5. og 8.maí

Í þessari viku vorum við í upprifjunum fyrir loka próf, kláruðum reyndar nearpod kynningar og fengum ritgerðir afhentar á mánudaginn. Nú er þetta skóla ár sem og skólagangu okkar að ljúa sem er bæði spennandi og frekar hræðilegt á sama tíma. En allavega áður en við útskrfumst þurfum við að  taka lokapróf í flestum fögum svo núna erum við eiginlega bara búin að vera í því að  rifja upp :)

Hér eru nokkur dæmi um það sem við tókum fyrir á fimmtudaginn:

möttull– jarðar er stærsta hvel jarðar og nær frá neðra borði jarðskorpunnar að ytra borði kjarna jarðar á um 2900 km dýpi. Möttullinn er þéttur og fastur niðri við kjarnann vegna mikils þrýstings. Bergið linast þegar ofar dregur og á um 200 km dýpi er hann seigfljótandi. Síðan verður hann fastur aftur á 100 km dýpi.Mötullinn er með mun málmríkari efnasambönd en jarðskorpan. Við mörk möttuls og kjarna er hitinn um 3250 °C.

sjávarföll-eru ris og hnig sjávar á jörðinni, til komin vegna þyngdarkrafta tungls og sólar sem toga í jörðina. Hugtakið nær yfir bæði flóð, sem er hækkun á yfirborði sjávar, og fjöru, þar sem yfirborðið lækkar. Yfirleitt gætir flóðs og fjöru tvisvar sinnum á sólarhring á hverjum punkti jarðar. Þar sem þyngdarkraftur sólar á yfirborði jarðar er aðeins helmingur á við þyngdarkraft tunglsins, skiptir staða tunglsins mestu máli þegar sjávarföll eru skoðuð. Tunglið togar þannig í sjóinn á þeirri hlið jarðar, sem snýr að því. Á fjærhlið jarðar þrýstist sjórinn hins vegar út vegna miðflóttakrafts, sem er til kominn vegna snúnings jarðar-tunglkerfisins um sameiginlega massamiðju.

norðuljós-Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar vindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema í kringum segulpólana. Þar sleppur eitthvað af ögnunum inn í segulsviðið. Þegar eindirnar rekast á lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð örvast sameindir og frumeindir í hjúpnum og þær senda frá sér sýnilegt ljós sem við köllum norður- eða suðurljós.

segulsvið-er svið í tímarúmi þar sem segulkraftur verkar á rafhleðslur á ferð og segla. Styrkur segulsviðs er vigurstærð táknuð með B og hefur SI-mælieininguna tesla (T). Vigurstærðin H er einnig notuð yfir styrk segulsviðs, en hún hefur mælieininguna amper á metra (A/m). Tengsl vigranna tveggja H og B er B = μ H, þar sem μ er segulsvörunarstuðull.Segulsvið myndast umhverfis rafstraum, segla og breytileg rafsvið. Víxlverkun raf- og segulsviðs er lýst stærðfræðilega með jöfnum Maxwells.

sólmyrkvi-er það kallað þegar tunglið fer fyrir sólu frá jörðu séð og skyggir þannig á hana að hluta til eða öllu leyti.

Tunglmyrkvi– kallast það þegar jörð myrkvar sólu frá tungli séð. Þá er jörðin í beinni línu á milli sólar og tungls og skuggi jarðarinnar lendir á yfirborði tunglsins.

pláneta,jarðstjarna eða pláneta- er heiti yfir tiltölulega stórt, kúlulaga eða hnöttótt geimfyrirbæri á sporbaug um sólstjörnu, sem er þó ekki stjarna sjálft. Reikistjörnurnar í okkar sólkerfi eru átta stærstu fylgihnettir sólar: Merkúr, Venus, jörðina, Mars, Júpíter, Satúrnus,  Úranus og Neptúnus frá sólu talið. Hugtakið „reikistjarna“ hafði enga nákvæma vísindalega skilgreiningu fyrr en árið 2006 og var umdeilt fram að því. Flestar voru reikistjörnurnar taldar níu frá árinu 1930, en Alþjóðasamband stjarnfræðinga ákvað 24. ágúst 2006 skilgreiningu á reikistjörnum, sem fól það í sér að Plútó telst ekki lengur reikistjarna, heldur dvergreikistjarna.Þær fjórar, sem næstar eru sólu, kallast Innri reikistjörnur, en hinar kallast ytri reikistjörnur eða gasrisar og liggur smástirnabeltið milli þeirra.

lífhvolf– jarðarinnar er það svæði eða sá hluti af jörðinni og gufuhvolfi hennar sem líf þrífst á.

