Mannréttindablogg

Í þessum tíma var Kolbrún fjarverandi og þess vegna ætlum við að blogga, við áttum  að velja eitt af verkefnunum sem við erum búin að vinna. Við erum búin að vera að læra um mannréttindi (augljóslega) í vetur og hvaða merking lyggur að baki orðsins og hvað það þýðir virkilega að brjóta á mannréttindum einhvers annars.

Í verkefninu „Taktu skrefið áfram“ fengum við allar miða með manneskju og lífskjörum hennar eins og t.d. 25 ára gamall ólöglegur innflytjanndi sem býr á götunni eða 17 ára samkynhneigð og ólétt stelpa (eða eitthvað þannig). Svo sagði Ungfú Kolbrún einhverja settnigu eins og: Þú hefur rétt á því að kjósa í kosnigum og ef það átti við um okkar persónu máttum við stíga eitt lítið skref afram svo endaði þetta þannig að einhver var í einum endanum á stofunni og hafði aldrei stigið skref áfram meðan einhver annar var búin að stiga svo oft áfram að hann var kominn í hinn endann á stofunni.

Í vetur horfðum við líka á eina mynd, Heimildarmynd sem fjallaði um nokkra einstklinga á mismunandi stöðum í bandaríkjunum sem höfðu orðið fyrir grimmdarlegu einelti, hún heitir The Bully. Í  myndinni var líka sagt frá tveimur einstaklingum sem höfðu framið sjálfsmorð vegna eineltis. Einn hafði hengt sig í fataskápnum sínum en hinn hafði skotið sig í hausinn. Einelti er hræðilegt fyrirbrigði sem þarf að passa uppá að enginn verði fyrir því það eiðileggur sálina í fólki og það getur verið allt lífið að jafna sig á því ef það gerir það eitthverntímann alveg.

Tímarnir í vetur eru ekki alveg búnir að nýtast nógu vel því að við erum alltaf á eftir sundi og við erum eiginlega alltaf aðeins of seinar og svo eigum við það líka til að fara bara að tala saman um eitthvað allt og fatta svo bara að tíminn er búinn 😀

En annars er þetta bara búinn að vera fínn vetur og Gleðilegt sumar.

Herimild myndar