Á mánudaginn Byrjuðum við Guðmudur að velja okkur tilraun fyrir vísindavökuna. Við tókum eitthverja vísindabók sem var inni í stofunni og völdum tilraun úr henni. Tilraunin var semsagt „bollasímar“. Við breyttum henni reyndar aðeins svo aðeins hún myndi vera aðeins flóknari og svo að við gætum búið til rannskóknar spurningu við tilraunina.

Tilraun-Bollasímar

Áhöld:

  • Tvær Stórar Skyr dollur
  • Tvær jógúrt dollur
  • Eldspýtur
  • Spottar
  • Vír
  • Eitthvað til þess að gera gat í dollunum (við notuðum sirkil)
  • Málband
  • Eitthvað til þess að klippa spottana og vírinn
  • Desibel meter APP

Framkvæmd

Fyrst skoluðum við og hreinsuðum allar dollurnar vel og vandlega. Síðan gerðum við gat á dollurnar með sirkli. Þræddum spotta í gegnum götin og bundum endana á spottanum við eldspýtur svo að spottin myndi ekki detta úr dollunum. Síðan fór ég  í eitthvað hljóðlátt herbergi og Guðmundur var fyrir utan hurðina með Desibel mæli og mældi hljóðið þegar ég talaði við hann í gegnum bollana.

Af hverju virkaði þessi tilraun?

Við getum talað saman í gegnum bollana vegna þess að þegar við tölum í bollana og þá myndast hljóðbylgjur sem koma í snertingu við spottan titra hann og flytur bylgjurnar yfir á hinn endan á spottnaum sem er þá í hinum bollanum

Rannsóknar spurning-skiptir máli hvaða áhöld maður notar í tilraunina ?

Svarið er Já.

Við mældum hljóðið í Desibelum(DB) og það kom í ljós að Skyr dollurnar virkuðu betur heldur en Jógurt og síðan aðeins þykkari spotti en venjulegur virkaði best. Það var ekki eins mikill munur og ég vonaðist til en maður heyrði samt þokkalegan mun.

Tilraunirnar sem mér fanst svo flottar voru hjá Nóa og Co og svo hjá Orra, Matta og Halldæori Fjalari.

Nói og Co voru með tilraun sem ég hef aldrei á séð áður og hún kom mér mjög mikið á óvart. Þeir með frekar einfalda tilraun þar sem þeir kveiktu á báðum endum á kerti og settu nagla í gegnum það svo að það gæti staðið á milli bóka. Og það sem gerðist var þegar kertið var búið að brenna smá byrjaði það að vagga eins og vegasalt upp og niður og það var vegna þess að þunginn var að alltaf að breytat á endunum og þess vegna var kertið að vagga.

Orri og Co voru svo með tvær tilraunir. Í fyrstu bjuggu þeir til svo „stein“ úr mjólk og ediki og í seinni settu þeir egg í glas af ediki og beði í sirka 3 daga þangað til skorpan á egginu eyddist. Síðan fannst mér þeirra myndaband bara lang skemmtilegast og fyndnast.

 

 

 

Leave a Reply