Lífhvolf skiptist í :

 • Berghvolf (ysta fasta lag jarðskorpu)
 • Vatnshvolf (höf, vötn, ár)
 • Gufuhvolf (Lofthjúpur Jarðar)

Lífhvolfið samanstendur af hluta berghvolfs, það er að segja þeim hluta jarðskorpunnar sem líf finnst í, stórum hluta vatnshvolfs, þeim hluta hafa og vatna á jörðinni sem geyma líf og í þriðja lagi í neðstu lögum gufuhvolfsins, þar sem fuglar svífa um.

 

Heimildir möttull sjávarföll  norðurljós segulsvið  sólmyrkvi  tunglmyrkvi  pláneta   lífhvolf

 

Fréttir:

Sterkur jarðskjálfi í Mexíkó

Krefst að fá að giftast tölvunni sinni!!

Verkfall flugmann: Stærsta ferðasumar sögunnar í hættu

Ástæður þess að Jennifer lawrence er kynþokkafylsta kona í heimi

Buxnalaus í miðbænum!!

 

Blessí bili :)

 


Hlekkur 5, eftir páskafrí

Jæja nú er skólinn kominn aftur á skrið eftir páskafrí og heldur farið að styttast í skólalok, en allavegana fórum við í tíma á mánudaginn en á fimmtdaginn var 1. mai og enginn skóli. Á mánudaginn flutti stór hlluti bekkjarind nearpod kynninguna sína, þar á meðal ég og Anna. En afgangurinn af bekknum fær að flytja sitt verkefni í næstu viku.

dæmi um umfjöllunarefni hinna í bekknum var Kjarnorka og sólarorka.

SÓLARORKA

 • er orka frá sólinni.
 • Þessi orka er á formi hitageisla og ljóss.
 • Sólin hefur sent þessa orku frá sér i milljarða ára.
 • Þessi orka hefur verið notuð frá fornöld og er alltaf að þróast til hins betra.
 • Orkan sem berst til jarðar frá sólu á einni klukkustund nemur árlegri heildarorkuþörf alls mannkyns.
 • Orkan í sólarljósinu er í raun uppspretta flestra annarra orkugjafa jarðar.
 • Sólarorka er drifkrafturinn í veðrakerfum jarðarinnar og því er vind- og vatnsorka  í raun tilkomin vegna hennar.
 • Það sama gildir um orku sem mynduð er við brennslu trjáa og plantna því orkan sem þar losnar er sólarorkan sem plönturnar beisluðu við uppvöxt sinn.
 • Einnig á þetta við um olíu, kol og gas, þessir orkugjafar myndast á milljónum ára úr jurtaleifum og því fyrir tilstilli sólar.[1]
 • Það þarf ekki að vera heiðskýrt til þess að fá orku út úr sólarsellu en rétt staðsetning hefur mikil áhrif á nýtni hennar.
 • Vandamál við sólarsellur hér á landi er að orkuframleiðslan er óörugg, þ.e. háð veðri og árstíðum.
 • Stofnkostnaður er því frekar hár miðað við orkugetu.
 • Einnig eru góð rafhlaða mjög dýr og hafa í augnablikinu stuttan endingartíma vegna mikils álags.
 • Sólarorka er umhverfisvæn og endurnýjanleg orka.
 • Einingarnar eru sjálfstæðar og auðvelt að færa og bæta við.
 • Orkuframleiðslan er hljóðlát og veldur ekki röskun á landslagi.
 • Rafhlaða getur geymt orkuna og framkvæmdin er ódýr miðað við að tengja rafmagnslínur langar leiðir.
 • Einnig er lítill sem enginn rekstrarkostnaður.[2]
 • Það er ekkert á móti því að sólarorkuvirkjun verði miklu meiri en hún er í dag nema að það þarf að framleiða tækin og lækka kostnaðinn.[3]
 • Heimild
 • Heimild Myndar

untitledBless í bili :)


