Hlekkur8, vika 6

Á mánudaginn var fyrirlestur ala Gyða og talaði hún um sveppi vegna þess að á morgun ætlum við að  fara í flúðasveppi og skoða hvernig sveppirnir eru ræktaðir.

Á þriðjudaginn fórum við í sveppina að skoða og ég lærði þetta:

Heimsókn í Flúðasveppi

 • Við fórum eftir hádegi þriðjudaginn 7.maí og Eiríkur Ágústson tók á móti okkur og sýndi okkur fyrirtækið.
 • Ragnari Kristjánson stofnaði fyrirtækið árið 1984 og var ætlunin að vera bara með lítið fyrirtæki og selja 500 kg á viku en núnar eru seld 11-12 tonn á viku.
 • Sveppir ljóstillifa ekki og eru ekki plöntur heldur  sundrendur og taka næringu úr rotmassanum sem er gerður á staðnum. Rotmassinn er búinn til ú hænsnaskít, hálmi og vatni og þegar hann hitnar byrjar niðurbrotið.
 • Rotmassinn er látinn standa í hálfan mánuð og þá er hann tilbúin og sveppagró er dreift í hann.
 • Það eru notaðar  70 rúllur af hálmi og og einn gámur af hænsnaskít í massann á viku.
 •  Sveppagróin er látin spíra í massanum í þrjár vikur og svo er sett inn í ræktunarklefa, það eru 6 ræktunarklefar í gangi og í hverjum þeirra eru 5 hillur en í einum eru 6 , þegar gróin spírar má hitastigið ekki far yfir 30°C.
 • Ef hitastigið í klefunum er hækkað um 1°c hækkar hitastig ímassanum um 2°C, rakastigið er um 90% og sýrustigið er lágt.
 • Þegar það er komið að því að tína sveppina eru þeir stærstu tíndir fyrst og svo þeir minni.
 • Það skiptir miklu máli að tína sveppina á réttum tíma því sveppirnir verða helmingi stærri með hverjum deginum sem líður . það tekur ca. Þrjá daga að tína alla sveppina í ræktunarklefanum.
 • Kjörhitastig sveppa er 25°C og það þarf mikið hreinlæti til að ekki fari að vaxa aðrir sveppir í ræktunina.
 • Flúðasveppir er eina sveppabú á íslandi og eru í kringum 30 sem vinna þar.
 • Rétt áður enn á að tína er hitastigið lækkað í 18°C. Einstaka sinnum er offramleiðsla og þá þarf að henda.
 • Það tekur um 6 vikur frá því gróin er sáð í að tína.
 • Ef massinn er vitlaust unninn er ekki víst að sveppirnir vaxi.
 • Það eru lögð jarðrör undir massann sem blása súrefni í hann til að flýta niðurbrotinu.
 • Sveppirnir eru með þræði sem fara niður í massann og þannig fær hann næringu.
 • Til að vökva sveppina er  keyrt sérstakt rör meðfram rekkanum.
 • Og þegar búið er að nota klefann er hann hitaður í 74°C í ca. 24 klukkutíma, svo tæmdur en moldin heldur áfram að brotna niður er er svo notuð sem áburður á t.d. kálgarðanna.
 • Það sem ég lærði með þessari heimsókn er hvað það er viðkvæmt ferli að rækta sveppi og hvað allt þarf að vera gert nákvæmlega rétt svo allt farið að óskum.

Annað:

myndband, Sveppir að vaxa..

Heimild sveppamyndar

meistari í að skræla kókoshnetu-myndband

Horft til sólarorku í eyðimörkinni

Þetta var síðasta bloggið mitt þennan veturin, Gleðilegt sumar

-Náttúrufræðistjarnan