Hlekkur 3, vika 1

Við byrjuðum í nýjum hlekk sem heitir kraftar og hreyfing.

Á mánudaginn vorum við í fyrirlestri upp úr glósum:

vísindaleg vinnubrögð

nokkur hugtök

 • Staðreynd
 • Ráðgáta
 • Tilgáta
 • Tilraun
 • Kenning
 • Lögmál

Mælingar í vísindum

 • lengd-m
 • Massi-kg
 • Rúmmál-m3 eða l
 • Tími-s
 • Þyngd-N
 • Eðlismassi-kg/m3
 • hiti-°C eða K

Kraftur

Kraftur er áhrif sem geta breytt hreyfingu hlutar

 • einnig SI-kerfisins fyrir kraft er Newton-njúton, táknað með N
 • eðlisfræðingar nota gormavog til að mæla kraft.

Þyngdarkraftur jarðar

 • hlutur sem hefur massann 1kg togast til jarðar með krafti sem nemur 9,8 newton
 • þyngd hlutarins er því 9,8
 • þyngdahröðun er táknuð með bókstafnum g og er þá 
 • g=9,8m/s2
 • Alkul er -273°C eða o Kelvin 
 • Heimildir eru uppúr glósum

og skoðuðum einnig þessa frétt um fellibylinn sandy sem geisaði yfir í ameríku. og í henni segir:

“Hundruð þúsunda manna hafa flúið frá þeim strandsvæðum sem talið er að fellibylurinn fari yfir. Áætlað er að allt að 60 milljónir manna geti orðið fyrir barðinu á Sandy vegna flóða.
 Talið er að þegar Sandy nær til New York geti ölduhæðin við Manhattan orðið allt að 11 metrar. Þetta skýrist af því að Sandy mun sameinast öflugum kuldaskilum áður en fellibylurinn nær landi og mynda svokallaðan ofurstorm. Þar spilar inn í að fullt tungl verður í kvöld sem eykur ölduhæðina.,,
 

Á þriðjudaginn héldum við aðeins áfram í krafti og hreyfingu í fyrri tímanum en seinni tíminn fór í að klára ritgerð. einnig skoðuðum við þessa frétt um það að reikingar séu ennhættulegri en áður var talið. fréttin er hér

og þar er sagt frá því að konur geti lengt líf sitt um 10 ár með því að hætta að reykja.

“Konur sem hætta að reykja geta lengt líf sitt um tíu ár eða meira. Niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar sýna að hættan sem reykingar valda er meiri en talið var og að aldrei sé of seint að hætta að reykja,,
 
 
 

heimild mynd

Massa og þyngdar lagið !

bless í bili náttúrufræðistjarnan