Hljóðbylgjur

Á mánudaginn var fyrirlestrartími. Við fengum nýjar glærur, um hljóðbylgjur.  Hljóðbylgjur er orka sem berst í gegnum efni og kemur hreyfingu á sameindir efnisins. Hljóðbylgjur berast hraðast í gegnum fast efni því þar er styttra á milli sameindanna, næst best í vatni en verst í lofti þvi þar er langt á milli sameindanna.  Hljóðbylgjur myndast við endurtekna þéttingu og þynningu sameinda án þess þó að efnið sjálft hreyfist.  Hljóðstyrkur er mældur í desibilum (dB) og það er sveifluvídd hljóðbylgjunnar sem stjórnar hljóðstyrk. Hljóðstyrkur yfir 120 dB veldur sársauka. Tónhæð eða hversu skær eða djúpur tónn er er mælt í herts, mannseyrað greinir hljóð á bilinu 20-20.000 herts.

 

Á fimmtudaginn fórum við í próf um hljóðbylgjur. Þegar við vorum búin í prófinu fórum við niður í tölvuver og fórum í phet forritið.

 

Á föstudaginn fengum við prófin til baka, sumir áttu eftir að taka prófin og á meðan vorum við hin að skoða blogg og fréttir. Síðan þegar allri voru búnir með prófin fórum við yfir þau. Síðan í seinni tímanum horfðum við á stuttmynd um breskan vísindamann en náðum ekki alveg að klára hana.  Vikan búin.

2 thoughts on “Hljóðbylgjur

 1. Katrín Lilja Sigurðardóttir

  Hæhæ Gabríel Logi. Skemmtilegt blogg! Þú hefur greinilega mikinn áhuga á vísindum :)
  Í hvaða bekk ertu?
  Kv, Katrín

  • gabriel00

   3. bekk

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>