Hlekkur 5, vika 6

Á máanudaginn lögðum við lokahönd á kynningar og á fimmtudaginn fórum við í stutta könnun og fórum svo að vinna í árshátíðarundirbúningi en það sá tími á árinu kominn eina ferðina enn, jiibbí!!!!!!! 😉

en ég veit ekki hvað ég á að skrifa meira svo ég ættla bara að segja ykkur frá hvað ami´nósýrur eru en ég er einmitt að leggja lokahönd á ritgerð sem eru prótein :)

 • Amínósýrur eru í raun byggingarefni prótína, en hver einasta lífvera er gerð úr prótínum, allt frá hinu stærsta dýri að minnstu örveru.
 • Vöðvar, liðbönd, bandvefur, innyfli, kirtlar, neglur, hár og mikill hluti líkamsvökva, þetta er allt samsett úr prótínum.
 • Eins gegna prótín lykilhlutverki í beinvexti. Prótín      hjálpa til við að halda vatnsmagni líkamans í jafnvægi og viðhalda réttu sýrustigi.
 • Þau aðstoða við flutning næringarefna ámilli frumuvökva og vefs, blóðs og vessa.
 • Skortur á prótíni getur því ruglað vökvajafnvægi líkamans og valdið bjúgi.
 • Það eru um 28 amínósýrur sem á mismunandi hátt búa til þau hundruð prótína sem fyrirfinnast í líkamanum.
 • Þær eru ýmist lífsnauðsynlegar (essential) eða ekki (non-essential).
 • Lifrin framleiðir um 80% prósent þeirra amínósýra sem líkaminn þarf (non-essential) en afganginn (essential) þurfum við að fá úr fæðunni.
 • Þær 9 amínósýrur sem líkaminn getur ekki framleitt eru: histidín, ísóleusín, leusín, lýsín, metíónín, fenýlalanín,  þreónín, tryptófan og valín.
 • Að hinar amínósýrurnar séu ekki lífsnauðsynlegar þýðir ekki að líkaminn þurfi þær ekki, heldur að líkaminn geti framleitt þær sjálfur.
 • Heimild

Fréttir:

 

Bless í bili :)

 


Hlekkur, vika 5

Á mánudaginn skoðuðum við nokkra tengla og byrjuðum svo á verkefni.  Í þessu verkefni vinnum við saman tvö og tvö, ég og Anna Marý erum saman með verkefni, og fengum úthlutuðum orkugjafa og eigum að gera minnst þriggja glærá síningu með einu verkefni sem við sínum svo fyiri bekkinn. Við fengum lífdísil og  héldum áfram meeð þetta verkefni í fimmtudagstímanum.

Lífdísill

 • Lífdísill (kallast einnig lífdísel eða biodísel) er lífeldsneyti, búið til úr lífrænum efnum, eða lífmassa.
 • Þessi Lífmassi er allt það lífræna efni sem hægt að nýta til að búa til lífdísil, og kemur hráefnið oftast frá plöntum eða dýrum.
 • Það sem allur lífdísill á sameiginlegt er að hann er allur kominn af fitu af einhverju tag.
 • Olíur eru jú bara fitur sem eru fljótandi við herbergishitastig, og kallast þessar fitur þríglyseríð.
 • Þess vegna er lífdísill endurnýjanlegur orkugjafi.
 • Lífdísil er hægt að nota óblandaðan á brunavélar, en í dag er hann oftast blandaður við venjulega dísilolíu í ákveðnu hlutfalli.
 • Þessar blöndur eru einkenndar með stafnum „B“, sem stendur fyrir biodiesel, og tölu, til dæmis B5, fyrir dísilolíu með 5% lífdísil blandað út í.
 • Þegar búið er að blanda lífdísilnum út í venjulega dísilolíu er ekki lengur um lífdísil sem slíkan að ræða.
 • Hann er skilgreindur sem alkóhól-ester úr fitusýrum unnum úr plöntu eða dýraafurðum
 • Heimild

 

Fréttir

Hrikaleg áhrif hlýnunar jarðar

12. ára stúlka látin undir vegg í skólanum sínum

14 börn og herbergin þeirra

Níu ára stúlka fórnarlamb í drykkjuleik

Sgir eða Skyr ?

