Hlekkur 1, Vika 1

Á mánudaginn var fyrti tíminn í náttúrufræði í 9.bekk. Við fórum aðeins yfir efnið sem við erum að fara að vinna í vetur þar af má til dæmis nefna ritgerð um dýr að eigin vali í dýrafræði (sem er einmitt efnið sem er fjallað um í fyrsta hlekk ) og fórum aðeins yfir það sem við vorum að læra í fyrra.

Ljóstillifun:

 • Þegar maður andar frá sér er maður að anda frá sér koltvíoxíð sem plönturnar þurfa fyrir ljóstilifunarferlið, og súrefnið sem þær gefa frá sér er okkur mannfólkinu lífsnauðsynlegt en er aukaefni hjá plöntunum
 • Efnaformúla ljóstillifunar er H2O + CO2 + ljós → C6H12O6 + O2
 • Efnin að ofan heita vatn +koltvíoxíð+ljós →Gúkósi+súrefni.
 • Lífverur sem ljóstillifa eru kallaðar frumbjarga lífverur.

Á þriðjudaginn var Gyða veik svo að við horfðum á mynd um dýrin á sléttunni og í frumskóginum.

 

Ljón:

 • Þó að ljón séu of kölluð konungur frumskógarins þá halda þau sig flest á flatlendi og hafast við á sléttunni.
 • Þau öskra svo hátt að öskur þeirra geta heyrst í allt að átta kílómetra fjarlægð.
 • Ljón hafa gulbrúnan feld og geta orðið allt að 3 m að lengd með rófu.
 •  Upprétt geta þau náð allt að 120 cm hæð.
 •  Karlljónin geta vegið á við fimm manneskjur eða rúm 250 kg.
 •  Stærri ljónynjur vega yfirleitt á við þrjár og hálfa manneskju eða um 180 kg.
 • Venjuleg Ljón sofa í allt að 20 tíma á dag.
 • Þófaför ljóna eru eins og fingraför manna.
 • Gönguhraði ljóna er 4 km hraði á klukkustund en þau geta hlaupið á allt að 60 km hraða á klst. Þau geta einnigstokkið allt að 12 metra í einu stökki.
 • Ljón heilsast með því að nudda saman hökum.
 • Ljón kveðjast með því að narta í magann á hvor öðru.

 

Kveðja Náttúrufrðistjarnan

 

heimild ljón

heimild mynd ljón

Heimild ljóstillifun

heimild mynd ljóstillifun