Archive for the ‘ Hlekkur 2 ’ Category

skýrslan

Á mánudaginn kláruðum við allar frumefnis kynningarnar. Eftir það fórum við í efna-alías sem var alveg ágætt. Á fimmtudaginn fórum við í próf, mér gekk fekar illa. Á föstudaginn fengum við út úr prófinu, við fengum séns til þess að bæta einkunnina með því að taka annað léttara próf og vinna það í hópum.

Hver er munurinn á efnablöndu og efnasambandi ?

Efnablanda er hreintefni sem inniheldur mismunandi sameindir. Efnasamband er myndað af  tvem  eða fleiri frumefnum og það er alltaf sömu hlötföll í efnasambandi, t.d. vatn er efnasamband.

Á mánudaginn var ekki náttúrufræði því að Gyða var ekki en spurningarkeppnin hétlt áfram. Á fimmtudagonn áttum við að klára skýrsluna um sígareetu eyminguna. Á föstudaginn kynntum við bæklingana um frumefnin. Gyða skipti okkur í fjóra hópa ég var mðe Þórný og Herði, við  fengum  matsblöð til þess að meta alla bæklingana.

 

Á mánudaginn áttum við fyrst að vinna í einu hefti, síðan töluðum við  um tóbak og hvaða efni væru í sígarettum og í neftóbaki og munntóbaki. Á fimmtudaginn átum við að klára bæklinginn og kynna hann næsta mánudag. Á föstudaginn vorum við að eyma sígarettu í hópum ég var með Dísu og Evu. Við áttum að skrifa gera skýrslu með tilrauninni, ég skal láta hanan seinnna inn á bloggið. Þegar allir voru búnir með tilrauninna var ógeðsleg lykt inní stofunni, sumir þoldu ekki lyktina og þurftu að fara út.

Staðreyndir um Sígarettur og tóbak:

1.) Kína er heimili  300 milljóna reykingamanna sem neyta u.þ.b. 1700000000000 sígarettur á ári, eða 3 milljón sígarettur á mínútu.

2.)Á hverjum átta sekúndum , tapast eitt líf við tóbaksnotkun, einhversstaðar í heiminum.

3.)Nikótín nær heilann innan 10 sekúndna eftir að reykurinn hefur verið andaður.

4.)

12% nemenda í 10. bekk á Íslandi reykja daglega
19% Íslendinga á aldrinum 18-69 ára reykja daglega
13% barnshafandi kvenna á Íslandi reykja
5% karla á aldrinum 16-75 ára nota munntóbak
8% karla á aldrinum 16-75 ára nota neftóbak

5.) Það kostar 220.584 kr. á ári að reykja 1 pakka af sígarettum á dag

 

Á mánudaginn var ekki skóli því að það var starfsdagur.

Á fimmtudaginn birjuðum við á bæklingnum sem ég talaði um í seinustu viku.

Á föstudaginn var dagur gegn einelti og allur skólinn hittist og sungum saman. Síðan fórum við að horfa á myndina Bully sem er um einelti. Eftir myndina fórum við í hópa og fórum í íslenskualías. Eftir það fórum við inn í stofu og allir fengu miða sem stóð einhvað á og við máttum ekki sína það. Á miðunum stóð t.d. snerta rassin næstu manneskju eða hlæja af eitthverjum sem er í ljótum fötum. Það voru þrír flokkar sem voru ofbeldi, ???, ekki ofbeldi, hver og einn las sinn miða og við ræddum það sem stóð á honum og settum hann síðan í flokkinn þar sem okkur fannst hann eiga sinn stað.

Á mánudaginn vorum við að skoða eitt skemmtilegt myndband þar sem einn karl var með nokkur efni úr Alkalímálma flokknum. Síðan setti karlinn efnið í bað fullt af vatni og það ótrúlegt hvað svona lítið magn af efni getur gert mikla sprengingu. Myndbandið.

Á fimmtudaginn fórum við í tölvuverið og Gyða  lét okkur fara á tvo vefi þar sem lotukerfin voru sýnd. Síðan átti ég að velja mér eitt frumuefni því að í næstu viku á ég að gera bækling um frumuefnið. Ég valdi As(Arsen), Arsen er Hálfmálmur og er mjög eitraður það er líka notað arsen til glerframleislu. Arsen var líka notað til lækningar á sárasótt áður enn penísillínið var fundið upp. Líka mjög mikið notað í skordýraeitur.

Á föstudaginn átttum við að lita lotukefið sem við fengum um daginn og líka skrifa hvað flokkarnir heita. Og á meðan við lituðum lotukerfið hlustuðum við á nokkur lög með hljómsveitinni Queen. Þegar við vorum búinn að lita fengum við verkefnablað hjá Gyðu   og gerðum það saman í lok tímans.

Ég var að byrja á nýjum hlekk í náttúrufræði, efnafræði. Á mánudaginn rifjuðum við upp hvað við kunnum. Ég var búinn að gleyma sumu enn ekki öllu. ÞAð sem ég vissi best var hamskipti. Hamskipti eru t.d. þegar venjulegt vatn frosnar og ísinn bráðnar og þá breytist vatnið gufu ef það fer að sjóða og þannig gengur þetta í hring. Eins og flestir vita þá er bræðslumark vatns 0°c og suðumarkið 100°c.

Föstudagurinn var aðeins öðruvísi hann  meira chill enn flestir dagar við Við ræddum mikið um geimin og sungum eitt skemmtilegt lag um frumefninn. Lagið. Síðan spjölluðum við um merkilegar frétttir (getið kíkt á þær á náttúrufræði síðuni síðan kynntumst við aðeins betur lotukerfinu. Fyrst fórum við yfir frumefninn sem eru lengst til hægri á lotukerfinu og þau heita Alkalímálmar. Frumefninn eru alls 118 samkvæmt vísindavefnum en rannsóknarmenn úr  háskólanum í Lundi í Svíþjóð segjast hafa fundið nýtt frumefni hér er fréttin.

En spurningin er hvað er efnafræði? Efnafræði er sú grein eðlisvísinda sem segjir til hverju efni eru, hvernig þau breytast og sameinast hvert öðru. Segjum til dæmis að efnafræði væri ekki til þá væru ekki til litir, málning öll þessi efni sem læknar nota og jafnvel uppáhalds gosdrykkirnir okkar. Þannig að það er eins gott fyrir okkur að einhverjir í heiminum halda áfram í efnafræði og gera lífið okkar betra.

Heimildir og upplýsingar : glósur og hugtakakort.