Blessí bili :)


Hlekkur 5, vika 4

Á mánudaginn byrjuðum við fyrri tímann á fyrirlestur ala Gyða og í seinni tímanum gerðum við verkefni sem er komið inn+i verkefnabankann hjá mér. Á fimmtudaginn kíktum við á blogg og skoðuðum svo gllærur í nearpod og gerðum verkefni í kringum það. Við töluðum um fugla á íslandi hér smá fugla í þéttbýli:

Hvaða fuglar eru algengastir í þéttbýli á Íslandi?

 • Fjölmargar fuglategundir hafa náð að aðlagast hinum miklu breytingum sem orðið hafa á umhverfinu við tilkomu þéttbýlis.
 • Eitt best þekkta dæmið er starinn (Sturnus vulgaris) en hann hefur verið að auka við útbreiðslu sína og telst nú heimsstofninn vera yfir 300 milljón einstaklingar.
 • Ísland er meðal nýrra svæða sem starinn hefur sest að á.
 • Varanlega búsetu hans hér á landi má rekja aftur til um 1940 þegar hann hóf að verpa í Hornafirði.
 • Tveimur áratugum seinna var starinn kominn til höfuðborgarsvæðisins þar sem hann er nú langalgengastur.
 •  Þegar gengið er um götur evrópskra borga eru yfirgnæfandi líkur á að sjá dúfur (Columbia livia) eða gráspör (Passer domesticus).
 • Í almenningsgörðum víða í Evrópu má einnig sjá krákur (Corvus spp.) og svartþresti  (Turdus merula) svo helstu tegundir séu nefndar.
 • Í þessu ljósi er merkilegt að bæði starinn og húsdúfan eru að uppruna bjargfuglar, en kannski eiga háar byggingar borganna eitthvað sameignlegt með þeirri klettaveröld sem fuglarnir eru upphaflega aðlagaðir að?
 • Heimild

Íslenskir fuglar:

lundi

Lundi (Heimild)

heiðlóaHeiðlóa (Heimild)

snjótittlingurSnjótittlingur (Heimild)

maríuerlaMaríuerla (Heimild)

haförn

Haförn(Heimild)

súlaSúla (Heimild)

Gyða bað okkur að taka eitthugtak úr HVÍTBÓKINNI og útskýra það, ég ættla að útskýra hugtakið fíðlýsing :

Friðlýsing
 • Friðlýsingar ná bæði til einstakra náttúrufyrirbæra, plantna, dýra og steina, sem þá eru friðlýst hvar sem þau eru á landinu og til einstakra staða og landsvæða.
 • Þegar staðir eða svæði eru friðlýst er það alltaf gert í fullu samráði við landeigendur og aðra sem hagsmuna eiga að gæta á viðkomandi stað.
 • Friðlýst svæði á Íslandi eru um 80 og um hvert þeirra gilda sérstakar reglur eftir kringumstæðum á hverjum stað.
 • Heimild

 

Bless í bili 😉

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hlekkur 5, vika 3

Á mánuaginn var fyrri tíminn típískur fyrirlestrar tími,mikið talað um stapakenninguna sem ég skal segja betur frá seinna í fæslunni og í fyrri tímanum var svo tölvuverið opið og við máttum nota tímann til að undirbúa ritgerð, hvort sem er að lesa í bókum eða skoða á netinu.

Stapakenningin

 • Stapakenningin svonefnda, sem Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur kom fram með snemma á 5. áratugnum, var að miklu leyti byggð á rannsóknum hans á Skriðunni, við norðurenda Tindaskaga.
 • Samkvæmt þeirri kenningu eru staparnir, og móbergsfjöllin öll, mynduð við gos undir jökli eða í vatni.
 • Flestir jarðfræðingar féllust snarlega á þessa kenningu um myndun móbergsfjalla, en lokasönnun sína fékk kenningin þó, samkvæmt Guðmundi Kjartanssyni sjálfum, í Surtseyjargosinu 1963-67.
 • Heimild
 • Gyða sagði okkur að miðfellið okkar er myndað með þessum hætti.

