Hlekkur 2, vika 3

Á mánudaginn vorum við inni í fyrirlestri um orma.

Ormar

 • Mjúkir grannir og aflangir.
 • vöðvar mynda stoðkerfi og halda líkamanum stinnum.
 • einfalt taugakerfi og blóðrásakerfi
 • margir anda með húðinni
 • helstu hópar eru liðormar, þráðormar og flatormar

Flatormar

 • flatvaxnir, skiptasst í littlar einingar sem kallast liðir.
 • eitt op á menltingarvegi.
 • geta étið hluta af eigin líkama, vex svo upp aftur.
 • sumir lifa sníkjulífi í mönnum.

Þráðormar

 • Aflangir, sívalir og mjókka til endanna.
 • Munnurinn á framendanum.

Liðormar

 • líkaminn skiptist í marga liði.
 • Lifa í jarðvegiog fersku vatni- sumir í sjó.
 • burstaormar lifa í sjó og anda með húðinni eða tálknum.
 • iglur(blóðsugur) lifa í sjó og fersku vatni. sogskálar á báðum endum notaðar til að skríða, en geta líka synt.
 • ánamaðkur er tvíkynja- hver ormur getur verið bæði karl og kvenkyns.

Heimild: Tekið upp úr glósum

Á þriðjudaginn fórum við út að safna birkifræi fyrir Hekluskóga.

 

Þegar maður safnar birkifræum tekur maður fræsekkina sem hanga á trjánum og mylur þá í sundur, fræin voru mjög þroskuð og brún, og duttu mjög auðveldlega í sundur.

Sáning birkifræs- video

 

Bless í bili: Náttúrufræðistjarnan

Heimild mynd ormur

heimild mynd birkifræ