Hlekkur 1, vika 4

Á mánudaginn fórum við út og söfnuðum birkifræum sem við ætlum svo að gefa í Hekluskóga.

Hvað eru Hekluskógar ?

 • Hugmyndir um Hekluskóga eru nokkra ára gamlar.
 • Sú hugmynd að endurheimta birkiskóglendin í þeim tilgangi að stöðva vikurfok komin frá Úlfi Óskarssyni skógfræðingi hjá Landgræðslu ríkisins sem unnið hefur að rannsóknum á ræktun birkis á vikrum í nágrenni Heklu.
 • Vorið 2005 tóku nokkrir aðilar sig saman og skipuðu samstarfshóp til að vinna málinu framgang.
 • Í hópnum eru fulltrúar frá landeigendum á svæðinu, Skógræktarfélagi Rangæinga, Skógræktarfélagi Árnesinga, Landgræðslusjóði, Suðurlandsskógum, Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins.
 • Hópurinn hefur á undanförnum mánuðum unnið að undirbúningi ýmissa verkþátta Hekluskóga, þar á meðal gagnaöflun og áætlanagerð.
 • Heimild texta
 • Heimild Myndar

Hvernig á að safna og sá birki ?

 • Svo tínslan gangi hratt og er gott að útbúa sér ílát sem binda má framan sig, t.d. plastpoka, dagblaðatösku eða fötu.
 • Þægilegast er að safna fræinu þegar birki hefur fellt lauf enda má þá strjúka það af greinunum með lítilli fyrirhöfn. Ef safna á fræi mjög seint er hætt við að hauststormar hafi verið fyrri til og feykt fræinu af trjánum.
 • Einfaldasta aðferðin er eins og nefnt var hér að ofan að sá birkifræinu beint strax eftir að því hefur verið safnað.
 • Einnig mætti geyma fræið í kæli yfir veturinn við 4°C og sá því snemma vors, eða nýta það til sáninga í trjáplöntustöðvum.
 • Í náttúrunni þroskast fræið á trjánum og fýkur af þeim frá því snemma á haustin og fram á næsta vor.
 • Umhleypingar vetrarins sjá til þess að fræið fær kaldörvun og hafi það ratað á hentugan stað, þ.e. hentugt fræset, mun það spíra þegar aðstæður leyfa.
 • Ekki er þó víst að fræið spíri stax vorið eftir sáningu, en það heldur spírunargetunni þó í nokkur ár.
 • Því geta liðið allt að 5 ár áður en árangur sáningarinnar kemur í ljós.
 • En fjölmörg dæmi eru um ágætan árangur slíkra sáninga s.s. Hákonarlund í Haukadal í Biskupstungum, Gunnlaugsskóg á Rangárvöllum og birkiskóginn í Stóra-Klofa.
 • Heimild

Á fimmtudaginn unnum við plaköt um koltvíoxíð. Hér er mynd af plakatinu sem ég ninna og stefanía gerðum :)

Um koltvíoxíð

 • koltvíoxíð er líka kallað Koltvísýringur koldíoxíð,  eða koltvíildi
 • er sameind samsett úr einni kolefnisfrumeind og tveimur súrefnisfrumeindum,
 • efnaformúla þess er CO2.
 • Í föstu formi kallast það þurrís (eða kolsýruís).
 • Myndast við bruna í súrefnisríku lofti.
 • Koltvísýrungur uppleystur í vatni myndar kolsýru.
 • Við bruna jarðefnaeldsneytis myndast koltvísýringur, sem fer út í andrúmsloftið.
 • Er sú gróðurhúsalofttegund, sem talin er eiga mestan þátt í heimshlýnun.
 • Varast ber að rugla koltvísýringi saman við eitruðu gastegundina kolsýrling (CO).
 • Heimild

Fréttir:

svakaleg mengun á jörðinni !!!

Koltvísýringur í sögulegu hámarki