Hlekkur 1, vika 1

Jæja nú er sumarið búið eins og vill svo oft gerast og skólinn farinn  af stað aftur. Nú erum við komin í 10. bekk og erum nýkomin frá Danmörku og af því tilefni ætla ég að skrifa eina færslu þar sem ég ber saman Dýralífið og Vistkerfið í Danmörku og á Íslandi.Áður fyrr þöktu skógar um 80-90% af Danmörku og dýrafána landsins einkenndist þess vegna af skógardýrum. Nú er stundaður mjög umfangsmikill landbúnaður í landinu og hafa skógar verið ruddir auk þess sem 95-98% af upprunalegu votlendi hefur verið þurrkað upp á með tilheyrandi fækkun votlendisdýra, svo sem froskdýra og fugla. Notkun á skordýraeitri og tilbúnum áburði í landbúnaði veldur einnig mikilli mengun. Enn finnast þó upprunalegir skógar með fjölskrúðugu vistkerfi, sérstaklega á Jótlandi og Fjóni. Líklega standa enn um 10% af upprunalegum skógum Danmerkur.

Dýalíf Danmerkur

 • Danmörk var áður fyrr þakin skógi um það bil 80-90 % landsins voru þakin skógi og var því mikið af skógardýrum.
 • En landbúnaður sem nú er stundaður í landinu er umfansmikill auk þess sem að margir skógar hafa verið ruddir en þó finnast finnast upprunalegir skógar með fjölskrúðugu vistkerfi á Jótlandi og Fjóni. 
 • Líklega standa enn um
  10% af upprunalegum skógum Danmerkur og hefur 95-98% af upprunalegu votlendi þukað upp svo votlendisdýrum eins og froskdýr og fuglar fækkaði til muna.Notkun á skordýraeitri og tilbúnum áburði í landbúnaði
  veldur einnig mikilli mengun Talið er að 49 tegundir spendýra lifi í Danmörku, 209 tegundir fugla, 5 tegundir skriðdýra, 14 tegundir froskdýra og 37 tegundir ferskvatnsfiska.
 • Talning á hryggleysingjum er ekki nákvæm en áætlað er að um 21 þúsund tegund lifi í Danmörku, þar af 18 þúsund skordýrategundir. 
 • Krónhjörturinn lifir í dönskum skógum og er vinsælt veiðidýr
  sportveiðimanna.

krónhjörtur

 

 

Dýralíf  Íslands

 • Miðað er við að um 1.600 tegundir dýra finnist á Íslandi, ríflega helmingurinn skordýr.
 • Fá stór spendýr finnast á Íslandi, heimskautarefurinn er eina upprunalega spendýrið.
 •  Hvítabirnir hafa einnig borist til landsins með hafsins.
 •  Búskapur er hafður á kindum, hestum og nautgripum.
 • Þá tíðkast einnig eldi hænsna (kjöt og eggjaafurðir), loðdýra, svína og geita.
 • Rostunga má finna við strendur landsins og sex tegundir sela sömuleiðis; landselur, vöðuselur, hringanóri, útselur, blöðruselur og kampselur.
 • Sést hafa 23 tegundir hvala á Íslandsmiðum en á hverjum tíma er metið sem svo að á bilinu 3-4 hundruð þúsund hvali megi finna þar.
 • Einna fjölmennustu tegundirnar eru langreyður, hrefna, grindhvalur og sandreyður en einnig finnast steypireyðar, andarnefjur, háhyrningar, búrhvalir og blettahnýðar. Hnúfubakur er aftur á móti mjög sjaldgæfur að talið er vegna ofveiða Norðmanna en hann var friðaður árið 1955.
 • Enn sjaldgæfari tegundir eru náhvalur og mjaldur.
 • Í ferskvatni lifa laxar, urriðar,  bleikjur, hornsíli og álar.
 • Um 80 tegundir fugla verpa á Íslandi.
 • Lundinn er álitinn eins konar einkennisdýr landsins, enda er hann fjölmennastur fugla, talið er að 10 milljón lunda verpi á Íslandi á hverju sumri.
 • Hér fyrir neðan er mynd af Lunda sem mér finnst vera einn falleasti fuglinn á íslandi. 

 

 

 

 Dýralíf Danmerkur -Heimild

Krónhrötur mynd

Dýralíf á Íslandi– heimild

Lundi mynd

 

Bless í bili náttúrufræðistjarnan 😀