 

 

Í stelputímanum á fimmtudaginn fórum við í stöðvavinnu og ég og Selma gerðum saman þessar stöðvar:

Hrafntínna og Baggalútur:

 • baggalútar geta verið litlir eða stóri, þeir standa vel rof og veðrun og finnast því gjarnan í seti.
 • orðið baggalútur getur líka þýtt drengur eða dordingull.
 • myndast í bergi og setivið samansöfnuð efnið meðan bergið/setið er að storkna eða setjast til.
 • hrafntinna er afbrigði náttúrulegs glers sem myndast í eldgosum þegar feldspatshraun kólnar og storknar mjög hratt.
 • Við skoðuðum steinana í Dino lite sem er myndavél þar sem maður getur zoomað mjög nálægt og skoðað mikil smáatriði.

 

Silfurberg- Iceland spar

 • silfurbergið var úr Helgustaðanámu við Reyðarfjörð.
 • er mjög sjaldgæft.
 • gegndi ómissandi hlutverki í merkum vísindauppgvötvunum.
 • kalkspati CaCo3
 • Við skoðuðum steininn og lásum texta í gegnum hann, sem er frekar magnað.
 • Þegar maður snýr steininum tvöfaldast stafirnir og snúasst eignilega um sjálfan sig((tvöfaldir á þei stað sem snýst)

Ísenskir steinar

 • Skoðuðum fullt að íslenskum steinum sem vou allir mjög flottir og mismunadni í útliti.
 • Þarna voru líka skartgripir, hálsmen úr íslenskum steinum og eyrnalokkar úr spænskum steinum.

 

Við vorruma að tala um þessi tvö myndbönd aðeins:

Photoshop gengið of langt

annað photoshop myndband

Fyrst kossinn

Við prófuðum hálsmenið eins og sést og baggalúturinn okkar leit furðulega mikið út eins og mikki mús 😉

Þangað til næst Náttúrufræðistjarnan //

1520612_4063301036556_1288834979_n 1510451_4063302476592_118140802_n 1975233_4063300836551_650955612_n 1920448_4063302596595_678941160_n 1920362_4063301156559_1204147453_n 1900042_4063301316563_1228953639_n


Hlekkur 5, vika 2

Gyða var ekki á mánudaginn svo að augljóslega var engin kennsla þá.  Á fimmtudaginn aftur á móti var svo svaka fyrirlestur það sem við rifðuðum upp og fórum líka aðeins dýpra í hluti sem við höfðum ekki lært.

Ég er að pæla í að skella bara innglósunum mínum, sem glósaði í tímaum á fimmtudaginn:

Upprifjun

 • STJÖRNUFRÆÐI
 • sól lýsir sjálf en reikistjörnur eru upplýstar og gefa ekki frá sér ljós.
 • tungl er fylgihnöttur, er upplýst.
 • Reikistjörnur=plánetur.
 • sól er ekki pláneta, er gashnöttur.
 • vetrarbraut er kerfi sem snýst um sig
 • LOFTHJÚPUR
 • hnöttur þarf mikinn þyngdarkraft til að halda í lofthjúpinn sinn.
 • lofthjúpurinn þynnist smám saman því lengra sem er farið en endar ekki bara allt í einu.
 • lítið að mólekúlum langt í burtu.
 • Gæsir fljúga mjög hátt uppí lofthjúpinn.
 • GRÓÐURHÚSAÁHRIFIN OG ÓSONLAGIÐ
 • gróðurhúsaáhrif og ósonlag ER EKKI ÞAÐ SAMA!!!
 • meðalhiti á jörðinni er 15°C
 • ef ekki væru gróðurhúsaáhrif væri hitinn -18°C
 • Osomlagið verndar fyrir útfjólubláum geislum.
 • INNRÆN ÖFL
 • ástæða er orkan inni í jörðinni brýst út.
 • ÚTRÆN ÖFL
 • Sólin stjórnar öllu.
 • STEIND
 • Kristallað efni sem finnst sjálfstætt í náttúrunni.
 • STORKUBERG- myndað við storknun bergkvíku.
 • SETBERG- molnar af veðri
 • MYNDBREYTT BERG- finnst ekki á íslandi, orðið til ef setberg eða storkuberg gróftst undir og pressaðist, umkristallaðist.

