilraun-Bollasímar

Áhöld:

  • Tvær Stórar Skyr dollur
  • Tvær jógúrt dollur
  • Eldspýtur
  • Spottar
  • Vír
  • Eitthvað til þess að gera gat í dollunum (við notuðum sirkil)
  • Málband
  • Eitthvað til þess að klippa spottana og vírinn
  • Desibel meter APP

Framkvæmd

Fyrst skoluðum við og hreinsuðum allar dollurnar vel og vandlega. Síðan gerðum við gat á dollurnar með sirkli. Þræddum spotta í gegnum götin og bundum endana á spottanum við eldspýtur svo að spottin myndi ekki detta úr dollunum. Síðan fór ég  í eitthvað hljóðlátt herbergi og Guðmundur var fyrir utan hurðina með Desibel mæli og mældi hljóðið þegar ég talaði við hann í gegnum bollana.

Af hverju virkaði þessi tilraun?

Við getum talað saman í gegnum bollana vegna þess að þegar við tölum í bollana og þá myndast hljóðbylgjur sem koma í snertingu við spottan titra hann og flytur bylgjurnar yfir á hinn endan á spottnaum sem er þá í hinum bollanum

Rannsóknar spurning-skiptir máli hvaða áhöld maður notar í tilraunina ?

Svarið er Já.

Við mældum hljóðið í Desibelum(DB) og það kom í ljós að Skyr dollurnar virkuðu betur heldur en Jógurt og síðan aðeins þykkari spotti en venjulegur virkaði best. Það var ekki eins mikill munur og ég vonaðist til en maður heyrði samt þokkalegan mun.

Tilraunirnar sem mér fanst svo flottar voru hjá Nóa og Co og svo hjá Orra, Matta og Halldæori Fjalari.

Nói og Co voru með tilraun sem ég hef aldrei á séð áður og hún kom mér mjög mikið á óvart. Þeir með frekar einfalda tilraun þar sem þeir kveiktu á báðum endum á kerti og settu nagla í gegnum það svo að það gæti staðið á milli bóka. Og það sem gerðist var þegar kertið var búið að brenna smá byrjaði það að vagga eins og vegasalt upp og niður og það var vegna þess að þunginn var að alltaf að breytat á endunum og þess vegna var kertið að vagga.

Orri og Co voru svo með tvær tilraunir. Í fyrstu bjuggu þeir til svo „stein“ úr mjólk og ediki og í seinni settu þeir egg í glas af ediki og beði í sirka 3 daga þangað til skorpan á egginu eyddist. Síðan fannst mér þeirra myndaband bara lang skemmtilegast og fyndnast.

 

 

 

21
jan

Pandora er fimmta af þrettán tunglum hjá gasrisanum Plyphemus, sem er í Alpha Centauri stjörnu kerfinu. Alpha Centauri er næsta stjörnu kerfið að sólinni okkar. Pandora næstum því jafn stór og jörðinn og er með 20% minna þyngdarafl en hér á jörðunni, vegna þess eru flest dýrin á Pandoru með sex lappir. Andrúmsloftið á Pandoru er um 20% þéttara en á jörðinni aðalge útaf því að andrúmsloftið þar innihledur svo mikið af Xenon. Það er líka mjög hár styrkur koltvísýrings þar sem er mjög skaðlegt mannfólki. Þess vegna þarf fólkið alltaf að vera með súrefnis grímur á sér þegar það er úti í nátúrunni. 

Pandora er mjög lífríkur staður og er fullt af villtum dýrum og plöntum. Síðan eru það Na’Vi sem eru innfæddir íbúar tunglsins. Þeir eru líkuir mönnum á sinn hátt en eru samt mikið öðrivísi. Þessir Na’Vi eru í kringum 3m á hæð og eru með blán húðlit. En það skrítnasta og það sem er mest öðruvísi við þau og mannfólk er tauga framlengingar sem líta út eins og flettað hár. Þau geta nefninlega taugatengst öllum lífferum sem eru líka með svona hár. Þau nota þessi tengls t.d. til þess að fara á hestbak og stjórna dýrinu hvert það á að fara bara með því að hugsa.

Allt plönturíkið á Pandoru er tengt við Eywu og myndar svona líffræðilegt internet. Na’Vi geta síðan líka tengst við „Tree of souls“ og hlaðað niður eða sækt minningar um dauðar eða lifandi verur. Eywa er Það sem heldur jafnvagi í náttúrunni og vistkerfinu. Eywa er eins Guð hjá Na’Vi fólkinu, það trúir á hana og ber virðingu fyrir öllum lífverum tunglsins.

„Tree of souls“ er risa stórt tré sem er sagt vera nálægasta tengingin við Eywu. Þetta mest heilagi staður hjá Na’Vi og er staðsettur ekki langt frá þar sem ættbálkurinn Omaticaya á heima.

Heimildir :   http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Pandora

Smá fróðleikur um þurrís:

Þurrís er einfaldlega bara frosinn koldíoxið(Co2) og er-78°C .Þurrísinn er líka aðeins öðruvísi en en venjulegur ís, sem sagt þegar hann bráðnar þá breytist hann ekki í vökva og svo í gufu heldur hann breytist beint í gas og þess konar hamskipti kallast kallast þurrgufun.

Ég lenti í hóp með henni Þórny og mér fannst við bara vinna ágætlega saman.

Tilraunir

tilraun 1.) Við vorum svo lengi að ákveða okkur hvað við ætluðum að gera svo loks þegar við vorum búin að ákveða okkur var allt dótið upptekið fyrir það sem við ætluðum að gera. En svo fundum við bara eitthvað sem var frekar einfalt en mjög skemmtilegt því það pirraði alla. Við vorum sem sagt með lítið ílat af allskonar málmum t.d. kopar, ál, stál og fleira. Við settum nokkra bita af þurrís í bakka og svo tókum við einn málm og þrístum honum á þurrísinn og þá kom hræðilegur írskur sem reyndar mis hávær og pirrandir eftir því hvaða málm maður var með.

tilraun 2.)

Þessi tilraun var aðeins erfiðari en sú fyrsta því hún mistóks fyrst þegar við reyndum að gera hana, en hún er samt líka þannig séð einföld. Við vera með meðal  stóta skál með smá af þurrís í síðan helltum við heiti vatni í svo það myndi koma gufa næst tókum við tusku sem við vorum búin að dýfa í sápu vatni. Svo tók ég tuskuna og fór með hana yfir kantana á skálinni varlega og þá myndaðist mjög stór sápukúla sem sprakk svo eftir smá stund og úr henni kom svo gufa sem fór yfir allt borðið sem við gerðum þetta á.

tilraun 3.)

Við settum nokkra bita af þurrís í blöðru og beðum eftir því að blaðran myndi blásast út vegna gasinu sem kom þegar þurrísin bráðnaði ínn í blöðrunni.

 

heimildir:

vísindavefurinn

isbrjotur.is