Hlekkur 1, vika 3

Þessa vikuna unnum við verkefni um kolefni og hélt Gyða nokkra fyrirlestra um meðal annars það. svo gerðum við verkefni sem viðskiluðum inní verkefnabankann mitt var um kolefnahringrásri eða:

  1. Kolefni er í eilífri hringrás, nefnið nokkur dæmi um mislangar hringrásir kolefnis. hér kemur aðeins uppúr því:

Hringrásir efna og orkuflæði.

Hringrás kolefnis á einum degi-Hringrás kolefnis tekur stundum mjög stuttan tíma. Við ljóstillifun sína bindur byggplanta á hverjum degi kolefnisfrumeindir úr loftinu . Plantan brennir um leið hluta af þeim glúkósa sem hún sem hún framleiddi fyrir orku með því að anda. Lítill hluti af kolefni losnar þá aftur út í andrúmsloftið á sama degi og ljóstillifuninn batt það. Á nóttinni lætr plantan líka frá sér koltvíoxíð. Meðan plantan andar er þá líka hlé á ljóstillifunni. Hringrásin gengur mjög hratt og kolefni fer fram og til baka á einum sólarhring.

Hringrás kolefnis á einu ári -Glúkósin , sem plantan framleiddi í ljóstillifun, eyðist vegna þess að plantan notar stóran hluta hans við að framleiða mjölva í bygginu. Þegar bóndinn er búinn að skera kornið og geymir það í hlöðunni, býr kannski mús það sem étur byggið og tekur til sín kolefni sem voru áður í andrúmsloftinu. Músin brennir fæðunni og andar koltvíoxíð aftur útí andrúmsloftið, þá getur verið ár frá því kolefnið var bundið í byggplöntunni.

Hringrás kolefnis á einni öld– Hringrásir eru stundum hægar, dæmi er til dæmis að kolefnisfrumeindir í andrúmsloftinu bindast í litla greniplöntu. Þegar grenitréð er fullvaxið er það fellt. Það þarf að kynda og kannski er tréð sagað niður í eldivið og brennt og við það berast kolefnisfrumeindir aftur útí andrúmsloftið og hringrás að þessu tagi getur tekið allt að hundrað ár.

VIð fórum líka aðeins yfir vistkerfiog hvernig þau geta verið mismunandi og til dæmis hvaða áhrif það hefði til dæmis ef 100 köttum væri sleppt inní kvenfélagsskóg, það myndi hara gríðarlegar breytingar á lífríkinu og umhverfi lífverana, hér er aðeins um hugtakið vistkerfi:

  • Vistkerfi er hugtak  í vistfræði og vísar til safns af ferlum og einingum sem taka þátt í og valda hegðun einhvers skilgreinds hluta af lífhvolfinu.
  • Hugtakið á venjulega við um allar lifandi og líflausar einingar og samspil þeirra á tilteknum stað, sem getur verið risavaxinn (t.d. Atlantshafið) eða agnarlítill (t.d. eitt fiskabúr), sbr. hugtakið visthrif.
  • Sumir líta svo á að vistkerfi stjórnist af lögmálum kerfisfræðinnar og stýrifræðinnar líkt og öll önnur kerfi.
  • Aðrir telja að vistkerfi stjórnist fyrst og fremst af tilviljunarkenndum atvikum, áhrifum þeirra á lífvana efni og viðbrögðum lífvera.
  • Heimild

 

Hvað gerist í vistkerfinu ef mikil fjölgun eða fækkun verður hjá einni tegund?

 

 

Þetta er fæðukeðja og er algerlega beinskilt vistkerfi,Heimild

 

 

 

Í einni svona stórri  tjörn er ótrúlega fjölskrúðugt vistkerfi og margar flóknar fæðukeðja, Heimild

Bless í bili Náttúrufræðistjarnan 😀