Hlekkur 1, vika 2

Á mánudaginn ætluðum við að fara út og greina tré en það var vont veður svo við vorum bara inni í upprifjun um hugtök eins og  blaðgræna, einnig skoðuðum við grein um stærsta tréð(broddfurur).

Broddfurur:

 • Trén vaxa frá Kaliforníu til Colorado.
 • Þau vaxa 2.800-4000 m yfir sjávarmáli.
 • Elsta tréð á að vera rúmlega 4700 áragamalt.
 • Það tré er nefnt Methuselah.
 • Afi Nóa Metúsalem á að hafa orðið 969 ára gamalt (gammla textamentinu) svo líklegt er að tréð sé nefnt eftir honum.
 • Hér er mynd af broddfuru.

Á Þriðjudaginn var svo komið fínt veður þannig að við fórum út að gera nokkur verkefni. Ég vann verkefnin með Júlíu Sól og við gerðum þessi verkefni:

Sumar eða Haust? Þar fundum við visbenndingar um það að haustið væri að taka við.

Haust vísbendingar:

 1. Eitthvað af laufblöðunum eru búin að skipta um lit, orðin gul og rauð.
 2. Það var þó nokkuð af  laufblöðum  farið að falla af trjánum.
 3. Þó að veðrið  hafi verið fínt var samt orðið kaldara.

Sumar visbendingar

 1. Enn var samt hellingur af grænum laufblöðum.
 2. Blóm voru ennþá á nokkrum stöðum t.d. gular sóleyjar og fíflar.

,,Fellið tré“ vara annað verkefnið og þar áttum við að mæla hæð trés með þeirri tækni að loka öðru auganu og labba aftur á bak með blýant þangað til blýanturinn væri jafnstór trénu. þá átti að leggja blýntinn á hliðina og félaginn að labba að enda blýantarins og telja metranna.

Hvað einkeniir líf? þá áttum við að finna 15 hluti úti sem eru lifandi, hafa verið lifandi og hafa aldrei verið lifandi.

Lifandi– Birkitré, Gras, runnar, blóm,grenitré,rifsberjarunnar, kryddjurtir, ber, lauf, blóm plöntur, skógur, mosi, arfi, fluga.

Hefurverið lifandi– Dauð lauf, þurt gras, trjábolir, dauðargreinar, mold, kál, ólía, dauð blóm, kramin ber, þurrar barrnálar, bekkur, leikvallaleikföng(úr tré), dauð skordýr, þurr börkur, dauður smári.

Aldrei lifandi – steinn, sandur, vatn,frauðplast, plastbox, múrsteinn, hús, járnrimlar, körfubolti, kókómjólkurumbúðir, pappírsbútur, veggur, rúður, steypa, húfa.

Líffræði sem tómstundaiðja- Þar áttum við að finna líffræðilega hlutisem við gætum haft fyrir áhugamál. Okkur fannst spennandi að rækta grænmeti svo sem karteflur og gulrætur og kryddjurtir.

Svo áttum við að greina tré, eitt lauftré og eitt barrtré.

Kv. Náttúrufræðistjarnan

heimild texta og myndar broddfura