 

ÍSLAND er mjög sérstakt og hér eru nokkrar fréttir um hvað veðrið er ótrúlegt og annað sem tengist okkar fallega landi:

Jarðskjálfti við krýsuvík á morgun

Varað við erfiðum akstursskilyrðum

Oooogg nokkrar myndir:

untitled (6) untitled (5) 854768471_15696c3891_o Iceland imagesCA1HHSQG imagesCA1JRYCI imagesCAUNPC80

 

 

Heimild Heimild  Heimild  Heimild  Heimild  Heimild  Heimild

 

Bless í bili :)

 


Hlekkur 5, vika 1

Nú er hlekknum okkar um rafmagn formlega lokið og nýr hlekkur tekur við. Hlekkurinn sem tekur við að þessu sinni er hlekkur það sem umfjöllunarefnið er Ísland. Á mánudaginn var ekki tími vegna vetrarfrís en á fimmtudaginn fórum við yfir heimaprófið úr síðustu viku og fram fóru háheimspekilegar umræður um hin merkilegustu mál teng Ísalndi, okkar fagra móðurlandi 😛 haha. Við semsagt sestust allar niður við stórt borð og hverri okkar var úthlutuð umræðuspurning eins:

 • Hver á tunglið??
 • Hvað er náttúra??
 • Hvað er umhverfi??
 • Er íslenskt vatn íslenskt??
 • Afhverju er refurinn minna mikilvægur en Bangsi?? (bangsi er hundurinn hennar Krístínar)
 • Hvernig mótar maður landið??
 • Menningarlandslag, hvað er það??
 • Hver á Dettifoss??
 • Á ég að hreinsa fjöruna??

Svo stjórnuðum við hver og ein umræðu um okkar spurningu og þegar komin var nóg niðurstaða og allir höfðu komið skoðun sinni á framfæri tók næsta við og svo næsta og svo framvegis.

Þar sem við gerðum ekkert meira þessa vikuna ætla ég bara að setja inn nokkrar fréttir og láta þar við standa.

 

Fréttir

Snjallúr sem mæla líkamsstarfsemina!!

Íþróttaföt sem mæla hjartsláttinn

Fundu 719 nýjar pánetur

 

Bless í bili:)


hlekkur 4, vika 5

Á mánudaginn fórum við í alías og notuðum orð sem tengdust rafmagnshlekknum til að ljúka hlekknum sem við erum búin að vera í.

Á þriðjudaginn  spjölluðum við og  fórum svo í aðeins ritgerðarpælingar.

við skoðuðum og spjölluðum meðal annars um :

Meðlimir Pussy Riot beittir ofbeldi

10 vegir sem þú verður að prófa að keyra

Hlupu upp 120 hæðir og klifruðu svo á toppinn

 

725274

bless í bili


Rafmagnstaflan heima hjá mér

 

 

 

Á myndinni hér fyrir neðan er rafmaagnstaflan heima hjá mér og ég dró rauða línu í kringum lekaliðann.

Á síðu rafvirkja í Reykjavík , linkur HÉR, stendur að lekastreumsrofinn eða lekaliðinn, eins og hann er oft kallaður, sé eitt helsta örggistæki rafkefissins. Þar segir að ef útleiðsla verði á raflögnum vegna t.d. bilana í jarðtengdu tæki, á rofinn að slá út og rjúfa allan straum.

Lekastraumsrofi kemur ekki að notum nema raflögnin sé jarðtengd og kanna þarf reglulega hvort hann virki með því að ýta á prófhnappinn.

Einnig eru flestar rafmagntöflur á heimilum með sjálfvör þar sem rofi opnast og rýfur straumrásina ef álag verður of mikið.

lekaliðinn


Next page »